Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2015, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 12.03.2015, Blaðsíða 22
22 fimmtudagurinn 12. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR Hver er þín fyrsta minning í körfubolta? Ég byrjaði að æfa körfu þegar ég var 12 eða 13 ára gömul. Fyrsta minning var þegar ég var ný- byrjuð að æfa körfubolta. Þá var ég að keppa og var ein undir eigin körfu og fannst tilvalið að kasta boltanum í körfuna en skýringin kom fljótlega í ljós hvers vegna það reyndist svo auðvelt að skora þar sem ég var að skora körfu hjá mínu eigin liði, frekar neyðarlegt. Hver var fyrsti áhrifavaldurinn í körfuboltanum og hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Fyrsti þjálfarinn minn var að mig minnir Unndór Sigurðsson en hann þjálfaði okkur ‘85 árganginn í Grindavík í mörg ár. Rut Ragnars- dóttir, æskuvinkona mín, dró mig með sér á körfuboltaæfingu. Þá höfðum við verið nokkur sumur að leika okkur í körfubolta og þann- ig kviknaði áhuginn. Einnig var Benedikt Guðmundsson að kenna íþróttir í skólanum og ég minnist þess þegar hann spurði mig hvort ég ætlaði ekki að fara að æfa körfu- bolta, tók ég því sem hrósi þar sem hann var á þeim tíma að þjálfa meistaraflokk karla í körfubolta. Hvernig finnst þér best að gíra þig upp fyrir leiki? Einhver sérstök rútína sem þú ferð í gegnum? Mér finnst best að fá að vera ein í hálftíma út af fyrir mig á leikdegi og fer ég þá oftast í yoga heima. Nú áttirðu sjálf mjög góðan leik í bikarúrslitaleiknum og settir tóninn fyrir allt liðið með mik- illi baráttu og varnarvinnu sem smitaði útfrá sér til liðsins og svo varstu að finna þig vel í sókninni líka. Fannstu það á þér þegar þú reimaðir á þig skóna í klefanum að þetta yrði þinn dagur? Þegar við tryggðum okkur inn í úrslitin kom ekki neitt annað til greina en að spila til sigurs. Þetta var okkar dagur. Öðruvísi að hafa systurina í liðinu Nú hafið þið Sverrir Þór (þjálf- ari) landað bikarmeistaratitli áður í öðru liði þegar þið voruð hjá Njarðvík. Hvernig hefur ykkar samband verið í gegnum körfu- boltann og hvernig sérðu hann sem þjálfara? Sverrir er metnaðarfullur þjálfari sem hefur náð góðum árangri á sínum þjálfaraferli. Hann kemur fram við leikmenn sína sem jafn- ingja en samt sem áður heldur hann góðum aga. Hann hefur trú á leikmönnum sínum og hefur góð áhrif á sjálfstraust leikmanna inni á vellinum. Ofan á það er hann fjölskyldumaður og hefur mikinn skilning á því að ég er tveggja barna móðir og að sambýlismaður minn æfir einnig körfubolta einmitt undir hans stjórn, en samstarf okkar hefur verið mjög gott. Hver nig berðu saman þennan bikarmeistaratitil við aðra titla sem þú hefur unnið? Þessi nýjasti var öruvísi að því leiti að Hrund l it la systir var í liðinu, þ a ð v a r mj ö g skemmtilegt þar sem maður veit ekki hvað maður á eftir í boltanum. Þessi með Njarð- vík var annars jafn sætur, þar kynntist ég fullt a f y nd i s l e g u m stelpum og fólki sem ég er þakk- lát fyrir. Hann er mjög eftirminni- legur þ ar s em hann var sá fyrsti í sögu Njarðvíkur o g s t u ð n i n g s - mennirnir stóðu svo þétt við bakið á okkur. Svo er það sá elsti með Grindavík, hann var skemmti- legur að því leyti að þar unnum við stelpurnar saman, ‘85 árgangurinn í Grindavík ásamt fleiri góðum leikmönnum. Það var einnig fyrsti bikarmeistaratitill Grindavíkur. Er einhver ástæða fyrir því að þið hafið verið að spila undir getu og telur þú að bikarleikurinn eigi eftir að gefa liðinu aukið sjálfs- traust fyrir komandi átök í deild- inni? Já við erum með svakalega góðar stelpur í okkar liði og ég þakk- lát fyrir að fólkið sem kemur að Grindavíkurliðinu hafi haldið vel utan um liðið og sýnt mikinn metnað og náð í eldri og reyndari leikmenn. Við höfum jú verið að spila undir getu og teljum við það vera vegna þess að liðsheildin er ekki að njóta þess að taka slaginn saman sem og vörnin sé ekki upp á tíu. En þessi titill var kærkominn til þess að gefa okkur smjörþefinn fyrir lokasprettinn. Fjölskyldutími og sirkussýningar Nú eruð þið Jóhann Árni Ólafs- son, leikmaður mfl. Grindavíkur í sambúð og eigið saman tvö börn. Þið voruð kjörin íþróttafólk Grindavíkur árið 2013. Hvernig er týpískur dagur hjá svona körfu- boltafjölskyldu? Við erum bæði útivinnandi, en eins og stendur er ég í fæðingarorlofi sem lýkur nú í apríl. Sigurbergur sonur okkar fer í leikskólann á meðan við dóttir mín sinnum hvorri annarri og heimilisverk- unum. Þegar Sigurbergur kemur heim úr leikskólanum förum við ýmist í íþróttaskólann, bökum, lesum eða þá að hann heldur sínar vinsælu sirkussýningar eins og honum einum er lagið. Það má segja að fjölskyldutíminn okkar sé frá kl 16 til 18. Síðan taka við æfingar hjá okkur Jóa en við æfum hvert á eftir öðru. Stundum eru börnin tekin með upp í í þ r ó t t a h ú s eða þá að for- eldrar mínir gæta barnanna. Hér þekkist ekki að setjast niður við kvöldverða- borð og borða saman á virkum dögum en æfing- arnar eru alltaf á æfingatíma. Ætli það eigi nokkurn tímann eftir að gerast, þegar við erum loks hætt þá er aldrei að vita nema áhugamál b ar n an n a t a k i við á þeim tíma. Annars erum við dugleg að gera ýmislegt saman þegar færi gefst; við eldum gott um helgar, förum í sund, í íþrótta- s k ó l a n n m e ð börnin o.fl. Eruð þið dugleg a ð s t y ð j a v i ð b aki ð á hv or t öðru og mæta á leiki? Já, við styðjum duglega við bakið á hvort öðru í boltanum. Við höfum hins vegar ekki verið dugleg að mæta á leiki hjá hvort öðru þar sem leikirnir eru á háttatíma dóttur- innar. Þá fær strákurinn okkar að fara með ömmu og afa og taka þátt í körfuboltastemmningunni. Ann- ars er sporttv.is alveg snilld fyrir fólk sem kemst ekki á leiki en auð- vitað hvet ég sem flesta til þess að mæta. Er ekki eðlilegt að áætla að börnin verði körfuboltaleikmenn eins og foreldrarnir? Við setjum enga pressu á börnin okkar að fara að elta bolta. Von- andi finna þau sér áhugamál sem þroskar þau og eflir félagslega í framtíðinni. Öflugir árangar að koma upp Hvernig finnst þér grasrótin í kvennakörfunni í Grindavík líta út, þ.e. hvernig líst þér á stelpurnar sem eru að koma upp og munu taka við keflinu af ykkur reynslu- meiri leikmönnum einn daginn? Næsta kynslóð hjá Grindavíkurlið- inu eru stelpur fæddar 2000-2002. Það eru töluvert ungar stelpur sem þurfa samt sem áður að taka við keflinu fljótlega. Það eru mjög öfl- ugir árgangar í Grindavík sem eiga eftir að láta að sér kveða. Svo er mikilvægt að halda í þær sem fyrir eru. Systir þín er ein þessara ungu og efnilegu leikmanna. Hvernig er að eiga systur sem liðsfélaga og er mikið keppnisskap ykkar á milli á æfingum? Það er mjög gaman að hafa Hrund sem liðsfélaga, hún heldur mér á tánum. Fyrst fannst mér óþægilegt að spila á móti henni á æfingum og hélt aftur af mér, en núna erum við farnar að takast vel á enda erum við allar komnar til þess að gera hver aðra betri á æfingum. Finnst þér þið vera líkar eða ólíkar sem leikmenn? Þetta er erfið spurning. En það sem mér dettur helst í hug er að hún hefur mun meiri leikskilning en ég hafði á sama aldri og hún. Hún er mjög klár eins og sást t.d. í bikar- leik hjá hennar flokki um helgina. Hún er ungur leiðtogi sem á eftir að verða enn betri og eru henni allir vegir færir. Að lokum, hvar endar kvennalið Grindavíkur þetta Íslandsmótið? Þar sem ég er jarðbundin ætla ég ekki að koma með einhverjar full- yrðingar í sigurvímu. Við ætlum hinsvegar að gera okkar besta í hverjum leik. -íþróttir pósturu eythor@vf.is ■■ Petrúnella Skúladóttir leikmaður kvennaliðs Grindavíkur fór mikinn í bikarúrslitaleiknum við Keflavík Fer í hálftíma jóga fyrir leiki Petrúnella Skúladóttir átti frábæran leik fyrir Grindavík í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík og dró vagninn fyrir sitt lið þá ekki síst andlega. Fór það ekki framhjá neinum sem á horfði að þar fer mikill leiðtogi á velli. Bikarmeistaratitillinn var hennar þriðji meistaratitill, annar sem hún vinnur með Grindavík en áður hafði hún orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með Njarðvíkingum. Petrúnella er í sambúð með Jóhanni Árna Ólafssyni, leikmanni meistaraflokks karla í Grindavík og eiga þau saman tvö börn, Sigurberg, 4ra ára og Bergþóru, 11 mánaða. Það er því mikið um að vera í lífi þessa körfuboltapars en Petrúnella leyfði okkur að skyggnast örlítið inn í líf hennar í viðtali vikunnar. Hér þekkist ekki að setjast niður við kvöldverðaborð og borða saman á virkum dögum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.