Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 30.01.2014, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 ATVINNA HLJÓMAHÖLLIN STARFSMAÐUR Í MÓTTÖKU/AFGREIÐSLU HLJÓMAHALLAR Hljómahöll óskar e ir því að ráða starfsmann í móöku/afgreiðslu Hljómahallar/Rokksafns Íslands.   Starfsmaður í móöku/afgreiðslu Rokksafnsins er ábyrgur fyrir fagmann- legri móöku gesta sem koma í safnið og að þeir fari ánægðir og margs vísari um Rokksögu Íslands en þegar þeir komu. Verksvið • Móaka einstaklinga og hópa sem koma í Rokksafn Íslands • Miðasala og upplýsingagjöf til gesta • A‹ending og kennsla á snjalltæki, sem eru hluti af safninu, og e irlit með að þeim sé skilað að notkun lokinni • Símsvörun og upplýsingagjöf ásamt móöku pantana • Afgreiðsla og sala veitinga í samráði við umsjónarmann veitinga Hljómahallar • Afgreiðsla og sala minjagripa og annars varnings sem kann að verða seldur í Rokksafninu • Önnur störf í samráði við framkvæmdastjóra og umsjónarmann veitinga Hæfniskröfur • Rík þjónustulund • Mjög góð íslensku og enskukunnáa. Færni í fleiri tungumálum kostur. • Áhugi og þekking á sögu íslenskrar popp- og rokktónlistar. • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð • Mjög góð tölvukunnáta • Reynsla af kassauppgjöri æskileg Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vef Reykjanesbæjar UMSJÓNARMAÐUR VEITINGA Í HLJÓMAHÖLL Hljómahöll óskar e ir því að ráða umsjónarmann veitinga. Umsjónarmaður veitinga Hljómahallar er ábyrgur fyrir allri veitingaþjónustu í húsinu s.s. vínveitingum, aðkeyptri vöru og þjónustu, e irliti og samskiptum við utanaðkomandi veitingamenn auk e irlits og umsjónar með tengdum tækjum, búnaði og húsgögnum Hljóma- hallar. Um fullt starf er að ræða. Verksvið • Umsjón og e irlit með allri veitingaþjónustu í húsinu við hin ýmsu tækifæri • Umsjón og e irlit með eldhústækjum, húsgögnum, borðbúnaði og öðrum tengdum búnaði • Viðvera þegar boðið er upp á veitingar í húsinu • Samskipti, ráðgjöf og aðstoð við leigutaka við undirbúning viðburða • Samskipti við veitingamenn sem koma í húsið og starfsfólk þeirra • Ráðningar, mönnun og stjórnun þjónustufólks Hljómahallar • Umsjón með eigin veitingasölu hússins við almenna viðburði • Uppröðun og undirbúningur sala og húsbúnaðar í samvinnu við sviðs- og tæknistjóra • Móaka hópa og þjónusta Hæfniskröfur • Menntun eða mikil reynsla sem nýtist í starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar n.k.  Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vef Reykjanes- bæjar. Umsóknum um störfin þurfa að fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í það sem starf sem só er um. Nánari upplýsingar veitir Tómas Young (tomas@hljomaholl.is), framkvæmdastjóri Hljómahallar. Hljómahöll er ný menningarmiðstöð í Reykjanesbæ sem er ætlað að vera máarstólpi menningarlífs á Reykjanesi. Finnar leggja til tvær björg-unarþyrlur sem geta verið til aðstoðar Landhelgisgæslunni í leitar- og björgunarverkefnum á meðan æfingin „Iceland Air Meet 2014“ fer fram hér á landi. Þyrl- urnar komu með flutningaskipi til hafnar í Helguvík í gær og voru Víkurfréttir á staðnum og smelltu af myndum. Eins og Víkurfréttir hafa áður fjallað um stendur nú yfir fjölþættur undirbúningur fyrir æfinguna sem mun fara fram samhliða loftrýmis- gæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Gert er ráð fyrir að samtals verði um að ræða 300 liðsmenn frá þjóðunum og um 20 flugvélar á landinu vegna æfingarinnar. Æfingin þjónar m.a. þeim til- gangi að þjálfa þjóðirnar í að flytja mannafla og búnað til björgunar- starfa fjarri heimahögum og ís- lenska samstarfsaðila í að taka á móti og þjónusta svo fjölmennt björgunarlið. Hún verður að þessu sinni í umsjón flugsveitar norska flughersins. Sænskar og finnskar flugsveitir taka þátt í æfingunni auk Norðmanna. n Styttist óðum í „Iceland Air Meet 2014“: Finnsku björgunar- þyrlurnar komnar -fréttir pósturu vf@vf.is „Ég læt ekkert stöðva mig,“ s e g i r M a r í a Ósk Kjartans- dóttir, einstæð m ó ð i r s e m er búin að fá f i m m h e i l a - blæðingar. Þá síðustu fékk hún 12. október í fyrra. María Ósk stendur fyrir tónleikum í Norðurljósasal Hörpu 9. febrúar n.k. og mun hagnaður af tónleikunum renna til rannsókna á arfgengri heila- blæðingu. Margir landsþekktir tónlistar- menn munu koma fram, m.a. Kaleo, Bubbi Morthens, Einar Ágúst, Þórunn Antonía, Einar Ágúst, Lögreglukórinn og svo verður atriði frá Verslunarskóla Íslands. Kynnir verður Auðunn Blöndal. Aðgangseyrir er kr. 3900 og hægt er að nálgast miða á miði. is. Einnig með barnaskemmtum Klukkan 14:00 til sama dag verður barnaskemmtun í sama sal þar sem m.a. munu koma fram Íþróttaálfurinn, Solla stirða, Frið- rik Dór og töframaðurinn Einar Mikael. - Nánar á vf.is n Tónleikar til styrktar rannsóknum á arfgengri heilablæðingu: Hefur fulla trú á að fylla salinn Kristjana Henný Axelsdóttir hefur verið ráðin nýr þjálfunarstjóri bóklegrar deildar Flugakademíu Keilis og tekur hún við starfinu af Ír- isi Erlu Thorarensen sem hefur verið ráðin til Icelandair. Einnig hafa Guð- leifur Árnason, Gunnar Thoraren- sen, Søren Bendixen, Robin Farago og Michael Dencker Lauritzen verið ráðnir til kennslu við skólann. Kemur það til bæði vegna aukinna umsvifa í flugkennslu og sökum þess að fjöldi kennara og starfsmanna skólans hafa undanfarið verið ráðnir til starfa við flugfélög bæði hérlendis og erlendis. Þá hafa einnig fjölmargir útskrifaðir nemendur úr atvinnuflugmanns- námi Keilis verið ráðnir til starfa sem flugmenn á undanförnum misserum. Samkvæmt Tómasi Beck, skólastjóra Flugakademíu Keilis er erfitt að sjá á eftir svona mörgum góðum starfs- mönnum, en engu að síður ánægjulegt að svona margir aðilar sem tengjast skólanum hafi fengið draumastarfið sem atvinnuflugmenn. Það sé stað- festing á því að þeir aðilar sem leggja stund á flugnám og starfa hjá Keili séu eftirsóknarverðir starfskraftar í flug- heiminum. Á síðasta ári voru 4.250 skráðir flug- tímar hjá Flugakademíu Keilis og eru líkur á að sá tímafjöldi verði enn meiri á þessu ári, enda mikil ásókn í flugnám hjá Keili bæði meðal innlendra og er- lendra nemenda. Þess má geta að fullt er í atvinnuflugmannsnám við skólann á vorönn 2014. NEMENDUR OG STARFS- FÓLK KEILIS EFTIRSÓTTIR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.