Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.06.2015, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 25.06.2015, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 25. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 vf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Olga Björt Þórðardóttir, olgabjort@vf.is Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is og kylfingur.is ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN: AUGLÝSINGASTJÓRI: UMBROT OG HÖNNUN: AFGREIÐSLA: PRENTVINNSLA: UPPLAG: DREIFING: DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA: Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáaug- lýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðju- dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. PÁLL KETILSSON RITSTJÓRNARPISTILL KIRKJUR OG FERÐAÞJÓNUSTAN Það var vel við hæfi að forsætis- ráðherra landsins tæki fyrstu skóflustungu að nýrri bænda- kirkju í 19. aldar stíl í túnfætin- um við Minna-Knarrarnes á Vatnsleysuströnd. Hjónin Anna Rut Sverr is dótt ir og Birg ir Þór- ar ins son reisa kirkjuna. For- sætisráðherra sagði þegar hann tók skóflustunguna að athöfnin væri ein sú skemmtilegasta og mest uppörvandi opinbera athöfn sem hann hefði tekið þátt í. Það er kannski ekki að furða að þessi uppákoma hafi verið skemmtilegri en puðið sem kallinn hefur staðið í að undanförnu. Þarna fóru einmitt fram stjórn- armyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks við myndun núverandi ríkisstjórnar, á heimilinu að Minna Knarrarnesi. Hjónin Anna og Birgir eru með litla ferðaþjónustu þarna á þessum fallega stað og kirkjan mun án efa draga til sín fleiri gesti út á Strönd. Það er magnað hvað kirkjur draga að sér marga gesti en þær eru eins og margir vita vinsælustu ferðamannastaðir í mörg- um borgum víðs vegar í heiminum. Ferðaþjónustan nær nú hámarki á Íslandi. Við sjáum dæmi þess í stærstu stóriðju Suðurnesja, Flugstöð Leifs Eiríkssonarar. Hún er viðkomustaður nærri tuttugu flugfélaga og nú er svo komið að flugstöðin rúmar varla alla gestina þegar margar flugvélar eru að koma eða fara á svipuðum tíma. Með tilkomu fleiri lággjaldaflugfélaga er nú ekki eingöngu flug- tök og lendingar á morgni og aftur síðdegis heldur líka á tímum á milli, t.d. í kringum miðnætti. Þegar sá sem þetta ritar kom í stöðina nýlega voru tugir manna liggjandi, ýmist dormandi, vakandi eða sof- andi um alla jarðhæð hússins. Ekki skemmtilegt en fylgifiskur þess að stöðin er hreinlega sprungin, alla vega á álagstímum. Þetta mátti einnig lesa úr orðum forstjóra Isavia sem var í viðtali í VF í síðustu viku. Ferðaþjónustan hefur mjög góð áhrif á Suðurnesj- um fyrir alla sem taka þátt í ferðaævintýrinu. Einn veitingaaðili í Keflavík sagði í vikunni við VF að það væri um 70-80% aukning hjá honum frá því í fyrra. Vitað er um fleiri dæmi um mikla aukningu. Það er eitthvað sem við áttum von á. Nú skiptir miklu máli fyrir alla að taka vel á móti gestunum. VARÐ HÆST Í LÖGFRÆÐI Í HR OG ER Á LEIÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR Í MEISTARANÁM: Vill kljást við erfið samfélagsleg mál Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir Olsen fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í BA námi í lögfræði við Háskól- ann í Reykjavík, við hátíðlega brautskráningu 553 nemenda skólans um liðna helgi. Guðrún ólst upp við Heiðarból og gekk í Heiðarskóla í Keflavík og seg- ir hafa verið gott að búa þar því svo stutt hafi verið í allt. Þaðan lá leiðin í Verslunarskóla Íslands og var Guðrún löngu búin að ákveða að læra lögfræði áður en hún sótti um í HR. Á lokaárinu í HR ákvað Guð- rún að taka tvo meistaraáfanga í staðinn fyrir að skrifa lokaverk- efni. „Ég ætlaði mér alltaf erlendis í meistaranám og vissi að þessir áfangar myndir hjálpa mér fyrir lögmannsprófið (hdl - prófið). Ég tók skuldaskilarétt og alþjóðlegan skattarétt,“ segir Guðrún, sem fékk inngöngu í meistaranám í lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla í haust og mun því búa þar næstu tvö árin. Hún segir almenna leigu- markaðinn þar erfiðan en bindur vonir við að fá húsnæði. Í sum- ar starfar hún á lögfræðistofunni Logos og er að vonum alsæl með að geta starfað við það sem hún stundaði nám við. Býr með einum stofnenda StopWaitGo Guðrún býr nú í Kópavogi með unnusta sínum, Ásgeiri Orra Ás- geirssyni, einum stofnenda fyr- irtækisins StopWaitGo, sem átti bæði úrslitalögin í undankeppni Eurovision hér á landi. Guðrún stóð vil hlið síns manns í því ferli og segir það hafa verið mjög skemmti- legan og áhugaverðan tíma. „Ferlið byrjaði þegar þeir sendu inn lögin og endaði eftir aðalkeppnina í Vín. Ég áttaði mig ekki á hversu ofboðs- lega stórt dæmi Eurovision er fyrr en við vorum komin til Vínar. Þótt hlutfallslega horfi flestir á keppn- ina hér á landi var gríðarlegur fjöldi fólks sem fylgdist með þessu úti.“ Þá segir hún hafa verið magnað að fylgjast með öllu sem fram fór baksviðs líka og lokakvöldið hafi verið draumi líkast. Aðspurð seg- ist Guðrún ekki kvíða fjarbúðinni næstu tvö árin. „Ásgeir fer á vegum síns fyrirtækis oft til Los Angeles í einhverja mánuði svo að við eru vön að vera aðskilin. Stoðir sam- bandsins eru sterkar.“ Horfði heilluð á Law&Order og slíka þætti Guðrún hefur lengi haft áhuga á lögfræði og horfði gjarnan á þætti eins Law&Order með mömmu og Pabba og CSI. „Mér fannst svo spennandi að sjá þau leysa öll mál og koma "vonda fólkinu" í fangelsi og mig langaði að gera það sama og áætlaði að lögfræðingar myndu gera það sem er kannski ekki alltaf raunin,“ segir Guðrún. „Lögfræði tengist svo mörgum þáttum í daglegu lífi, allt frá því að kaupa bíl, gifta sig og ýmislegs annars. Það er svo heillandi við hana.“ Guðrún er staðráðin í, eft- ir að hafa náð í héraðsdómslög- mannsréttindin, að starfa við lög- mennsku, málflutning og að kljást við erfið samfélagsleg mál. „Ég hef mestan áhugan á að sérhæfa mig á sviði fyrirtækjaréttar, skattarétt- ar og Evrópurétti,“ segir hún að lokum. FREYJUVELLIR 3 200m2 einbýlishús á sérstaklega góðum stað í Keflavík. Þetta er mjög góð eign, með fallegum og sólríkum garði. 46.000.000.- NORÐURGARÐUR 6 260m2, 5 herbergja raðhús/einbýli á góðum stað í Keflavík. Vönduð og falleg eign. 37.300.000.- Guðrún býr nú í Kópavogi með unnusta sínum, Ásgeiri Orra Ásgeirssyni, einum stofnenda fyrirtækisins StopWaitGo.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.