Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.01.2015, Síða 8

Víkurfréttir - 22.01.2015, Síða 8
8 fimmtudagurinn 22. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR „Ég vil búa hér og mun flytja hingað. Ég er ánægður þar sem ég er og get unnið. Ég er búinn að sjá út hvar ég vil helst vera en ætla ekkert að tjá mig nánar um það strax,“ segir Ólafur Helgi kíminn og bætir við að Reykjanesbær sé ágætur í heild sinni en stundum mætti umræðan vera á jákvæðari nótum. „Mannlegri tilveru fylgja alltaf vandamál, þau hafa sést af- skaplega vel í þeim störfum sem ég hef unnið.“ Ólafur Helgi tók t.a.m. fyrir 144 skilnaðarmál sem fulltrúi sýslumanns á sex árum. Þegar hann var skattstjóri vestur á fjörðum var hann með nefið nánast inni á hvers manns heim- ili. Einnig var hann sýslumaður á þeim tíma sem snjóflóðin dundu yfir sem kostuðu Ísafjarðarsýslu 35 mannslíf á 18 mánuðum. „Menn þurfa alltaf að vera vak- andi fyrir því sem gerist og hérna á Suðurnesjum er áherslan á um- ferðaröryggi en góður árangur hefur náðst í þeim málum hér. Þrátt fyrir að umferðin sé orðin meiri en fyrir nokkrum árum hafa ekki verið jafn fá banaslys í umferðinni í áratugi.“ Samstarfsverkefni gegn heimilisofbeldi heldur áfram Komið hefur fram að Miðnesheiði er mannskæðasta heiði á landinu og Ólafur Helgi segir að því miður hafi það sýnt sig þennan stutta tíma sem hann hefur verið í starfi að sú heiði sé mannskæð og því þurfi að hafa vakandi auga fyrir þeim ógnum sem sé að finna í umhverf- inu. „Það skiptir líka máli að við séum undir það búin að bregðast við og ekki síst hvernig hægt er að minnka áhættuna.“ Ólafur Helgi hefur haft mikinn áhuga á al- mannavörnum alla tíð og var t.a.m. formaður Blóðgjafafélags Íslands í 10 ár og 12 ár í stjórn þess. „Ég er sérstaklega hrifinn því hugtaki að vera fornæmur - að nema það sem gerist á undan.“ Í því sam- hengi er Ólafur Helgi spurður um samstarfsverkefni lögreglu og fé- lagsmálayfirvalda á Suðurnesjum um heimilisofbeldi. „Að sjálfsögðu heldur forvarnaverkefnið áfram og þessi hugsun er að breiðast út, eins og fram hefur komið á höfuð- borgarsvæðinu. Ég á von á því að fá einhverja af mínum gömlu fé- lögum hingað í heimsókn fjótlega til þess að kynna þeim þennan þátt. Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt.“ Ráðin tekin af fórnarlömbum Í Colorado í Bandaríkjunum, þar sem Ólafur Helgi heimsótti lög- regluna í Denver fyrir tveimur ára- tugum, var löggjöfin svo hörð að ef lögregla hafði grun um heimil- isofbeldi þá bar henni leggja fram kæru óháð því hvort fórnarlambið hefði hug á að leggja fram kæru. Fórnarlamb gat heldur ekki dregið kæru sína til baka. „Þar eru ráðin einfaldlega tekin af fórnarlömbum og kerfi byggt upp í kring með sam- virkni félagsþjónustu, heilbrigðis- þjónustu og lögreglu og síðan er reynt að virkja almenning til að benda á ef eitthvað fer úrskeiðis,“ segir Ólafur Helgi, því stundum viti fólk um miklu fleiri tilvik en hægt sé að taka á. „Menn skulu ekki eiga von á að þetta breytist hér, starfinu verður fylgt áfram. Það ber minna á því þegar karlmenn vilja sinna þessum málaflokki heldur en kon- ur og það er alltaf sorgarsaga að baki hverju máli, sérstaklega varð- andi börn. Heimilisofbeldismál er þessu földu afbrot í samfélaginu en það þarf hugarfarsbreytingu, ekki bara hjá þeim sem vinna að þessum málum, heldur almenningi.“ Væri þægilegra í einu húsnæði Varðandi einhverjar áherslubreyt- ingar í starfi segist Ólafur Helgi leggja fyrst og fremst leggja áherslu á að liðið sé ein heild og starfi vel saman. „Mér sýnist það vera ein- faldlega þannig þó að alltaf sé hægt að gera eitthvað til góðs. „Það væri þægilegra ef við gætum verið í einu húsnæði en það er líklega langur vegur í það. Samvinna allra skiptir líka miklu máli í þessu starfi og það tekur tíma að venjast nýju fólki, líka í brúnni.“ Spurður um hvaða eigin- leika góðir yfirmenn þurfi að bera segir Ólafur Helgi þá þurfa að geta tekið ákvarðanir, leyst úr ágrein- ingsmálum og laðað menn til sam- starfs. Þegar blaðamaður mætti á skrifstofu embættis lögreglustjóra höfðu margir samstarfsmenn hans orð á því hversu þægilegur og skemmtilegur yfirmaður Ólafur Helgi væri. Hann segir að honum þyki vænt um að heyra það og að hafa einnig heyrt slíka um sögn frá fyrri vinnustöðum. „Ég vil ná sem mestum krafti úr þeim mannafla sem við höfum og úr því fé sem við höfum til ráðstöfunar. Í svona störfum verja menn oft lengri tíma með samstarfsfólki en fjölskyldu og þess vegna skiptir svo miklu máli að vera almennileg hvert við annað og geta skipst á skoðunum. Gagn- rýni er ekki útásetningur,“ segir Ólafur Helgi og leggur áherslu á að samstarfsfólk sem hann hefur hitt hafi verið afskaplega elskulegt, þægilegt og umburðarlynt í sinn garð. Tók forystuna sem barn Ólafur Helgi fæddist í Reykjavík árið 1953 og segist hafa notið full- komins frelsins sem barn, bæði hjá foreldrum og afa og ömmu. „Ég lærði að fást við ýmsar aðstæður í umhverfinu sem ég ætti erfitt með að horfa upp á afkomendur mína gera eða börn í dag. Ég lærði einfaldlega að koma mér út úr þeim með þessu brölti. Sennilega hef ég verið sá sem tók forystuna í hópnum sem strákur.“ Spurður segir hann aldrei hafa hvarflað að sér sem barni að enda í þessu starfi. „Ég hafði áhuga á því að verða prestur. Sennilega vegna þess að þegar maður fór í messu var það presturinn sem stýrði og hafði eitt- hvað til málanna að leggja og lagði út af einu og öðru. Ég var þannig gerður að ef ég vildi ná einhverju vildi ég fá aðra með mér til þess.“ Hefur gift 300 manns Á Selfossi var Ólafur Helgi þriðji sýslumaðurinn á 77 árum, í tæp þrettán ár, fyrir utan að hafa starfað hjá báðum fyrirrennurum sín- um. Spurður um muninn á fyrri störfum og starfi lögreglustjóra segir Ólafur Helgi hann m.a. liggja í því að hann komi úr starfi þar sem hann var bæði sýslumaður og fór með lögreglustjórn. „Þar var ég með alls kyns stjórnsýsluverk- efni eins og nauðungarsölur og skilnaðarmál og einnig hef ég gift 300 manns um ævina. Það er eitt af því ljúfasta sem ég geri í starfi mínu. Þá eru allir svo ánægðir þegar þar gerist og forréttindi að fá að taka þátt í slíku hjá fólki.“ Þegar best lét var Ólafur Helgi mest með 51 starfsmann á Selfossi, þar af 28 í lögreglunni. „Hér eru starfsmenn- irnir yfir 100 og umdæmið minna í ferkílómetrum talið. En það er líka miklu stærra er varðar umsvifin. Hér búa fleiri en í Árnessýslu en þar eru 7000 sumarbústaðir og Ár- nessýsla því stærsta „borgin“ um helgar og á sumrin, utan Reykja- víkur.“ Þá sé áherslan hér mikið til á landamæragæslu og flugvöllinn. „Farþegar sem komu til landsins í fyrra í gegnum flugstöðina voru um 970 þúsund. Reyndar má segja að flestir ferðamenn sem koma hér í gegn og inn í landið endi í Ár- nessýslu sem hluta af gullna þrí- hyrningnum. Það má því segja að ég sé kominn nær upprunanum,“ segir Ólafur Helgi. Rolling Stones og Útsvar Það er ekki hægt að sleppa Ólafi Helga nema spyrja hann út í tvennt sem hann er hvað þekktastur fyrir; að hafa, sem líklega mesti aðdáandi hljómsveitarinnar Rolling Stones á Íslandi, hitt söngvarann Mick Jag- ger og vera keppandi í spurninga- þættinum Útsvari. Ólafur Helgi segir það hafa verið ótrúlega upp- lifun að hitta goðið fyrir algjöra tilviljun á Ísafirði. Sá dagur hefði verið einn sá allra minnistæðasti í sínu lífi. Spurður segist hann svo ekki hafa verið beðinn um að vera í Útsvars-liði á Suðurnesjum. „Það voru eiginlega einu fyrirmælin sem ég fékk frá framkvæmdastjóra sveitarfélagsins Árborgar þegar ég fór hingað: Þú ferð ekki í Útsvars- liðið! Svo er aldrei að vita hvað mér dettur í hug,“ segir Ólafur Helgi og hlær. -viðtal pósturu olgabjort@vf.is ■■ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og kann vel við sig á nýjum stað: „Þú ferð ekki í Útsvars-liðið“ Samvinna allra skiptir líka miklu máli í þessu starfi og það tekur tíma að venjast nýju fólki, líka í brúnni Ólafur Helgi Kjartansson tók við embætti lögreglustjóra á Suður- nesjum síðastliðið haust. Áður starfaði hann sem sýslumaður á Sel- fossi, einn þriggja á 77 árum. Ólafur Helgi kann mjög vel við sig á Suður- nesjum og vill flytja til Reykjanesbæjar en bíður eftir því að geta selt hús sitt á Selfossi. Blaðamaður Víkurfrétta hitti Ólaf Helga og spurði út í áherslur í starfinu, samstarfsfólkið og hvaða eiginleika góður yfirmaður þarf að búa yfir. PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 4 48 93 svooogott™ WWW.KFC.IS Blazin’ Boxmaster, 3 Hot Wings, franskar gos og Lakkrísdúndur Zinger kjúklingabringa, brakandi beikon, ostur, kál, kartöfluskífa, bragðmikið salsa, toppað með sjóð- heitri chipotle-sósu. Fáðu þér boxmáltíð: 1.849kr. Blazin’ Boxmaster: 1.079kr. Mættur aftur! PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 4 47 71

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.