Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.01.2015, Page 19

Víkurfréttir - 22.01.2015, Page 19
19VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 22. janúar 2015 ■ Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 30. janúar 2015.t ■ Umsækjendur þurfa að geta hað störf í maí og geta sótt 8 daga námskeið áður en þeir hea störf. SUMARSTÖRF VIÐ ÖRYGGISVÖRSLU Í TÆKNIDEILD ICELANDAIR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI HELSTU VERKEFNI: ■ Í starnu felst meðal annars vopna- og öryggisleit, eftirlit og önnur verkefni HÆFNISKRÖFUR: ■ Aldurstakmark 20 ár ■ Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu. ■ Almenn tölvukunnátta Nánari upplýsingar veita: Sævar Þorkell, netfang saevarj@its.is Steinunn Una, netfang: unasig@icelandair.is Við leitum að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæleika og þægilega framkomu. Óskað er eftir starfsfólki í vaktavinnu, annars vegar dag- og næturvaktir og hins vegar eingöngu næturvaktir á vaktaker 5-5-4. KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR Elías átti frábæra innkomu gegn Kanada XX Íslendingar gerðu 1-1 jafntefli við Kanada í vináttuleik í knattspyrnu sem fram fór á Flórída. Þar lék Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson með liðinu í seinni hálfleik. Elías átti lipra spretti á hægri kantinum og var einn af líflegri leikmönnum liðsins. Hinn 19 ára gamli sóknarmaður lék í ferðinni sína fyrstu tvo leiki með A-landsliði Íslands og stóð sig með mikilli prýði í þeim báðum. „Þetta var ótrúlega góð og skemmtileg reynsla sem hefur gefið mér aukið sjálfstraust,“ sagði Elías. Hann fékk góð viðbrögð frá þjálfurum liðsins sem hann bar góða söguna. Nýtt Íslandsmet hjá Sindra Arnar Helgi í þriðja sæti á Íslandsmótinu í bekkpressu XXKraftlyftingamaðurinn Sindri Freyr Arnarson frá Njarðvík, bætti enn einu Íslandsmetinu í safn sitt um helgina þegar Íslandsmótið í bekkpressu fór fram. Sindri, sem er 22 ára, keppir í -74 kg flokki fyrir Massa, en hann gerði sér lítið fyrir og lyfti 170 kg í bekknum og landaði Íslandsmeistaratitli. Annar Massa-maður, Keflvíkingurinn Arnar Helgi Lárusson, náði einn- ig góðum árangri á Íslandsmótinu sem haldið var samhliða Reykjavík International Games. Arnar náði sínum besta árangri þegar hann lyfti 140 kg sem dugðu honum í þriðja sæti í sama flokki og Sindri. Arnar er aug- ljóslega fjölhæfur íþróttamaður, en hann er betur þekktur fyrir afrek sín í hjólastólaralli, þar hefur hann m.a. nælt sér í bronsverðlaun á Evrópumóti. Ástrós og Ágúst best á Reykjavík International Games XXÞau Ástrós Brynjarsdóttir og Ágúst Kristinn Eðvarðsson, bæði úr Keflavík, voru valin bestu kven- og karlkeppandi á Reykjavík Internatio- nal Games um helgina og Ágúst Kristinn var einnig valinn besti kepp- andi mótsins í heild. Þau eru bæði tvöfaldir Norðurlandameistarar og stefna á að verja titilinn á Norðurlandamótinu sem verður í Þrándheimi í Noregi eftir tvær vikur. Suðurnesjaslagur í bikarúrslitum? XX Í vikunni var dregið í undanúrslit Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta. Möguleiki er á hreinum Suðurnesjaúrslitaleik í kvenna- flokki, en þrjú lið af svæðinu voru í pottinum. Topplið Domino's deildarinnar, Keflavík og Sæfell, leika í öðrum leiknum, en Grindavík og Njarðvík í hinum. Keflvíkingar leika á heimavelli gegn toppliðinu á meðan Grindvíkingar taka á móti 1. deildar liði Njarðvíkur í Röstinni. Leikið verður dagana 1. og 2. febrúar. Ray mun líklega leika á Filippseyjum XXGrindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson hefur undanfarið æft með liði Global FC í Filippseyjum og eru allar líkur eru á að hann geri sex mánaða samning við félagið á næstu dögum. Global hefur orðið meistari á Filippseyjum undanfarin tvö ár en liðið mun þar af leiðandi taka þátt í Asíukeppni félagsliða í sumar. „Eigandi klúbbsins hafði samband um hvort ég væri til í að koma hingað og prófa í nokkra mánuði fyrst ég væri orðinn samningslaus. Ég var reyndar búinn að lofa honum að prófa að spila hérna úti einhvern tímann fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði Ray í samtali við Fótbolta.net. Ray, sem er 35 ára, á 31 landsleik að baki með landsliði Filippseyja frá árinu 2010, en móðir hans er þaðan. Undanfarin tvö ár hefur Ray leikið með Kefl- víkingum en áður lék hann með Grindvíkingum. Samkvæmt lögum er hunda- eigendum skylt að láta hreinsa hunda sína af bandormum einu sinni á ári. Ormahreinsunin skal framkvæmd af dýralækni og skal staðfesting þess efnis send til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Frekari upplýsingar veitir Stefán B. Ólafsson (stefan@hes.is) eftirlitsmaður hjá HES Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja ORÐSENDING TIL HUNDAEIGENDA Á SUÐURNESJUM Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja // Skógarbraut 945 // 235 Reykjanesbæ // Sími 420 3288 SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 Lífið á Suðurnesjum í dag! Viltu auglýsa í Sjónvarpi Víkurfrétta? Nánari upplýsingar gefur Páll Ketilsson á pket@vf.is Háskólabrú Keilis, þorrablót Keflavíkur og tónlist í Keflavíkurkirkju

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.