Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.2006, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 21.09.2006, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 38. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Nú í upphafi skólaárs eru að hefj-ast fyrstu foreldrafundir eða námsefniskynningar vetrarins innan grunnskólanna. Foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna vilja nota tilefnið og hvetja alla foreldra til að taka þátt í slíkum fundum, nota gott tækifæri til að kynnast kennurum barna sinna betur, fá yfirsýn yfir skóla- starfið og ekki síst kynnast öðrum for- eldrum bekkjarfélaga. En af hverju? „Vil ekki mæta!“ Borið hefur á að foreldrar veigri sér undan að mæta á foreldrafundi, því þeir eru hræddir um að vera „dregnir“ inn í eitthvað sjálfboðastarf. Hluti af þeirri „fóbíu“ er sú stað- reynd að margir foreldrar sjái ekki ávinning af for- eldrastarfi í grunnskóla. Við höfum ekki vanist því sjálf úr okkar eigin upp- vexti. Ég persónulega efast um að foreldrar mínir hafi þekkt í sjón foreldra vinkvenna minna. Einnig hittu þeir kennara mína kannski einu sinni á ári, þar sem samskipti voru í aðra áttina. Kennarinn gaf frá sér upplýs- ingar en foreldri litlar á móti. Við erum hvorki alin upp í að mikil samskipti séu milli foreldra bekkjarfélaga, né á milli kennara og foreldra. En hins vegar eru mýmargar rannsóknir sem staðfesta að þátttaka foreldra í námi barna sinna, áhugi, stuðningur og jákvætt viðhorf í garð skólans, hefur greinileg áhrif á námsárangur og vellíðan barnanna í skól- anum. Mikill vilji er fyrir hendi í skólum bæjarins að auka og bæta þau samskipti og verið er að leita hinna ýmsu leiða. Þú sem foreldri ert að gera barninu þínu ómetanlegan greiða, með því að sýna vinnustað þess áhuga, kynnast vinum þess og foreldrum þeirra, og í leiðinni ertu að hafa jákvæð áhrif á önnur börn. Allt þetta leiðir til öruggari barna sem eru líklegri til að halda sig á beinu braut- inni, betri líðan þeirra sem leiðir jafnan til betri námsárangurs í skóla. Sá árangur er mjög háður ýmsum aðstæðum utan skóla. Þetta eru engin ný sannnindi og í raun sáraeinfalt og augljóst, en það tók mig t.d. svolítinn tíma að átta mig á þessu samhengi, og ég geri ráð fyrir að svo eigi einnig við um fleiri. Einfaldasta forvörn sem til er Það að foreldrar styrkji hvort annað í foreldrahlutverkinu, séu óhræddir við að hringja hvert í annað til að fá upplýs- ingar, tali saman um t.d. útivistartíma, afmæli, tölvunotkun, gsm síma, hjálma- notkun, og geri jafnvel með sér e.k. samkomulag um al- mennar reglur fyrir börnin sín er einfaldasta forvörn sem til er. Til eru dæmi að slíkum foreldrasamning á heimasíðu Heimilis og skóla www.heim- iliogskoli.is, og gefa foreldra- félögin í samstarfi við FFGÍR stuðning við að leggja slíkan samning fyrir meðal foreldra bekkja. Eins og vill vera taka ekki alltaf allir þátt í slíkum samskiptum og samkomu- lagi. En ef slíkt tenglsanet myndast meðal einhvers hóps, þá hefur það einnig jákvæð áhrif á önnur börn þó svo þeirra foreldrar standi fyrir utan það af einhverjum ástæðum. Þegar ég áttaði mig á þessu orsakasamhengi, að til að stuðla að betri líðan og náms- árangri barnanna okkar, halda þeim frá hinum ýmsu slæmu áhrifum, er eitt áhrifaríkasta tækið samvinna og samstarf foreldra, þ.e. að „foreldrar tali saman,“ þá fannst mér sjálfsagt að reyna að stuðla að því. Ég trúi því að í því sé fólginn stuðn- ingur fyrir mig og aðra í hinu flókna og krefjandi foreldrahlutverki. Bekkjarfulltrúar en ekki bingóstjórar Af þessum ástæðum er m.a. hlutverk bekkjarfulltrúa mikilvægt, því þeir eiga að stuðla að slíkum samskiptum og kynnum meðal foreldra. Í sumum til- fellum er á hinum fyrsta foreldrafundi vetrarins þegar búið að kjósa eða velja bekkjarfulltrúa en í öðrum tilfellum eru þeir kosnir eða valdir á slíkum fundum. Þó svo að kennarar hafi oft frumkvæði að því að bekkjarfulltrúar séu valdir til starfa, þá er mikilvægt að átta sig á því að þeir starfa í umboði foreldra bekkjar- ins, og á vegum foreldrafélags skólans. Á foreldrafélagið á að starfa sem bak- hjarl og stuðningur við bekkjarfulltrúa. En skilningur, samskipti og stuðningur kennara er einnig frumforsenda þess að bekkjarfulltrúastarf verði að veruleika, og mikilvægt að kennarar líti ekki á bekkjar- fulltrúa sem bingóstjóra eða pizzuveislu- stjóra. Margir bekkjarfulltrúar hafa svo- lítið staðnað í því hlutverki og hvorki foreldrar né kennarar hafa séð sér hag í slíku starfi. Aðrir foreldrar mæta jafnvel ekki á bekkjarsamkomur heldur líta á þær sem barnaskemmtun og láta bekkj- arfulltrúa bera ábyrgð á öllum krakka- hópnum, sem er ekki þeirra hlutverk heldur. Markmið bekkjarfulltrúa er að stuðla að samskiptum og kynnum innan foreldrahópsins, vera málsvari barnanna okkar, styðja við skólastarfið, og dreifa verkefnum meðal foreldra yfir veturinn t.d. um félagsstarf bekkjarins,vinahópa eða hvað sem hópurinn vill gera til að stuðla að góðum starfs- og félagsum- hverfi barna okkar. Vettvangur foreldra til áhrifa Skyldur foreldra til samstarfs við kennara og skóla eru fyrst og fremst við sitt barn, og bein samskipti foreldra og kennara nauðsynleg. Foreldrar eru svo ótrúlega fjölbreyttur hópur, og hreint ekki alltaf sammála, en við þurfum að vera óhrædd við að tala saman, skiptast á skoðunum og láta rödd okkar heyrast innan skóla- samfélagsins. Til þess eru foreldrafélögin og foreldraráðin góður vettvangur. Oft vill örla á ruglingi á ólíkum hlutverkum þessara tveggja fyrirbæra, en foreldra- ráð eru mikilvægur formlegur og lög- boðinn vettvangur foreldra til að koma skoðunum sínum á skólastarfi á fram- færi við skólastjórnendur grunnskóla. Í gegnum foreldraráð koma foreldrar skoð- unum sínum og ábendingum á framfæri við stjórn skólanna, varðandi innihald, áherslur og skipulag skólahalds. Hlutverk foreldrafélaga er ekki lögboðið heldur líkara frjálsum félagasamtökum. Helstu áherslur eru upplýsingamiðlun og fræðslustarf, stuðningur við skóla- starfið, efla tengsl heimila og skóla og samstarf og tengsl foreldra innbyrðis. Skilgreina má foreldrafélög sem skóla- málafélög, og einnig sem uppeldis-eða barnaræktarfélög. Foreldrar eru félags- menn í foreldrafélagi þann tíma sem þeir eiga börn í grunnskóla. Eitt af meginhlut- verkum foreldrafélaga er að hafa umsjón með bekkjarfulltrúum, veita þeim stuðn- ing og handleiðslu. Foreldrastarf er fjárfesting Markmiðið með foreldrastarfi er að stuðla að góðum uppeldisaðstæðum fyrir börnin okkar, auka forvarnir í víðasta skilningi gera góða hluti fyrir sitt eigið barn, nú og svo þegar það kemur í ljós að það hefur einnig jákvæð áhrif á öll hin, hvernig getur maður þá tapað? Það er ekki markmið í sjálfu sér að vera í skipulögðu foreldrastarfi, en það er góð leið til að ná þessum markmiðum því saman getum við áorkað svo miklu. Það kostar vissulega tíma, en það má líta á þann tíma sem mikilvæga fjárfestingu. Þú veist að þú ert að gera góða hluti, sem hafa áhrif þó það sé stundum ekki alveg greinilegt. Einnig hafa margir sem hafa tekið þátt í slíku starfi, talið sig hafa grætt mikið á því að kynnast skólanum á annan hátt, bæði nánari og jákvæðari. Maður „á“ miklu meira í honum en áður, og er mun hæfari til að mynda sér skoð- anir og taka afstöðu til ýmissa mála sem þar eiga sér stað. Við hjá FFGÍR hvetjum við alla foreldra til að tala við hvort annað, stuðla að sam- skiptum við kennara barna ykkar, skipta ykkur af skólamálum, taka þátt í bekkjar- fulltrúastarfi eða öðru foreldrastarfi sem í boði er í skóla barnsins ykkar. Nánari upplýsingar um starf okkar má finna á www.ffgir.is eða heimasíðum skólanna ykkar. Með góðri kveðju og ósk um farsælt skólaár. Ingibjörg Ólafsdóttir Verkefnastjóri FFGÍR, Foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykja- nesbæ ffgir@ffgir.is Í Heilsu m ið stöð inni að Hafnargötu 35 hafa þær Ragnhildur Ævarsdóttir og Guðrún Eyjólfsdóttir hafið störf sem Hómópatar. Þær út- skrifuðust í júní á þessu ári úr fjögurra ára námi við breskan hómópataskóla; The College of Practical Homoeopathy. Þær Ragnhildur og Guðrún segja hómópatíu mjög góða við alls konar kvillum, t.d. eyrna- bólgu, tennisolnboga, blöðrum á eggjastokkum, þunglyndi og mörg önnur mannanna mein. „Þetta er allt náttúrulegt, við notum jurtir úr náttúrunni og blómadropa og svo okkar frægu remedíur sem eru unnar úr jurta,- dýra,- og steinarík- inu. Rem ed íurn ar eru það mikið þynntar að ekki er hægt að tala um þær sem eiginlegt efni heldur hvata. Þær eru með öllu skaðlausar og valda ekki aukaverkunum. Helsti kostir hómópatíunnar er sá að hægt er að stuðla að betri líðan jafnvel þótt einkenni séu ekki vel skil- greind eða falli ekki undir tiltek- inn sjúkdóm. Hómopatar leitast gjarnan við að koma lífsorkunni í jafnvægi svo manneskjan sjálf geti náð heilsu á sinn eigin hátt,” sögðu þær Ragnhildur og Guð- rún í samtali við VF. Stofan er opin alla virka daga frá kl. 16 og er hægt að panta tíma í símum 661 9012 (Ragnhildur) og 899 0533 (Guðrún). Hómópatastofa opnuð við Hafnargötuna Hómópatarnir Ragnhildur og Guðrún leitast gjarnan við að koma lífsorkunni í jafnvægi. Foreldrar, tölum saman!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.