Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.09.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 18.09.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 18. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 Það ríkir mikil spenna í her-búðum Njarðvíkinga og Sandgerðinga þessa dagana, en bæði liðin eiga á hættu að falla úr 2. deildinni í knattspyrnu. Bæði lið hafa 21 stig í deildinni en Reynismenn eru í fallsæti á lak- ari markatölu en grannar þeirra. Bæði lið geta fallið en sigri þau bæði leiki sína á laugardag geta þau tryggt sér áframhaldandi sæti í deildinni. Sandgerðingar leika á heimavelli gegn toppliði Fjarðarbyggðar sem er þegar búið að tryggja sér sigur í deildinni. Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 3-2 sigri Fjarðarbyggðar fyrir austan. „Þetta er leikur sem sker úr um það hvort við höldum okkur uppi eða höldum í ný verkefni. Það er allt lagt undir og við ætlum að selja okkur dýrt,“ segir Ari Gylfa- son sem tók við sem formaður hjá Reyni fyrr í sumar. Hann segist vera þokkalega sáttur við spila- mennski liðsins í sumar en úrslitin hafi hins vegar látið á sér standa. Of stórir klúbbar til þess að falla „Það sem þú ert að gera í leikjum og það sem þú færð aftur á móti út úr þeim helst ekki alltaf í hendur. Við höfum fundið fyrir því. Við erum að gera fína hluti og það virð- ist vera að þjálfarinn sé með góða stefnu. Ég er mjög sáttur við það þó svo að við séum í þessari stöðu.“ Ari er bjartsýnn fyrir laugardeg- inum. „Mér finnst jákvæðar blikur vera á lofti og jákvætt andrúmsloft hjá Sandgerðingum og þeim sem standa að þessu hérna hjá Reyni. Það eru góðir straumar í bænum“ Er það einhver heimsendir fyrir Reynismenn ef þeira leika í 3. deild að ári? Nei. Svo ég tali fyrir hönd stjórnarinnar þá höfum við verið að meta stöðuna. Í okkar plönum þá breytir það í sjálfu sér ekki miklu hvort við leikum í 2. eða 3. deild. Framtíðarsýnin er sú sama,“ segir Ari. Hann segir að byggja eigi upp á heimamönnum og efla barna- og unglingastarfið. Ari skorar á Sandgerðinga að mæta og styðja við liðið og þá sem hafa lagt mikið á sig í sumar. „Það væri gaman að fá hjálp við að stíga síð- asta skrefið og mynda baráttuanda sem skilar okkur þremur stigum í hús.“ „Við sem stöndum að fótboltanum á Suðurnesjum viljum alls ekki að þessi lið falli. Þetta eru alltof stórir klúbbar til þess að leika í 3. deild, með fullri viðringu fyrir henni. Það væri sætt ef félagar okkar í Njarðvík myndu líka koma sér upp úr þess- ari krísu. Kaflaskipt sumar hjá Njarðvíkingum Njarðvíkingar fara til Seyðisfjarðar og leika gegn liði Hugins. Huginn er í fjórða sæti deildarinnar og í góðum málum fyrir lokaumferð- ina. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á Njarðtaksvelli. „Það er virkilega spennandi umferð fram- undan. Það er nokkuð þægilegt að örlögin eru í okkar höndum; sigur og þá erum við uppi,“ segir þjálfari Njarðvíkinga Guðmundur Stein- arsson. „Það er töluvert öðruvísi að vera í þessari stöðu sem þjálfari heldur en leikmaður, ég viðurkenni að þetta er meira stress“ segir Guð- mundur sem hefur áður glímt við falldrauginn með Keflvíkingum. „Þetta er auðvitað það sem fótbolti snýst um, að það sé verið að spila leiki sem skipta máli. Þó svo að við hefðum viljað vera að spila um það að komast upp um deild frekar. Svona leikir fara líka inn á reynslu- bankann.“ Njarðvíkingar hafa leikið tals- vert betur síðari hluta tímabilsins og mætti í raun tala um tvö mis- munandi lið fyrri og seinni hluta sumars. Í seinni umferð hefur liðið halað inn 16 af 21 stigi liðsins „Það er eitthvað sem verður að fara ofan í saumana á. Ég held að þeir strákar sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki hafi bætt sína framistöðu eftir því sem liðið hefur á sumarið og það hafi verið lykillinn að breyttu gengi. Þjálfara- teymið hefur svo verið að hitta á rétta blöndu sem er að skila okkur stigum, það hefði verið kærkomið að hitta á þá blöndu aðeins fyrr, þá hefðum við kannski ekki í þessari baráttu,“ segir þjálfarinn. Síðasti leikur var ákveðin vonbrigði en þá gerðu Njarðvíkingar jafntefli gegn KF á heimaveli sínum. „Það hefði verið frábært að fylgja eftir góðum sigri á Gróttu en við náðum þó stigi sem skilar smá forskoti á Reyni og Völsung.“ Guðmundur segist ekki vera búinn að hugsa út í það að Njarðvíkingar falli í 3. deild. „Við þurfum að setj- ast niður og ræða málin eftir tíma- bil sama hvernig fer. Við þurfum að finna út úr ýmsum hlutum svo við séum ekki að fara að feta sömu braut á næsta ári.“ -íþróttir pósturu eythor@vf.is TIL LEIGU Til leigu raðhús m/bílskúr í Innri Njarðvík samtals 134m2 Uppl. í síma 778 3000 (Tómas) Til leigu eða sölu í Keflavík nýuppgerð 50m2 íbúð á jarð- hæð með 22m2 palli. Uppl í síma 891-6768 130m2 iðnaðarhúsnæði við Hólm- bergsbraut, 5. metra lofthæð góðar innkeyrsludyr. Hagstæð leiga. Upplýsingar í síma  820 2206. AFMÆLI Elsku karlinn okkar verður 60 ára þann 18. september nk. Innilega til hamingju með þennan stóra áfanga. Við elskum þig mikið, þín famelíós. Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar Víðismenn kláruðu tímabilið með stórsigri XuLokaumferð 3. deildar karla í knattspyrnu fór fram á laugardag, þar sem Víðir sigraði KFR 4-0 á heimavelli sínum. Mörk Víðis í leiknum skoruðu þeir Tómas Pálmason, Ísak Örn Þórðar- son og Einar Karl Vilhjálmsson. Eitt markana var svo sjálfsmark. Víðir endaði í 4. sæti í deildinni þetta árið með 25 stig, en deildin var afar jöfn. Tómas Pálsson var markahæstur Víðismanna í sumar en hann skoraði 11 mörk í 16 leikjum. Grindvíkingar unnu Stólana örugglega XuGrindvíkingar unnu öruggan 0-3 sigur gegn Tindastóli í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Juraj Grizelj skoraði tvö mörk í leiknum en Alex Freyr Hilmarsson eitt fyrir Grindavík. Eftir sigur- inn sitja Grindvíkingar í fimmta sæti deildarinnar þegar aðeins ein umferð er eftir. Síðasti leikur sum- arsins er þann 20. september gegn Selfossi á Grindavíkurvelli. Samúel Kári skoraði tvö mörk í sigri gegn Stoke XuM i ð j u m a ð u r i n n e f n i l e g i Samúel Kári Friðjónsson skoraði bæði mörk varaliðs Reading þegar liðið lagði Stoke um helgina 2-1. Við greindum frá því á dögunum að Samúel hefði verið iðinn við markaskorun á undirbúnings- tímabilinu. Hann hefur tekið það form með sér inn í tímabilið, en þetta var fyrsti sigur liðsins á tíma- bilinu. Sjóðandi Suður- nesjamaður í Svíþjóð XuArnór skoraði eitt og lagði upp tvö mörk í sigri Enn og aftur var Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason á skots- kónum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, þegar lið hans Norrköping lagði lið IF Brommapojkarna 3-1. Arnór lét sér ekki nægja að skora eitt mark í leiknum heldur lagði hann upp hin tvö. Arnór skoraði einnig í síðasta leik liðsins en þá var leikið í bikarnum. Arnór hefur skorað fjögur mörk og lagt önnur upp fjögur í deild og bikar það sem af er tímabili, en hann missti af byrjun móts vegna meiðsla, en er óðum að ná sér á strik. Daníel Leó á leið til Noregs XuGrindvíski knattspyrnumaður- inn Daníel Leó Grétarsson er á leið til reynslu hjá norska úrvals- deildarliðinu Aalesund á næstu dögum. Hinn 19 ára gamli varnar- maður hefur átt fast sæti í Grinda- víkurlðinu undanfarin tvö ár, en hann hefur spilað 21 leik í 1. deild í ár og skorað eitt mark. Daníel hefur leikið 10 leiki með U19 liði Íslands og var kjörinn efnilegasti leikmaður Grindavíkur í fyrra. Aalesund er sem stendur í 11. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Öflugir fulltrúar Suðurnesja: Kristmundur og Ingibjörg Erla á Evrópumót XuKritstmundur Gíslason og Ingi- björg Erla Grétarsdóttir munu keppa á EM-21 í taekwondo sem haldið verður í Austurríki eftir tvær vikur. Með þeim í för er Mei- sam Rafiei afreksmaður og lands- liðsþjálfari í taekwondo. Sigri Suðurnesjaliðin tolla þau uppi -Háspenna lífshætta á laugardag í 2. deild karla í knattspyrnu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.