Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 30.01.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 -fréttir pósturu vf@vf.is UPPGJÖR & BÓKHALD Fast verð í launavinnslu Meðhöndlun launaupplýsinga er viðkvæmt mál og flækjurnar við útreikninga geta verið miklar. Settu launavinnsluna í traustar hendur fagfólks. Hafðu samband við Lilju í síma 545 6057 og fáðu fast verð í þína launaútreikninga. kpmg.is „Þetta er draumur sem við erum búnar að ganga með í mörg ár. Hafdís var búin að vera með stofu í þessum hluta Kjarnans og var bara ein þar. Svo stóð til að Álf- hildur nuddari kæmi og yrði með Hafdísi en af því varð ekki. Vorum búnar að pæla í þessu og leita að staðsetningu og féllum fyrir þessu strax þegar Bergþóra stakk upp á þessari staðsetningu og við féllum strax fyrir henni. Svo kom Guðbjörg inn í þetta og þá gátum við farið að gera tilboð og láta drauminn rætast,“ segir Ágústa Hildur Gizurardóttir, jógakenn- ari, jógaþerapisti og einn af stofn- endum fyrirtækis sem bjóða mun upp á fjölbreytta þjónustu margra aðila á einum stað. Ásamt Ágústu standa að þessu þær Hafdís Lúð- víksdóttir, snyrti- og förðunar- fræðingur, Álfhildur Guðlaugs- dóttir, heilsunuddari og Guð- björg Óskarsdóttir, hárgreiðslu- meistari og eigandi Fimra fingra. Blönduð þjónusta stórs hóps Stöllurnar fengu húsnæðið af- hent um áramótin og er heilmikið búið að gera síðan, m.a. setja upp tvo veggi og lagfæra aðeins her- bergin þar sem áður voru skrif- stofur Landsbankans. „Við erum komnar í Kjarna bæjarins, hér eru næg bílastæði og bæjarbúar þekkja bygginguna,“ segir Ágústa. Ferlið hafi gengið allt mjög vel, eftirspurn er mikil og eflaust hjálpi til að hægt er að nálgast þessa fjölbreyttu þjónustu á einum stað. „Það hefur stoppað mann þegar maður hefur ætlað að fara í einhvers konar þjón- ustu að þurfa að fá meðmæli með einhverjum og nálgast hann. Hér er þetta allt á einum stað og hægt að fá blandaða þjónustu og koma út sem ný manneskja,“ segir Ágústa og brosir. Vantar gott nafn á staðinn Þá verður jógasalurinn einnig nýttur og leigður úr fyrir fyrir- lestra, fundi og annað. Helgarnar verða nánast alveg lausar og flestöll kvöld. „Svo verðum við í samvinnu við Vocal um léttan hádegisverð og ætlum að vera með hráfæði. Það vantar slíkt hér á svæðið.“ Laugar- daginn 8. febrúar verður opnunar- hátíð staðarins og eina sem vantar núna er gott nafn á starfsemina. Hér með er auglýst eftir tillögum að nafni og verða glæsileg verðlaun í boði. Tillögurnar er hægt að koma á framfæri á Facebook síðunum „Jóga með Ágústu Gizurar“ eða „Carisma snyrtistofa“. n Sameinuðust með starfsemi sína í Kjarna: Fjölbreytt dekur á einum stað Aðalheiður Guðrún Halldórsdóttir naglafræðingur Linda Jósefsdóttir fótaaðgerðafræðingur Elsa Lára Arnardóttir sjúkranuddari Bjarnrún Tómasdóttir svæðanuddari Jóhanna Sigurjónsdóttir svæðanuddari og Pilates-kennari Margrét Magnúsdóttir regndropaþerapisti og svæðanuddari Dagbjört Magnúsdóttir heilari og hugleiðsla Bryndís Kjartansdóttir jógakennari Margrét Knútsdóttir meðgöngu- og krílajógakennari Lovísa Rut Ólafsdóttir jógakennari Carla Evans jógakennari Keilir útskrifaði 102 nem-endur af fimm brautum 24. janúar síðastliðinn og hafa þá í allt 1.709 nemendur útskrifast frá skólanum síðan hann hóf störf árið 2007. Útskrifaðir voru nem- endur af Háskólabrú, einkaþjálf- aranámi, flugumferðarstjórn, flugþjónustu og atvinnuflug- mannsnámi. Þau tímamót voru við þetta tæki- færi að þúsundasti nemandinn út- skrifaðist af Háskólabrú og féll sá heiður Valgerði Grétu Guðmunds- dóttur. Fékk hún viðurkenningu frá Keili. Þá útskrifaðist Andrés Magnús Vilhjálmsson frá Verk- og raunvísindadeild með hæstu ein- kunn Háskólabrúar til þessa eða 9,56 í meðaleinkunn, og var hann jafnframt dúx. Aðrir dúxar voru sem hér segir: Jakob Þór Eiríksson í flugumferðar- stjórn með 8,94 í einkunn, Jónas Hallgrímsson í atvinnuflugmanns- námi með 8,52 og Svana Ósk Jóns- dóttir af flugþjónustubraut með 9,57 í meðaleinkunn. Icelandair, Flugfélag Íslands, ISAVIA og Ís- landsbanki veittu dúxum deild- anna viðurkenningar. Hjálmar Árnason framkvæmda- stjóri Keilis flutti ávarp og Valdimar Guðmundsson flutti tónlistarat- riði ásamt Björgvini Ívari Baldurs- syni gítarleikara. Ræðu útskriftar- nema fyrir hönd Flugakademíu Keilis flutti Bylgja Sif Árnadóttir nemandi í flugumferðastjórn, og Hilmar Bjarnason fyrir hönd Há- skólabrúar. Árni Sigfússon, stjórnarformaður Keilis og bæjarstjóri í Reykjanesbæ, heiðraði þúsundasta útskrifaða nemandann á Háskólabrú. Útskriftin fór fram að viðstöddu fjölmenni í Andrews leikhúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þúsundasti nemandinn útskrifaður af Háskólabrú Keilis Árni Sigfússon stjórnarformaður Keilis, Andrés Magnús Vilhjálmsson frá Verk- og raunvísindadeild með hæstu einkunn Háskólabrúar til þessa eða 9,56 í meðaleinkunn, og var hann jafnframt dúx, Valgerður Gréta Guð- mundsdóttir, sem er nemandi nr. 1000 frá Háskólabrú og Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Útskriftarhópurinn sem var útskrifaður frá Keili sl. föstudag. Mynd: Oddgeir Karlsson Guðbjörg, Ágústa, Álfhildur og Hafdís.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.