Víkurfréttir - 22.01.2015, Page 20
vf.is
-mundi
Menn æla og væla
á Hafnargötunni...
FIMMTUDAGINN 22. JANÚAR • 3. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR
VIKAN Á VEFNUM
Anna María
Sveinsdóttir
Skvísurnar á leið á
blótið #mafia
Anna Lóa
Ólafsdóttir
Note to self: mundu
að það þýðir ekki
endilega að þú
sért búin að missa vinsældir
eða allan kynþokka þrátt fyrir
að einu sms-in sem þú færð
þessa dagana eru frá N1 og At-
landsolíu. Þýðir einfaldlega að
olíu-markaðurinn er að taka
breytingum og það er svigrúm til
lækkana!
Einar Skaftason
Lokatölur eru 29,1
kg sem eru farinn
af karli og er þyngd
kappans í dag 102,8
kg og ekki langt í tveggja stafa
tölu en gott fólk sú tala kemur
mjög fljótlega......
— feeling blissful.
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Veislustjóraselfie
dagsins...og við hin!
— with Árni Sigfús-
son and 3 others.
Valdimar
Guðmundsson
Jæja, varðandi stóra
Paddy´s málið.
Þessi staður hefur
náttúrulega mikið tilfinninga-
legt gildi fyrir okkur í bandinu
því hann var sá fyrsti sem gaf
okkur séns. Svo hefur maður
sjálfur farið á ótal marga góða
tónleika á þessum stað og það
væri leiðinlegt ef svona menn-
ingarmiðstöð myndi þurfa að
víkja. Það er nú ekki lengra síðan
en árið 2010 sem staðurinn fékk
menningarverðlaun Reykja-
nesbæjar, Súluna, fyrir "eflingu
tónlistarlífs í Reykjanesbæ
með því að skapa ungu tón-
listarfólki tækifæri til flutnings
tónlistar", svona stöðum á ekki
að loka. Ég vona innilega að
tónlistarunnendur eins og Guð-
brandur Einarsson og Kjartan
Már Kjartansson sjái hag sinn
og annarra í Reykjanesbæ í því
að leyfa staðnum að vera þarna
áfram og rífi ekki niður þetta
ómetanlega verðmæti sem
Paddy´s er.
ÁLAGNINGARSEÐLAR
FYRIR ÁRIÐ 2015
Tilkynning til eigenda fasteigna um álagningu ársins 2015
Álagningarseðlar fyrir árið 2015 verða eingöngu birtir rafrænt og ekki sendir út í bréfapósti. Nú geta fasteignaeigendur nálgast
álagningarseðilinn á mittreykjanes.is og á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is. Reykjanesbær mun þó áfram senda
einstaklingum 67 ára og eldri álagningarseðil í pósti. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í pósti er bent á að
senda tölvupóst á netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is
Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 25. janúar 2015 til og með 25. október 2015. Eindagi fasteignagjalda er
þrjátíu dögum eftir gjalddaga og falla öll gjöld ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Reynist heildarálögð gjöld 20.000 krónur eða
lægri er gjalddagi heildargjaldanna 25. janúar 2015. Athygli er vakin á því að greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda eru sendir út
rafrænt og birtast í heimabönkum. Þeir sem vilja fá senda greiðsluseðla er bent á að senda tölvupóst
á thjonustuver@reykjanesbaer.is
„Bæjarstjóri Reykjanesbæjar var
á fundi með okkur í gær [þriðju-
dag] þar sem við lögðum fram
bréf, stílað á bæjarráð, þar sem
við hvöttum til að þess að þessi
ákvörðun yrði endurskoðuð.
Hann sagði okkur þó að ekki yrði
að því - því miður,“ segir Har-
aldur Árni Haraldsson, skóla-
stjóri Tónlistaskóla Reykjanes-
bæjar. Þann 1. mars næstkomandi
mun Reykjanesbær ekki lengur
endurgreiða kennurum tónlist-
arskólans, sem koma frá höfuð-
borgarsvæðinu, andvirði rútufar-
gjalds til og frá vinnu.
Kennarar hafa haft val um hvort
endurgreiðslan nýtist í rútufar-
gjald eða upp í eldsneyti. 28 af 44
kennurum tónlistarskólans koma
til vinnu frá höfuðborgarsvæðinu
og Haraldur segist óttast að missa
þennan mannskap. Enginn þeirra
hafði sagt upp þegar Víkurfréttir
náðu tali af Haraldi í gær. „Miðað
við viðbrögðin á fundinum óttast
ég það þó. Þeim ætti ekki að verða
skotaskuld úr því að fá vinnu nær
heimilum sínum. Það er vöntun á
kennurum í þessum greinum. Ég
vona að aðstaðan og fyrirkomu-
lagið hér verði til þess að halda
þeim hér,“ segir Haraldur.
■■ Tónlistarskólastjóri uggandi
yfir ákvörðun Reykjanesbæjar:
Taka af ferðastyrki til
28 tónlistarkennara