Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.09.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.09.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 18. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 -viðtal pósturu olgabjort@vf.is vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Vocal Restaurant leitar af jákvæðu og metnaðarfullum liðsmönnum til 100% starfa í veitingasal. Mikilvægt er að umsækjendur séu stundvísir, reglusamir og agaðir í star en jaframt sveigjanlegir. Hægt er að senda umsókn og fyrirspurnir á Elínu Boggu veitingastjóra Vocal á netfangið elinb@icehotels.is Hefur þú áhuga á að vinna í skemmtilegu umhver „Karlakór Keflavíkur hefur jafn- an starfsár sitt við undirbúning Ljósanætur. Þá hittumst við karlarnir og og dustum rykið af söngröddunum,“ segir Þorvarður Guðmundsson, sem tók við sem formaður karlakórsins í sumar. Þorvarður hefur sungið með kórnum meira og minna frá því að hann flutti aftur heim fyrir sex árum. Áður söng hann með karla- kórnum Lóuþrælum í Húnaþingi vestra og var líka formaður hans á tímabili. Opnar æfingar Karlakór Keflavíkur söng tvisvar á Ljósanótt; fyrst við opnun ljós- myndasýningar Jóns Tómassonar, en Jón var stofnfélagi karlakórsins og fyrsti formaður hans. Síðan söng kórinn samkvæmt hefðinni í Bíósal á laugardeginum. „Við ætlum að byrja vetrarstarfið að þessu sinni á því að halda svokallaðar opnar æfingar þar sem við bjóðum nýja söngmenn sérstaklega velkomna. Æfing var mánudagskvöldið 15. september og verður aftur fimmtu- dagskvöldið 18. september í Karla- kórshúsinu á Vesturbraut. Æfingar hefjast kl. 19:30. Þá ætlum við að syngja ýmis lög sem kórinn hefur verið með á söngskrá sinni í gegnum tíðina,“ segir Þorvarður. Fjölmennt kóramót framundan Að jafnaði eru um 30 karlar sem stunda kóræfingarnar en hópinn langar til að verða svolítið fjöl- mennari og þá sérstaklega í ljósi þeirra verkefna sem eru fram- undan. „Haustið 2015 ætlar kórinn að halda Kötlumótið sem er kóra- mót sunnlenskra karlakóra og þá eigum við von á fjölda kóra hingað á svæðið og höldum m.a. sameigin- lega tónleika þar sem við syngjum í um 600 manna kór.“ Guðlaugur Viktorsson tók aftur við sem kór- stjóri í haust eftir tveggja ára nám í Danmörku. Þorvarður segir Guð- laug hafa ýmsar skemmtilegar hug- myndir fyrir Kötlumótið sem von- andi geti orðið að veruleika. „Að vera í karlakór snýst ekki bara um söng heldur er þetta heilmikið fé- lagsstarf líka. Við höldum punga- kvöld á haustmánuðum, árshátíð, förum í ferðir og höldum stuðkvöld með óvæntum uppákomum. Þá förum við í æfingabúðir þar sem við undirbúum jólatónleikana, vortónleikana og fjölmargt fleira,“ segir Þorvarður og hvetur alla karla sem hafa gaman af því að syngja að kíkja á æfingu. ■■ Starfsárið hafið hjá Karlakór Keflavíkur: Vilja fleiri raddir í kórinn Að vera í karlakór snýst ekki bara um söng heldur er þetta heil- mikið félags- starf líka Stærsta sjávarútvegssýning á norðurslóðum! Hafið samband við sýningarstjórnina í síma +44 132 982 5335 eða í netfanginu info@icefish.is Fyrsta íslenska sjávarútvegsráðstefnan verður haldin þann 25. september á vegum Matís og ríkisstjórnar Íslands og hana verða allir að sækja sem vilja hámarka arðsemi af vinnslu sjávarafurða. Fá sæti eru í boði svo ekki slá því á frest að bóka þátttöku á netinu. Þar er fjallað um allar hliðar fiskveiða í atvinnuskyni, allt frá fiskileit og veiðum, vinnslu og pökkun til markaðssetningar og dreifingar á fullunninni vöru til neytenda. Hafið samband við sýningarstjórnina í síma +44 132 982 5335 eða í netfanginu info@icefish.is www.icefish.is / www.icefishconference.com Smáranum í Kópavogi dagana 25. - 27. september 11. 20 14íslenska Organiser Official International publication Official airline/air cargo handler & hotel chain Official Logistics Company Official Icelandic publication Icefish 2014 Advert 140x90_Icefish A4 15/09/2014 14:23 Page 1 Eins og Víkurfréttir hafa greint frá í vikunni er aukin virkni við Gunnuhver á Reykjanesi og þurfti lögreglan að loka öðrum útsýnispallinum á hverasvæðinu vegna hættuástands sem þar skapaðist um tíma. Leir þeyttist marga metra í loft upp úr sjóðandi hver og mikil gufa steig einnig upp úr hvernum. Fjallað var um málið víða í fjölmiðlum í kjölfarið og Gunnuhver komst ærlega og verðskuldað á kortið. Þegar slík náttúrundur láta á sér kræla, og ekki er útlit fyrir að hætta sé á ferðum, laða þau að sér forvitna ferðamenn og gesti. „Svæðið er lifandi þessa dagana og við höfum orðið vör við meiri áhuga á því. Við erum að sjá hérna mikinn fjölda ferðamanna og gesta sem eru að koma til að sjá og upplifa hvað er að gerast,“ segir Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri hjá Heklunni, í viðtali í nýjasta þætti Sjón- varps Víkurfrétta. Í tengslum við ferðaþjónustu á Reykja- nesi sé Gunnuhver er hluti af heildinni sem verið er að skapa með Reykjanes Jarðvang. Oft hefur verið lögð á það áhersla að líta sér nær og skoða og upplifa það sem náttúran hefur upp á að bjóða í nærum- hverfinu. Markaðsstofur landshlutanna hafa í samvinnu við Ferðamálastofu ráðist í átak sem ber yfirskriftina „Í ferðahug“ þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast um landið, upplifa og njóta. Framleidd verða nokkur mynd- bönd í vetur með mismunandi þemum sem deilt verður á samfélagsmiðlum og þau tengd við þá vöru/þjónustu sem fyrirtæki bjóða upp á. Nú er komið að okkur Reyknesingum að skella okkur í bíl- túr, rútuferð, hjólaferð eða göngu um okkar svæði, vera stolt af því og vekja á því athygli með aðstoð tækninnar. Þess á meðal er náttúruperla eins og Gunnuhver - okkar eigin Geysir. Okkar eigin Geysir -ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.