Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2015, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 12.03.2015, Blaðsíða 10
10 fimmtudagurinn 12. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR -viðtal pósturu olgabjort@vf.is SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 14. -15. MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN Garður Sandgerði Hafnir Reykjanesbær Vogar Grindavík Sjá dagskrá á safnahelgi.is Reykjanestá Suðurstrandarvegur Reykjanesbraut Keflavíkur- flugvöllur PANTONE 3135 PANTONE 4505 C 100 M 0 Y 16 K 11 C 0 M 15 Y 70 K 50 Leturgerð: Letter Gothic STD Bold Við erum að reyna að segja sögu slökkviliða á landinu frá upphafi. Sýna þann búnað sem menn þurftu að notast við þegar slökkviliðin voru stofnuð og til svona 1980. Allt frá því að menn voru bara með handdælur og strigafötur,“ segir Ingvar Ge- org Georgsson, slökkviliðsmaður og annar umsjónarmanna safns- ins. Hann og Sigurður Lárus Fossberg eiga heiðurinn að Slökkviliðs- minjasafninu í Ramma-húsinu í Reykjanesbæ. Hugmyndin varð til þegar Sigurði var falið það verkefni að skrásetja alla ameríska slökkvi- bíla af árgerðum 1940 til 1980 vegna sögu þessara slökkvibíla á Norðurlöndum. Í þeirri vinnu, sem var víða um landið, sá hann að margir bílar og búnaður lágu undir skemmdum hér og þar. „Sigurður bað mig um að koma með sér í að opna safn og við réð- umst bara í það og það er búið að vera hér í tvö ár.“ Þeir félagar tóku inn slökkviliðsbíl, árgerð 1978, fyrir tveimur árum sem fór úr þjónustu það sama ár. „Það er enn verið að nota bíla úti á landi sem eru eldri en bílarnir hér á safninu. Hér eru elstu bílar frá 1929 og handdælur frá 1880. „Í gamla daga tók Erlendur Halldórsson nokkur að sér að búa til slökkvibíla, þegar menn voru með lausar dælur hér og þar. Hann breytti bílum og bjó til íslenska slökkvibíla. Svo er áhugaverð sýning um miðbæjar- brunann mikla 1915 í Reykjavík, þegar Hótel Reykjavík brann,“ segir Ingvar. Safnið var vígt á 100 ára afmæli Slökkviliðs Keflavíkur í apríl 2013. Þar er saga slökkviliðs- ins sögð í tímalínu uppi á vegg og notast við myndir og ýmsan búnað. „Fólk heldur kannski fyrirfram að það sé að koma í einhverja geymslu en svo tekur annað við inni og ég veit ekki um neinn sem hefur farið óánægður héðan út.“ Safnið er alltaf opið á sunnudögum milli kl. 13 og 15 en einnig á laugardag um safnahelgi. Með verkefninu er ætlunin að efla kennara í tengslum við gerð námskrár og þróa hana í náttúrufræðum, listum og verk- greinum. Unnið er með efnið þvert á námsgreinar þannig að sá efniviður sem nemendur læra um í náttúrufræði er nýttur við hönnun og sköpun skarts-, hand- verks- og skrautmuna. Auk þess er unnið með hráefni í heim- ilisfræði í beinum tengslum við verkefnið. Þannig nýtist sú þekking sem nemendur öðlast á fjölbreyttan hátt og sá efniviður sem unnið er með hverju sinni verður merkingabærari fyrir nemendur,“ segir Elín Yngva- dóttir, kennari við Grunnskólann í Sandgerði. Ásamt samkennara sínum, Bylgju Baldursdóttur, og fleirum hefur Elín staðið að undirbúningi kynn- ingar á Comeniusar-verkefni sem stofnanir innan Sandgerðisbæjar taka þátt í með félögum sínum í Mättä Vilppula í Finnlandi. Verk- efnið kallast Comenius Regio Development og Curricula and Teacher Training. Sandgerðisbær, Grunnskólinn í Sandgerði, Leikskólinn Sólborg, Listatorg- lista og menningafé- lag, Þekkingarsetur Suðurnesja, Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum taka þátt í verkefninu fyrir Íslands hönd. „Verkefninu er ætlað að tengja skólana við stofnanir og félög í nærumhverfinu, styrkja og bæta tengsl á milli stofnana og stækka sjóndeildarhring allra sem að því koma. Skipulagðar voru vinnu- stofur í báðum löndunum þar sem skipst var á hugmyndum og efni- viði. Kennsluaðferðir og námskrár landanna voru bornar saman og þær þróaðar samhliða verkefninu“. Í gegnum samstarf ið, heim- sóknirnar og vinnu við verkefnið í hvoru landi fyrir sig hefur heil- mikið safnast af efni sem verður til sýnis á Bókasafninu í Sandgerði í tengslum við safnahelgi á Suður- nesjum helgina 13.-15. mars. Við erum með samstarfs-samning við sveitarfélagið Voga þar sem við tökum þátt í viðburðum á vegum sveitarfélags- ins. Vogar eru eina sveitarfélagið á Suðurnesjum þar sem ekki er rekið safn, nema bókasafn. Vogar hafa alltaf tekið þátt og þá hefur verið leyst með viðburðum á bóka- safninu,“ segir Marta Guðrún Jó- hannesdóttir, formaður norrænu deildarinnar í Vogum. Einnig er minjafélag sem Marta segir að hafi staðið sig vel í viðburðum og einnig gert upp gamalt skólahús á Vatns- leysuströnd. „Í tengslum við safna- helgina í ár stungum við í stjórn norræna félagsins upp á að bjóða upp á tónlistaratriði. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, dóttir Aðalsteins Ásberg Sigurðsson og Önnu Pá- línu Árnadóttur heitinnar, hefur stundað nám í vísnasöng í Svíþjóð og er að stíga sín fyrstu spor í að koma fram og syngur hún bæði á ýmsum Norðurlandamálum. Hún stundaði nám við Tónskóla Sigur- sveins og Norræna vísnasöngs- kólann í Kungälv í Svíþjóð og í fyrravor hlaut hún árlega viður- kenningu Vísnavina í Uddevalla í Svíþjóð. „Vegna þess að það er safnahelgi þá var einnig tilvalið að setja upp smá sýningu. Við vildum reyna að fá íbúa á Suðurnesjum til að lána okkur gripi sem tengjast Norðurlöndunum, minjagripi af hinu og þessu. Viljum endilega að sem flestir taki þátt og láni okkur. Einnig getur fólk komið með með sér á sýningardeginum ef það vill ekki lána og hefur kannski tilfinn- ingalegt eða verðmætt gildi,“ segir Marta. Landslagið suður með sjó er helsta fyrirmynd mín, skýin og náttúran. Ég geymi myndir í huganum og mála út frá þeim. Er svona frekar spontant impers- sionisti. Þetta er dálítið drama- tískt hjá mér, segja sumir. Þetta hefur gengið mjög vel og ég stoppa ekkert því mér finnst svo gaman að mála. Þetta er svo mikil útrás,“ segir myndlistar- konan Guðrún Helga Kristjáns- dóttir, sem verður með sýningu á verkum sínum í húsnæði gamla bókasafnsins í Grindavík. „Ég var alltaf að teikna sem krakki og fór síðan á námskeið í Mynd- listarskólanum í Reykjavík og síðar í Myndlistarskóla Kópavogs þar sem ég lagði stund á olíumálun hjá ýmsum myndlistarmönnum.“ Árið 2002 flutti Guðrún Helga til Barcelona og stundaði þar nám í listháskóla og einnig hefur hún sótt einkatíma hjá Cynthiu Packard í Boston og Serhiy Savchenko frá Úkraínu. „Sl. fimm ár hef ég unnið sjálfstætt og kynnst mörgu fólki um allan heim. Ég nota olíuliti og er einnig að þreifa mig áfram með vatnsliti. Ég heillaðist snemma af abstract list og hef einbeitt mér að kraftmiklum og litaglöðum olíu- málverkum, með innblástur úr náttúrunni suður með sjó. Flest verk mín eru unnin með olíu á striga og einnig hef ég notað bland- aða tækni.“ Verður einni með opna vinnustofu Guðrún Helga hefur haldið bæði einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hún segir marga byrja í myndlist en hætta svo því þeir hafi ekki trú á sér. „Það þýðir ekkert að hugsa þannig. Frekar að ná sér í meiri þekkingu, skoða gömul listaverk.“ Þá hefur hún sjálf verið að kenna í vinnu- stofu sinni í Vörðusundi og einnig flutt inn kennara. Á sýningunni um safnahelgina verða einnig verk eftir þrjá vini hennar sem komu hingað til lands og skildu eftir verkin sín. „Þær myndir eru mjög skemmti- legar og gaman fyrir almenning að sjá þær. Sýningin verður opin í viku, tengd safnahelginni og menningarvikunni, einnig verð ég með opna vinnustofu þessa helgi frá kl. 13 til 18.“ Innblástur frá náttúrunni á Suðurnesjum ■■ Málverkasýning Guðrúnar Helgu í gamla bóka- safninu í Grindavík: ■■ Kynning á Comeniusar-verkefni í Grunnskólanum í Sandgerði: Styrkja tengsl skólans við nærumhverfið ■■ Slökkviliðsminjasafnið í Reykjanesbæ: Bílar frá 1929 og handdælur frá 1880 Vísnasöngur og norrænir gripir ■■ Vogar eru eina „safn- lausa“ sveitarfélagið: Í ævintýragarði Helga Valdimars- sonar í Garði eru ýmsar kynjaverur í styttuformi sem hann hefur steypt um árabil. Hann lýsir fyrstu stytt- unni: „Í álögum heitir eitt verk, 18 andlit í kletti stórum og kona sem reynir að frelsa úr álögum. Svo kemur stór og mikil hafmeyja með börnin sín sem kíkir yfir girðing- una þegar maður kemur að. Hún er sýna börnunum hvernig mann- fólkið lifir.“ Síðan er ferðalangur sem skírskotar til allra ferðamann- anna sem koma í Garðinn. Hann er með farangur, m.a. tösku þar sem merktar hafa verið á gamla mátann borgirnar sem hann hefur heimsótt. Ýmsar aðra smáar og stórar styttur eru í garðinum eftir Helga, s.s. kon- ur þrjár; Eva sem heldur á epli sem hún er að gefa til Adams, nútíma- konan - ólétt og með bert á milli og svo gömul kona sem markar endalokin; er að fara á elliheimili með aleiguna með sér. Svo er Helgi ■■ Ævintýragarður Helga með alls kyns kynjaverum í Garði: Verk sem segja sögu og vísa veginn með 20 styttur í kring í garðinum, þ.á.m. Gunnar á Hlíðarenda með öxina Rimmugýgi og fjórar konur sem hann kallar Djúpið. „Þær eru settar niður eftir áttavita og syngja til sjómannanna. Í fjörunni á klöpp neðan við Unuhús er svo Mangi frá Mel, en hann reri héðan lengst allra af Suðurnesjum á opnum bát. Í hæstu flóðum nær sjórinn upp undir haus hjá honum.“ Ljón í fullri stærð í vinnslu Ýmsar aðrar verur, fólk og dýr, má finna víðar eftir Helga á Suður- nesjum, t.d. í Kaffitári, hjá Grími grallara og við bæjarstjórnarskrif- stofuna í Garði eru aðrar fjórar konur sem vísa fólki í réttar áttir. Margir hafa nýtt sér það. „Á vinstri hönd þegar heyrt er inn í Garð er jagúar í fullri stærð sem jagúareig- andi keypti af Helga. Úti á Garð- skaga er einnig kona sjómannsins sem bærinn á. Svo er Helgi að gera karlljón í fullri stærð sem verður hægt að fylgjast með á vinnustofu hans í ævintýragarðinum. „Það gæti verið skemtilegt fyrir gesti að skoða eitthvað af þessu öllu því það er mikil fjölbreytni í því,“ segir Helgi. Þess má geta að Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður er að gera heimildarmynd um Helga og verk hans. Safnahelgar-nefndin sem hefur komið að undirbúningi verkefnisins. Hin margvís- legu söfn á Suðurnesjum verða opin og margvíslegar uppákomur og tónleikar verða í boði alla helgina. Mynd af Helga eftir Guð- mund Magnússon.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.