Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.09.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 18.09.2014, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. september 2014 13 Vænleg haustuppskera Haustið er yndislegur tími þar sem matvörubúðirnar fyllast af brakandi fersku grænmeti og við fáum að njóta þess besta úr íslenskri ræktun fram eftir hausti. Það er góð til- finning að vita til þess að skáparnir á heimilinu séu fullir af góðgæti eftir ríkulega uppskeru sumarsins og nú er búið að fylla frystikistuna af villtum laxi, rabbabara, íslenskum bláberjum, krækiberjum, sól- berjum, grænu káli og kryddjurtum til að eiga fyrir veturinn. Þess utan er maður búin að taka upp kart- öflur, gulrætur og rauðrófur sem eiga eftir að nýtast vel ofan í heimilisfólkið næstu daga. Svona til að gefa ykkur smá innsýn í það hvernig ég ætla mér að nýta allt þetta flotta hráefni þá ætla ég t.d. að vera dugleg að nota rabbabarann í sultur, grauta og eftirrétti, nota berin í sultur, múffur, hristinga og út á hafragrautinn og skyrið. Svo frysti ég grænkál og kryddjurtir eins og piparmyntu ýmist í plastpoka eða mauka fyrst og set í klakabox og nota í holla hristinga og jafnvel súpur. Læt fylgja með tvær myndir sem sýna smá brot af uppskerunni. Mér hefur fundist það mjög áberandi undanfarin misseri hvað fólk er orðið duglegt að rækta sitt eigið grænmeti og eins vaxandi áhugi fólks á berjatínslu og nýtingu náttúrunnar í ýmsu formi. Vonandi heldur þessi þróun áfram og að hér muni rísa heilu gróðurhúsin í framtíðinni og við ræktað mikið af grænmetinu okkar sjálf með hreina vatninu okkar, jarðhitanum og tæra súrefninu sem við búum að á þessu fallega landi., hver veit... Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.instagram.com/asdisgrasa www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR -fs-ingur vikunnar Helsti kostur við FS? Bara frábært félagslíf í þessu skóla. Hjúskaparstaða? Er á föstu. Hvað hræðistu mest? Hræðist mest snáka og köngulær. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Líklegasti Fs-ingurinn er Una Margrét hún er bara mjög gáfuð manneskja, geðveik í fótbolta enda æfir þessi stúlka með u-16 ára liðinu! Hver er fyndnastur í skólanum? Fyndnastur sem ég þekki er hann Nemanja Latinovic! Hvað sástu síðast í bíó? Sá seinast Lucy, hún var alveg mjög fín. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Vantar ekkert i mötuneytið það er frábært eins og það er. Hver er þinn helsti galli? Helsti galli minn er sá að ég er mjög fljótur að gleyma. Hvað er heitasta parið í skólanum? Heitasta parið verð ég að segja Una Margrét og Sebastian Klu- kowski. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Myndi vilja að tímarnir væru styttri alltof lengi að líða tímarnir. Áttu þér viðurnefni? Er oftast kallaður Addi. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Orðið er fuck her right in da pussy. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Félagslífið er fràbært. Áhugamál? Áhugamálið er bara fótbolti. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Stefnan er að verða atvinnu- maður í fótbolta. Ertu að vinna með skóla? Er ekki í neinni vinnu. Hver er best klædd/ur í FS? Best klæddur er Knútur Guð- mundsson og best klædd er Lijridona Osmani. Eftirlætis Eftirlætiskennarinn: Væri Veska enskukennari. Sjónvarpsþáttur: Family guy og Breaking bad! Kvikmynd: Uppáhaldskvikmyndir minar eru Haunted House og Predators. Hljómsveit: Maroon 5. Tónlistarmaður: Frank Ocean klárlega. Leikari: Wesley Snipes! Vefsíður: facebook og instagram. Flíkin: Uppáhaldsflíkin verður að vera obey peysan. Skyndibiti: Auðvitað KFC. Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Verður að vera Justin Bieber all bad/guilty. Er fljótur að gleyma FS-ingur vikunnar að þessu sinni er Garðbúinn Arnar Tha-nachit Phutthang. Hann er 16 ára og stundar nám á af-reksíþróttabraut við skólann. Hann fluttist til Íslands frá Tælandi þegar hann var tveggja ára gamall. Fótbolti er hans helsta áhugamál en hann stefnir á atvinnumennsku í greininni í framtíðinni. póstur u pop@vf.is Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN -mannlíf pósturu vf@vf.is „Sumir verða fúlir ef þeir eru ekki teknir fyrir og aðrir verða fúlir ef þeir eru teknir fyrir. Þetta er alltaf voðalega skemmtilegt og við köllum núna eftir fólki 18 ára og eldra til þess að vera með. Við viljum hafa aldursbilið sem breiðast og bjóðum gamla félaga sérstaklega velkomna til að rifja upp gamla takta. Einnig þarf fólk í förðun, búninga, sviðsvinnu, miðasölu og allt mögulegt,“ segir Guðný Kristjánsdóttir hjá Leik- félagi Keflavíkur. Taka fyrir kjörtímabilið 2010-2014 „Fyrstu revíur leikfélagsins samdi Ómar Jóhannsson heitinn úr Garð- inum og núna eru innan-félags- menn sem semja verkið. Það lofar mjög góðu. Vinnheitið er Með ryk í auga en okkur líst vel á það vegna þess að það er grípandi. Við munum rifja upp ljúfar og sárar uppákomur allavega síðustu fjög- urra ára; taka kjörtímabilið fyrir þótt ekki sé bara gert grín að pól- itíkusum,“ segir Guðný en bætir við að ekki verði bara einblínt á Suðurnesin heldur verður dálítið endurspeglað það sem er að gerast í samfélaginu. „Við erum með frá- bæran leikstjóra, Hjálmar Hjálm- arsson, sem ekki hefur unnið með okkur áður en er alvanur svona vinnu í áramótaskaupi og slíku. Við bindum miklar vonir við að hann skili góðu verki. Svo er auðvitað söngur og skemmtilegar sögur á milli annarra leikþátta.“ Fyrsti samlestur í kvöld Guðný segir revíur hafa haldið leik- félaginu á floti í gegnum tíðina því allir komi að sjá þær, hvort sem þeir eru teknir fyrir eða ekki. 25 ár eru síðan fyrsta revía leikfélagsins var sett upp í sögufræga Félagsbíói, en revíur eru jafnan settar upp á fjögurra ára fresti hjá félaginu. Kynningarfundur verður í Frum- leikhúsinu í kvöld kl. 20:00, þar sem leikarinn Hjálmar Hjálmars- son verður með hraðnámskeið í revíuleik ásamt höfundum verks- ins. „Þá verður einnig fyrsti sam- lestur revíunnar og tilvalið fyrir fólk að koma og hlusta hvort það smellpassi ekki í einhver hlutverk. Við tökum mjög vel á móti öllum,“ segir Guðný að lokum. ■■ Ný revía í undibúningi hjá Leikfélagi Keflavíkur: „Með ryk í auga“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.