Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.01.2015, Side 2

Víkurfréttir - 22.01.2015, Side 2
2 fimmtudagurinn 22. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is Börn í Garði fá farmiðakort á 500 krónur XuBörn í Garðinum, 16 ára og yngri, fá farmiðakort í al- menningssamgöngur fyrir 500 krónur. Hvert farmiðakort eru 20 farmiðar, kostar kr. 2.500, en börnin borga kr. 500 fyrir kortið. Mismunurinn er styrkur frá Sveitarfélaginu Garði. „Við miðum við að hvert barn fái að jafnaði eitt kort í mánuði, en það getur auðvitað verið mis- munandi allt eftir því hvað hvert barn þarf að fara oft með strætó, t.d. á íþróttaæfingar í Sandgerði eða Reykjanesbæ,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði. Farmiðakortin eru afgreidd í íþróttahúsinu í Garði. Bæjar- stjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti á dögunum að niður- greiða almenningssamgöngur barna og ungmenna um 80% og var bæjarstjóra falið að útfæra framkvæmdina. Yngstu Vogabúum fækkar Xu Íbúum í Sveitarfélaginu Vogum fjölgaði um 22 á síðasta ári og voru þeir 1127 í árslok 2014 en höfðu verið 1105 árið áður. Aldurssamsetning hefur einnig breyst, sú þróun er sér- staklega áberandi í yngsta ald- urshópnum þar sem hefur orðið talsverð fækkun. Í grunnskólanum, Stóru-Voga- skóla, eru tæplega 200 nemendur í 10 árgöngum, svo meðaltal í ár- gangi er um 20 nemendur. Í ár- göngum leikskólabarna í Vogum eru eilítið færri nemendur að meðaltali í árgangi, eða liðlega 17 börn. Það sem vekur hins vegar athygli að börn á fyrsta ári voru einungis 6 talsins samkvæmt gögnum Hag- stofunnar sem birtar voru seint á síðasta ári. Slæmt ástand á stálþili í Sandgerði – bryggjan verður ónothæf innan 2ja til 3ja ára XuÁstand á stálþili suðurbryggj- unnar í Sandgerði er slæmt, tær- ing víða mikil og stór göt. Þetta er niðurstaða skoðunar Sigurðar Stefánssonar kafara á þilinu. Hann kynnti niðurstöðu sína fyrir hafnarráði Sandgerðis- hafnar á dögunum. Sigurður taldi að mögulegt væri að fara í viðgerðir sem myndu duga í um 10 ár og ef ekkert yrði að gert myndi bryggjan verða ónothæf innan 2ja til 3ja ára. Hafnarráð Sandgerðis hefur ákveðið að fá Sigurð Áss Grétars- son, sérfræðing frá Vegagerðinni, á næsta fund ásamt Sigurði Stef- ánssyni til þess að fara betur yfir leiðir til lagfæringar á bryggjunni. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt við- auka við fjárhagsáætlun síðasta árs sem gerir ráð fyrir að sveitar- félagið greiði sinn hluta í upp- söfnuðum halla Brunavarna Suðurnesja, BS. Uppsafnaður halli af rekstri BS undanfarin allnokkur ár er 132 milljónir króna og stendur sú fjárhæð sem skuld hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, SSS. Eigendasveitarfélög Brunavarna Suðurnesja; Reykjanesbær, Vogar og Garður, samþykktu að gera skuldina við SSS upp fyrir síðustu áramót, með sérstöku skammtíma- láni. Hlutdeild Garðs er kr. 10,8 milljónir króna og fyrir liggur sam- þykki bæjarstjórnar fyrir uppgjöri á þeirri fjárhæð. Stjórn Sambands sveitar-félaga á Suðurnesjum lýsir áhyggjum sínum yfir því að í fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir því að Isavia greiði 700 milljónir króna arðgreiðslu inn í ríkissjóð. Þetta segir í bókun stjórnar SSS vegna tillagna í fjár- lagafrumvarpi 2015. Þá segir: Vaxandi straumur er- lendra ferðamanna til Íslands hefur ekki farið fram hjá neinum og sam- kvæmt spám á sá straumur enn eftir að vaxa á næstu árum. Hliðið inn í Ísland er í gegnum Keflavíkur- flugvöll enda fara rúmlega 95% af öllum erlendum gestum í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia verður að hafa getu til að geta staðið að nauðsynlegri uppbygg- ingu til að Íslendingar geti tekið á móti þeim aukna fjölda erlendra gesta sem eru forsenda þess vaxtar sem er fyrirséður í íslenskri ferða- þjónustu um allt land. Ekki má draga úr getu Isavia til að standa að eðlilegri fjárfestingu á á flug- vallarsvæðinu á Suðurnesjum. Jafnframt væri slík ákvörðun köld kveðja til Suðurnesjamanna sem hafa á undanförnum árum tekist á við erfiða stöðu á vinnumarkaði og þurfa nauðsynlega á atvinnuupp- bygginu að halda. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum telur því rétt að aðrar leiðir verði farnar til að afla um- ræddra 700 milljóna í ríkissjóð. Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni sem leið afskipti af þremur einstaklingum sem voru með fíkniefni í fórum sínum. Einn þeirra, karlmaður um tvítugt, var að púa jónu í Nettó þegar fregnir bárust af honum. Er lögregla mætti á staðinn var hann kominn yfir í anddyri Lands- bankans, ennþá að reykja jónuna. Hann var hand- tekinn og færður á lögreglustöð. Hann var, auk reykinganna, með kannabispoka á sér. Þá tilkynntu tollverðir um kannabisfund á flugfar- þega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Magnið reyndist vera innan við eitt gramm og var hann því sektaður um 30 þúsund krónur fyrir fíkniefnavörslu. Loks fannst kannabis í íbúðarhúsnæði í Njarðvík. Þar var kannabis á borði og í skúffu í skáp sem sá er þar dvelur framvísaði. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Púaði jónu í Krossmóanum Til sjávar og sveita. Sýning á verkum Gunnlaugs Schev- ing, í eigu Listasafns Íslands, opnar í sal Listasafnsins. Sjálfsagðir hlutir. Sýning frá Hönnunarsafni Íslands sem fjallar um þekkta hluti úr hönnunarsögunni, opnar í Gryfjunni. 15/15 - Konur og myndlist. Sýning á verkum 15 kvenna úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, opnar í Bíósal. Allir velkomnir Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar (FFR) óskar eftir að ráða í eftirtalin störf: 1. Félagsráðgjafa til að vinna í teymi sem hefur það verkefni og meginmarkmið að efla virkni notenda sem eru á fjárhagsaðstoð, ásamt því að veita ráðgjöf og stuðning við fólk sem leitar til FFR. Tímabundin ráðning í 1 ár. 2. Félagsráðgjafa til að hafa umsjón með marghát- tuðum stuðningsúrræðum við einstaklinga og fjölsky- ldur ásamt annarri ráðgjöf og stuðningi við fólk sem leitar til FFR . Umsóknum skal skilað rafænt á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig er að finna upplýsingar um hæfniskröfur. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður Ráðgjafardeildar FFR í síma 421-6700 eða á netfangið sigridur.danielsdottir@reykjanesbaer.is Leitast fyrirtækið sem þú vinnur hjá við að gera starfsmönnum sínum kleift að samræma sem best fjölskyldu- og atvinnulíf? Hafa starfsmenn fyrirtækisins áhuga á að tilnefna sinn vinnustað fyrir jákvætt viðmót til fjölskyldunnar og stuðla að því að fyrirtækið fái viðurkenningu Reykjanesbæjar sem fjölskylduvænt fyrirtæki? Tilnefningar er hægt að senda á fjolskyldan@reykjanesbaer.is fyrir 1. febrúar 2015 Tónleikar og mótssetning verða föstudaginn 23. janúar kl. 21.30 í Stapa, Hljómahöll. Fram koma Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Skólahljómsveit Austurbæjar-Reykjavík og Skólahljómsveit Kópavogs. Lokatónleikar landsmótsins verða sunnudaginn 25. janúar kl. 14.00 í Stapa, Hljómahöll. Fram koma fjölbreyttir samspilshópar úr þeim 12 lúðrasveitum sem taka þátt í mótinu. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir á báða tónleikana. Skólastjóri DUUSHÚS OPNUN NÝRRA SÝNINGA 24. JANÚAR KL. 14:00 ATVINNA FJÖLSKYLDU- OG FÉLAGSSVIÐ REYKJANESBÆJAR (FFR) FJÖLSKYLDUVÆNN VINNUSTAÐUR VINNUR ÞÚ Á FJÖLSKYLDUVÆNUM VINNUSTAÐ? TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR LANDSMÓT SAMTAKA ÍSLENSKRA SKÓLALÚÐRA- SVEITA - ELSTU SVEITIR - REYKJANESBÆ 23. – 25. JANÚAR Lýsir áhyggjum af arð- greiðslum Isavia í Ríkissjóð Greiða 10,8 milljónir vegna skuldahalla BS

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.