Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.01.2015, Page 4

Víkurfréttir - 22.01.2015, Page 4
4 fimmtudagurinn 22. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ mun flytja í nýtt og rúmgott húsnæði á Ásbrú með vorinu. Hús- næðið er að Keilisbraut 755, beint á móti veitingastaðnum Langbest. Um er að ræða yfir 1000 fermetra húsnæði en Hæfingarstöðin mun nýta um 700 fermetra og hefur for- leigurétt að öllu húsinu. Leigutími á húsinu er til 20 ára. „Á árinu 2013 kom upp grunur um sýkingu í húsnæði Hæfingar- stöðvarinnar. Umfangsmiklar að- gerðir í hreinsun skiluðu ekki ár- angri, ástand húsnæðisins var orðið slæmt í ágúst 2014. Fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar tók þá ákvörðun að láta notendur og starfsmenn njóta vafans og skip- aður var starfshópur í lok ágúst sl. sem hafði það að markmiði að finna skammtímalausn og í framhaldi framtíðarlausn í húsnæðismálum,“ segir Ísak Ernir Kristinsson, for- maður starfshóps sem var skipaður um húsnæðismál Hæfingarstöðvar- innar. Starfshópinn skipa tveir fulltrúar fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar, Jasmina Crnac (A), Ísak Ernir Kristinsson (D) for- maður starfshópsins, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson framkvæmda- stjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Hrefna Höskuldsdóttir ráð- gjafaþroskaþjálfi hjá fjölskyldu- og félagsþjónustunni. Ísak segir að margir aðrir hafi verið starfs- hópnum til aðstoðar. Farið var í umfangsmikla skoðun á húsnæðiskostum og var skýrsla starfshópsins lögð fyrir bæjarráð í desember sl. sem samþykkti tillögu hópsins um framtíðarhúsnæðið. Kynning á vinnu hópsins og á nýju framtíðarhúsnæði við Keilisbraut 755 fór fram í vikunni. Kynninguna sóttu notendur Hæfingarstöðvar- innar, aðstandendur þeirra og aðrir sem eru áhugasamir um starfsem- ina en um 60 manns sóttu fundinn. Í samtali við Víkrufréttir sagði Ísak að þrátt fyrir mikinn niðurskurð ákváðu bæjaryfirvöld að gera vel í húsnæðismálum Hæfingarstöðvar- innar. „Reykjanesbæjar hefur yfir að ráða glæsilegum húsakosti fyrir grunn- skólana, leikskóla, íþróttamann- virki, tónlistarskóla, söfn o.s.fv. Núna er komið að því að aðstaða Hæfingarstöðvarinnar fari í þann flokk. Nýja húsnæðið verður um 700 fermetrar eða um 200 fermetrum stærra en það húsnæði sem áður var nýtt undir starfsemina. Möguleikar til stækkunar eru einnig miklir og þá er gott útisvæði en notendur þjónustu Hæfingarstöðvarinnar lögðu m.a. mikla áherslu á útisvæði. Nýja húsnæðið er í umsjón Þró- unarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, og segir Ísak að starfs- hópurinn hafi átt gott samstarf við Kadeco. Á kynningarfundinum sem haldinn var í vikunni kom fram að nú er verið að leggja lokahönd á teikningar og grunnvinnu en fram- kvæmdir eru þegar hafnar. Gert er ráð fyrir að breytingar á húsnæðinu taki um þrjá mánuði og því gæti starfsemi Hæfingarstöðvarinnar hafist á nýjum stað í vor. ■■ Keilisbraut 755 tekin í þjónustu Reykjanesbæjar: Hæfingarstöðin flytur í rúmgott húsnæði á Ásbrú Síðhærður Maggi Kjartans í há- hælaskóm í Keflavíkurkirkju Laugardaginn 24. Janúar opnar í Listasafni Reykja- nesbæjar í Duushúsum sýningin til sjávar og sveita. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Ís- lands, Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Listasafns Ár- nesinga. Markmið samstarfsins og þriggja sýninga sem söfnin unnu saman, er að kynna ákveð- in tímabil og stefnur í íslenskri myndlist. Á þessari sýningu eru tekin fyrir verk Gunnlaugs sem er meðal helstu listamanna þjóðarinnar og endurspegla verkin á sýningunni vel þá breyt- ingu sem varð í íslenskri mynd- list á millistríðsárunum. Gunn- laugur tilheyrir þeirri kynslóð listamanna sem komu fram í lok fjórða áratugarins. Þjóðernisá- tök og efnahagskreppa beindu listamönnum inn á nýjar brautir þar sem landslagið var ekki lengur aðalviðfangsefnið heldur nánasta umhverfi og daglegt líf. Í Listasafni Íslands er varðveitt mikið safn verka Gunnlaugs Scheving og verkin á sýningunni koma öll úr safneign safnsins. Á sýningunni eru nokkur af risa- stórum verkum Gunnlaugs en einnig minni verk, frumdrög og skissur sem gefa gestum tækifæri á að kynnast myndhugsun lista- mannsins og vinnuferli. Gunn- laugur skoðar í þaula hvernig menn bera sig að vinnu, hvort sem um ræðir sjómenn eða bændur, hann skoðar afmarkaða hluti en einnig hvernig mynd- byggingin vinnur með og miðlar hreyfingu og átökum við vinnu, samspili manns og náttúru. Verkin á sýningunni sýna þróun hugmynda, vangaveltur og þrot- lausa vinnu listamannsins þar sem samlífi manns og náttúru er um- fjöllunarefnið og rauði þráðurinn í verkum Gunnlaugs. Gestum er gefinn kostur á leik og fræðslu með verkefnum til þess að glíma við og hafa gaman af um leið og töfrar Gunnlaugs Scheving birtast okkur í myndum hans, stórum og smáum. Sýningin stendur til 8. mars. Safnið er opið virka daga kl. 12.00 – 17.00, helgar kl. 13.00 – 17.00. Ókeypis aðgangur. Sýn- ingarstjóri er Björg Erlingsdóttir. Við sama tækifæri verða opnaðar tvær aðrar sýningar í Duushúsum á vegum Listasafns Reykjanes- bæjar og munu þær einnig standa til 8. mars: Sjálfsagðir hlutir Sýningin Sjálfsagðir hlutir kemur frá Hönnunarsafni Íslands og fjallar um þekkta hluti úr hönn- unarsögunni. Tilgangur sýningar- innar er að kynna efni og sögu þekktra og oft klassískra hluta í hönnunarsögunni. Nær allt sem við snertum hefur verið hannað á einhvern hátt. Á sýningunni eru sýndir nokkrir af þeim hlutum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og efnisvali þeirra gerð skil. Augnlinsur, tann- stönglar, klósett og bréfaklemmur eru dæmi um hluti sem gegna allir á sinn hátt mikilvægu hlutverki og hafa jafnvel sannað gildi sitt sem „klassískir“ á þann hátt að endur- nýjun eða endurhönnun virðist óþörf þegar við virðum þá fyrir okkur í dag. Sýningarstjóri er Þóra Sigurbjörnsdóttir. 15/15 – Konur og myndlist Sýning á verkum fimmtán ís- lenskra kvenna úr safneign Lista- safns Reykjanesbæjar í tilefni þess að árið 2015 eru liðin 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt. Á sýningunni má m.a. sjá olíu- verk, tússteikningar og vatnslita- myndir og hafa verkin komist í eigu safnsins á síðustu fimmtán árum. Sýningarstjóri er Valgerður Guðmundsdóttir. ■■ Þrjár nýjar sýningar opna í listasafni Reykjanesbæjar: Gunnlaugur Scheving til sjávar og sveita – og tvær aðrar sýningar opna á laugardaginn. Magnús Kjartansson tón-listarmaður fór á kostum í tali og tónum þegar hann sagði sögur og söng á fyrsta af- mæliskvöldi Keflavíkurkirkju sl. fimmtudag í tilefni aldarafmælis hennar. Fjöldi bæjarbúa mætti til að hlýða á kappann sem fór á kostum í upprifjun á fólki og fjöri í nágrenni kirkjunnar, en Magnús ólst upp í götunni sem liggur bakvið hana, Kirkjuteig. Hann sagði frá síðu bítlahári og háhæl- uðum skóm fermingardrengja í bítlabænum. Sönghópur Suður- nesja, sem er orðinn alvöru kór, var Magnúsi til aðstoðar og söng með honum í lögunum. Magnús flutti nokkrar af perlum sínum úr tónlistarsögunni og það kunnu kirkjugestir vel að meta. Næst á dagskránni í afmælishaldi Keflavíkurkirkju er hátíðarmessa 15. febrúar en vegleg dagskrá verður allt afmælisárið. Magnús fór á kostum í Keflavíkurkirkju og rifjaði upp sögur frá æsku sinni í nágrenni kirkjunnar. Frá kynningarfundi um framtíðaraðsetur Hæfingarstöðvarinnar í Reykjanesbæ. Húsnæðið að Keilisbraut 755, þar sem Hæfingarstöðin verður. NÝ OG GLÆSILEG AÐSTAÐA FYRIR LÍKAMSRÆKT Í GARÐI Þann 26. janúar 2015 verður opnuð ný og glæsileg aðstaða til líkamsræktar í Íþróttamiðstöðinni í Garði, með nýjustu tækjalínu frá TechnoGym sem býður upp á marga nýja og spennandi möguleika. Vikan 26. – 31. janúar verður kynningarvika, frítt í alla hóptíma óháð því hvort viðkomandi á kort eða ekki. 10% afsláttur verður veittur af kortum í líkamsrækt og gildir það til 31. janúar. Þessi afsláttur gildir ekki með öðrum afslætti sem í boði er. Boðið er upp á greiðsludreifingu á visa/euro kortum. Föstudaginn 23. janúar milli kl. 17:00 og 20:00 verður opið hús í Íþróttamiðstöðinni, þar sem hin nýja aðstaða til líkamsræktar verður til sýnis. Garðbúar eru hvattir til þess að koma í Íþróttamiðstöðina þann dag og kynna sér aðstöðuna og það sem verður í boði.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.