Víkurfréttir - 22.01.2015, Side 16
16 fimmtudagurinn 22. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent pósturu vf@vf.is
Þótt innan við ár s é s í ðan
nýtt hjúkrunar-
heimili var tekið í
notkun í Reykja-
nesbæ eru yfir 50
manns á biðlista
eftir plássi sam-
k v æ m t m í n u m
upplýsingum.
Eftir því sem ég best veit fær enginn
að fara á biðlista nema vistunarmat
gefi tilefni til þess. Einnig er rétt að
hafa í huga að á unanförnum árum
hefur þröskuldurinn til að komast
inn á hjúkrunarheimili hækkað
sem þýðir að fólk þarf að vera
heilsuveilla en áður til að komast
inn. Biðlistinn hefur lengst. Það
er samfélagslegur ábygðarhluti að
slaka á í þessum efnum því það
getur komið illilega í bakið á okkur
síðar. Tökum dæmi um hjón þar
sem annar aðilinn er í brýnni þörf
fyrir hjúkrunarrými en þraukar
heima vegna þess að frískari maki
sinnir flestum þörfum auk þeirrar
heimaþjónustu sem í boði er. Það
er raunveruleg hætta á því að hinn
frískari missi heilsuna mun fyrr en
ella þyrfti sem þýðir að biðlistinn
lengist enn frekar og hraðar en
annars væri. Öldungaráð hefur ný-
lega tekið til starfa á Suðurnesjum.
Það er málefnalegur hópur fullur af
reynslu og þekkingu á málefnum
aldraðra og sveitafélögum til ráð-
gjafar. Ég skora á sveitafélögin að
gefa þessum málaflokki enn frekari
gaum og taka mark á sjónarmiðum
þeirra sem best þekkja til í mála-
flokknum. Það er tilvalið á fyrri
hluta þessa árs að boða til opins
fundar um hjúkunarheimilisþjón-
ustu á Suðurnesjum, leggja mat á
hvað hefur áunnist, leggja mat á
hina nýju stefnu sem tekin hefur
verið, leggja mat á hver þörfin er og
leita leiða til að sjá til lands þannig
að unnt verði að útrýma biðlistum.
Aldraðir eru hvorki hávær þrýsti-
hópur né frekur. Aldraðir fara ekki
í verkfall. En við hin yngri eigum
að vera þrýstihópur fyrir þeirra
hönd. Kjörnir fulltrúar eiga að
ganga hreint til verks og þeir hljóta
að sjá að málið þolir enga bið.
Þetta mál kemur öllum til góða,
fyrr eða síðar því flest náum við því
að verða öldruð.
Sigurður Grétar Sigurðsson,
sóknarprestur Útskálaprestakalli
Isavia er í 100% eigu íslenska
ríkisins. Alþingi
kýs stjórn þess.
Kjararáð ákvarðar
laun forstjórans.
Eng in inn k aup
nema í gegnum
R í k i s k a u p o g
fyrirtækið er þess heiðurs aðnjót-
andi að færa eiganda sínum 700
milljón króna arð á þessu ári af
hagnaði sínum árið 2014.
Isavia er skilgreint sem opinbert
hlutafélag, ohf.
Það var snildarráð einhvers lög-
fræðings í þjónustu ríkisins á ofan-
verðri síðustu öld að koma ríkis-
fyrirtækjum fram hjá starfsmanna-
lögum ríkisins með því að skeyta
þessu O-i fyrir framan hf-ið Þar
með gátu þessi ríkisfyrirtæki eins
og Rarik, Matís og Isavia nefnilega
skilgreint sig sem fyrirtæki á al-
mennum markaði og komist fram
hjá því að uppfylla skyldur sínar
gagnvart starfsmönnum, sem þó,
svona rétt á meðan að þessi um-
skipti áttu sér stað, var lofað öllu
fögru hvað varðar gömlu réttindin.
En það er önnur saga.
Isavia er stórfyrirtæki á íslenskan
mælikvarða, með yfir 800 starfs-
menn sem ýmist starfa hjá móður-
fyrirtækinu eða dótturfélögum
þess. Lang stærsti hluti starfsem-
innar fer fram á Keflavíkurflugvelli.
Um 320 starfsmenn Isavia eru fé-
lagsmenn í Félagi flugmálastarfs-
manna ríkisins. FFR, sem er nærri
70 ára gamalt stéttarfélag og hefur
enn ekki talið þörf á að uppfæra
heiti sitt. Kennir sig enn við ríkið.
Félagið var stofnað í tengslum við
flugvallarstarfsemi ríkisins á sínum
tíma og enn rekur ríkið flugvelli
landsins þrátt fyrir nafnabreytingar
og kennitöluflakk síðustu áratuga.
FFR ásamt SFR - Stéttarfélagi í al-
mannaþjónustu og Landssambandi
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna stóð í hörðum deilum um
kaup og kjör félagsmanna sinna
sem starfa hjá Isavia fyrri hluta árs
2014. Samningar tókust eftir þrjár
verkfallslotur í apríl s.l.
Skrifað var undir kjarasamning 29.
apríl 2014 til þriggja ára.
Sá kjarasamningur tekur til allra al-
mennra starfa á flugvöllum lands-
ins s.s. viðbragðs- og slökkviþjón-
ustu, öryggisgæslu, flugstjórnar-
miðstöðinni, viðhald húsnæðis og
flugbrauta, almennra skrifstofu-
starfa o.fl. Frá upphafi þess að farið
var að aka með flugfarþega í rútum
frá flugstöð að flugvélum hafa fé-
lagsmenn ofangreindra stéttar-
félgafélaga starfað við það samhliða
öðrum störfum á flugvellinum.
Hafa félögin og Isavia ohf. samið
sérstaklega um laun fyrir þessa
starfsemi.
Nú bregður svo við að ríkisfyri-
tækið Isavia hyggur á breytingar
á rútuakstri á Keflavíkurflugvelli
og nú á að stofna sérstaka deild
utan um þann rekstur. Ráða á sér-
staka starfsmenn í rútubíladeildina
en samhliða akstri rútubíla eiga
starfsmenn að sinna garðslætti og
almennum þrifum kringum Flug-
stöðina.
Fjölgun starfa á Suðurnesjum er
ætíð gleðiefni, sérstaklega fjölgun
starfa á meðal þeirra sem best eru
launuð á flugvellinum. Er sú launa-
hækkun ávöxtur elju starfsmanna
og stéttarfélaga þeirra við að gæta
hagsmuna sinna félagsmanna.
Mér þætti ótrúlegt ef einhver nú-
verandi starfsmanna Isavia eða fé-
lagsmaður í áðurnefndum stéttar-
félögum sækti um í þessari nýju
deild eftir að ríkishlutafélagið hefur
ákveðið að lækka laun fyrir þau
störf frá því sem nú er.
Til að komast hjá því að greiða
væntanlegum starfsmönnum eftir
nýgerðum kjarasamningi FFR/
SFR og LSS við Samtök atvinnulífs-
ins grefur Isavia ofan í glatkistur
gamalla kjarasamninga og finnur
samning sem einhvern tíma var
gerður á milli SA og ASÍ og tekur
til rútuaksturs einhvers staðar og
gefur ríkisfyrirtækinu færi á að
greiða umtalsvert lægri laun fyrir
sömu vinnu og unnin hefur verið
um árabil.
Undraorðið er að stofna nýja deild
um rútuakstur, ráða nýtt fólk inn á
nýjum samningi. Tilgangurinn: Að
græða nokkrar krónur. Skítt með
starfsmannaveltuna! Manni koma
í hug ljóðlínur Hannesar Hafsteins
í þessu samhengi: „Alltaf má fá
annað skip og annað föruneyti”.
Vafalaust löglegt en í hæsta máta
siðlaust, svo ekki sé meira sagt,
smekklaust af ríkinu að fara fram
með þessum hætti við að efla at-
vinnustarfsemi á landsvæði sem
þolað hefur mátt samdrátt í at-
vinnu í áraraðir.
Það, að ganga fram hjá starfs-
mönnum og stéttarfélögum þeirra
í von um sparnað upp á nokkrar
krónur er ekki nokkru fyrirtæki
sæmandi.
Ég geri þá kröfu til alþingismanna
sem kjósa þessu ríkisfyrirtæki
stjórn, svo ekki sé talað um hand-
hafa eina hluthafabréfisins, fjár-
málaráðherra, að krefjast þess af
stjórn Isavia ohf. að láta af slíkum
græðgishugsjónum sem bitna ein-
ungis á starfsmönnum og afkomu
þeirra.
Hér mætti rifja upp ummæli fyrr-
verandi forsætisráðherra og for-
manns Sjálfstæðisflokksins, sem
sagði við annað tækifæri „Svona
gera menn ekki”!
Reyndar er full ástæða fyrir al-
þingismenn að endurskoða laga-
klausu um opinber hlutafélög og
spyrja: Er einhver almennilegur til-
gangur með OHF annar en að geta
farið sínu fram gagnvart starfs-
mönnum?
Kristján Jóhannsson
Formaður Félags flugmála-
starfsmanna ríkisins
■■ Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur Útskálaprestakalli skrifar:
Hjúkrunarrýmum þarf að fjölga
■■ Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins:
Isavia býr til ný láglaunastörf á Suðurnesjum!
Samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
eru hér kynnt eftirfarandi deiliskipulagsverkefni.
1. Lýsing deiliskipulags á Reykjanesi og nágrenni
Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis
vegna deiliskipulags Reykjaness og nágrennis á svæði
sem í gildandi aðalskipulagi er merkt opið svæði til
sérnota (E og Z). Helstu markmið deiliskipulagsins
er að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn og bjóða upp á
þjónustu innan svæðisins.
2. Breyting á deiliskipulagi Grófin-Berg
Breyting felst í sameiningu lóðanna Bakkavegur 17 og
19 og stækkun Hótels Bergs inn á lóð nr. 19.
Tillögur deiliskipulags Grófin-Berg ásamt fylgigögnum
verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að
Tjarnargötu 12 frá og með 22. janúar til 5. mars 2015,
en lýsing deiliskipulags á Reykjanesi til 11. febrúar.
Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu
Reykjanesbæjar,www.reykjanesbaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með
gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. mars
2015. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrif-
stofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanes-
bæ. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna
fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Reykjanesbæ, 21. janúar 2015
Skipulagsfulltrúi
AUGLÝSING UM
SKIPULAGSMÁL
Í REYKJANESBÆ
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
Víkurfréttir koma næst út miðvikudaginn 28. maí. Síðasta blað fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Ágústa Þórey Haraldsdóttir,
Rakel K. Svanholt Níelsdóttir, Þorvaldur Kristleifsson,
Helga Níelsdóttir,
Valborg F. Svanholt Níelsdóttir,
börn og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
Níels Pétur Bergþór
Svanholt Björgvinsson,
Frá Krossavík í Þistilfirði,
Brekkustíg 16, Sandgerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum Reykjanesbæ,
miðvikudaginn 15. janúar.
Útför Níelsar fer fram í safnaðarheimilinu í Sandgerði,
mánudaginn 26. janúar, kl. 13:00.
Edith María Óladóttir,
Anna María Pétursdóttir, Sámal Jákup,
Jón Pétursson,
Guðbjörg Pétursdóttir, Guðlaugur Helgi Guðlaugsson,
Pétur Óli Pétursson, Lilja Valþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tendafaðir, afi og langafi,
Pétur Guðbjörn Sæmundsson,
Vallarbraut 6, Reykjanesbæ,
Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 20. janúar.
Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn 29. janúar, kl. 13:00.