Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.2015, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 27.08.2015, Qupperneq 10
10 fimmtudagur 27. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR Hafliði er einn af frumbyggj-unum á Ásbrú, hefur búið í öllum hverfum utan við eitt og tekið virkan þátt í því nýsköp- unarsamfélagi sem þar hefur skapast. Hann er 25 ára og ætt- aður úr Leirá í Leirársveit en hann kolféll fyrir náminu hjá Keili og sótti um samdægurs þegar hann sá það auglýst. „Af einhverjum ástæðum hafði ég haft áhuga því hvað yrði um svæðið þar sem Kaninn hélt til einu sinni. Þegar ég útskrifaðist úr fjölbraut þá hélt ég í bakpoka- ferðalag um heiminn og hafði enga hugmynd um það hvað ég ætlaði mér að verða þegar ég yrði stór. Ég rakst á nemendatímarit frá há- skólanum í Victoria þegar ég var að ferðast um eyjarnar hjá Vancouver í Kanada. Ein greinin þar fjallaði um nýtingu á metani á fiskiskipum og þá small eitthvað hjá mér. Ég ákvað að leita mér að einhverju raungreinatengdu námi í tengslum við orkunýtingu þar sem ég hafði á þeim tíma mikinn áhuga á stærstu vandamálum nútímans: orkuskorti og umhverfisvandamálum. Ég fór því að skoða hvaða nám væri mögulegt á Íslandi. Ég skoðaði fyrst nám á Akureyri í orku- og umhverfisfræði en þá kom í ljós að því námi hafði verið hætt. Þá frétti ég af því að Keilir væri að kenna orku- og umhverfistæknifræði, ég kolféll fyrir því og sótti um sam- dægurs“. Staðsetningin heillaði Það sem heillaði Hafliða í upphafi var staðsetning námsins á Ásbrú og sú hugmyndafræði nýsköpunar sem þar er unnið eftir. „Staðsetningin er sérstaða tækni- fræðinámsins í Keili. Þegar fólk hefur ákveðið að flytja á Ásbrú og stunda þar nám eða stofna fyrir- tæki í kringum verkefni eða hugar- fóstur – þá verður miklu meira úr því. Ásbrú er frábært svæði ef maður hefur rétta hugarfarið og það er stutt í flest allt sem nem- andi eða frumkvöðull þarf. Ég fékk til að mynda tækifæri til þess að láta hugmynd verða að veruleika og það var bara vegna þess að ég hafði með mér frábæra samnem- endur, frábæra leiðbeinendur sem tóku þátt eða veitti ráðgjöf og mót- tækilega einstaklinga í samfélaginu sem höfðu áhuga á því að láta hluti gerast. Frumkvöðlasetrið í Eldey hefur reynst algjör himnasending og ég held að námið og búsetan hefði ekki verið eins ánægjulegt ef ekki hefði verið fyrir starfsemina þar. Samfélagið allt virðist líka bara vera mjög móttækilegt fyrir hug- myndum og vill að þær verði að veruleika.“ Námið var krefjandi og viður- kennir Hafliði að hann hafi lítið þekkt til tæknifræði þegar hann byrjaði. „Árin í Keili fóru töluvert fram úr mínum björtustu vonum. Að sjálf- sögðu var námið nýtt þegar ég byrjaði, aðeins einn árgangur út- skrifaður á þeim tímapunkti og mikið sem hefði betur mátt fara. Það góða er hinsvegar það að deildin var mjög opin fyrir því að nemendur tækju þátt í uppbygg- ingu og mótun á sérstöðu skólans og ég held að það hafi verið öllum til bóta“. Að sögn Hafliða var nemenda- hópurinn þéttur enda hafi bekkjar- félagar séð hvorn annan meira en fjölskyldur sínar á námstímanum. „En þetta var þó allt þess virði og mikil reynsla sem hefur myndast við að kljást við erfið verkefni og koma með góðar lausnir á ýmis- skonar vandamálum.“ Sáttur við það að geta gengið í skólann Hafliði hafði aðeins einu sinni áður komið á Ásbrú áður en hann settist þar á skólabekk og fékk þar afhenta íbúð. Hann byrjaði í ein- staklingsíbúð í 700 hverfinu og leið að eigin sögn svoldið eins og að gista á hóteli án þjónustunnar. „Það var voða skrítið. Ég fílaði ekki að búa einn þannig að ég flutti um haustið í íbúð í 1100 hverfinu ásamt bekkjarfélaga mínum og það var mjög skemmtilegt, mikill gesta- gangur og fjör. Ári seinna fluttum við í 1200 hverfið í stærri íbúð og tókum annan félaga með okkur. Þannig að ég hef eiginlega búið í öllum hverfunum á Ásbrú nema 900 hverfinu. Ég var rosalega sáttur með að geta alltaf gengið í skólann, það er eiginlega það sem stendur upp úr. Þá bjuggu flestir bekkjar- félagar mínir eiginlega í næstu götu þar í kring og því mikill samgangur á milli manna.“ Hafliði tók sæti í nemendafélaginu á fyrsta ári og bauð sig strax fram í formannssætið. „Ég hafði bara svo margar hug- myndir um það hvernig hægt væri að bæta nemendalífið og mig langaði rosalega mikið að taka virkan þátt í samfélaginu. Ég held að mér hafi tekist flest af því sem mig langaði að gera í upphafi en ég sat í nemendafélaginu eins lengi og ég gat. Það gaf mér tækifæri á að kynnast samfélaginu á virkan hátt, og af einhverri ástæðu þá tekur fólk mann meira alvarlega ef maður kynnir sig sem einstakling í for- svari fyrir einhvern hóp.“ Ein af hugmyndunum sem fæddust í nemendafélaginu var að stofna rými fyrir nemendur þar sem þeir gætu unnið að hugmyndum utan skóla. Félagið fékk aðstöðu í Eldey frumkvöðlasetri og úr varð stafræn smiðja sem fékk nafnið Hakkit. „Hakkit hefur þróast svo ótrúlega skemmtilega og aldrei stoppa hug- myndirnar og tækifærin. Hakkit hefur núna flest þau verkfæri og þau tæki og tól sem fólk þarf til að búa til nánast hvað sem er. Stefnan er að bæta ennþá meira þjónustuna þannig að frumkvöðlar geti nýtt sem aðstöðuna sér til framdráttar, hvort sem það er til að kynnast öðrum í samfélaginu, til að þróa frumtýpur af einhverri vöru eða þá sem fyrsta vinnurými.“ Lokaverkefnið Hafliða var unnið í samstarfi við nýsköpunarfyrirtæki sem er staðsett í Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að finna not fyrir hráefni sem er venjulega urðað í dag og skoðaði Hafliði það metanamgn sem hægt er að vinna úr aukaafurðum sem verða til við lýsisframleiðslu sem í dag er borgað fyrir að urða. Haf- liði vann við leiðsögn í sumar og segir hann það góða reynslu að meðhöndla hópa, hugsa fyrir þá og stjórna þeim. „Draumurinn er hins vegar að taka virkan þátt í að þróa betur starfsemina og hugmyndafræðina á Ásbrú. Hvort sem það verður í gegnum hakkið eða eitthvað annað verður bara að koma í ljós. Ég held að draumastarfið mitt væri að vinna í hugmyndum og leiða saman fólk með mismunandi bak- grunn til þess að gera flotta hluti. Tæknifræðigráða er ótrúlega víð- tæk og gefur manni kost á því að framkvæmda það sem maður hugsar, hún hjálpar manni við að búta niður hugmyndir í raunhæfari einingar – og svo framkvæma þær“. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2015 er til 15. október nk. -viðtal pósturu dagny@vf.is Frumbyggi á Ásbrú hefur búið í þremur hverfum og er mjög sáttur: Samfélagið allt mjög móttækilegt fyrir hugmyndum Hafliði Ásgeirsson útskrifaðist á dögunum sem tæknifræðingur frá Keili og Háskóla Íslands eftir þriggja ára nám en lokaverkefni hans fjallaði um metan- vinnslu úr ónýttum aukaafurðum lýsisframleiðslu í samblöndun við kúamykju. ljosanott.is Velkomin á björtustu fjölskylduhátíð landsins Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin dagana 2.–6. september Dagskrá á útisviði Blönduð fjölskyldudagskrá á útisviðinu allan daginn Ingó Veðurguð • Bæjarstjórnarbandið • Jóhanna Ruth • Leikhópurinn Lotta Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar • Bestu vinir í bænum • Sígull Bryn Ballett Akademían • Taekwondo • Danskompaní • Pakkið Kolrassa Krókríðandi • Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar • Líf og friður Sveitapiltsins draumur, tónleikar til heiðurs Rúnari Júlíussyni Listsýningar um allan bæ og hin ómissandi Árgangaganga Tónlistarveisla • Kjötsúpa • Heimatónleikar • Sagnakvöld • Lög unga fólksins Bryggjusöngur • Bíla- og bifhjólasýning • Hátíð í Höfnum • Hjólbörutónleikar Gospel og læti • Rokksafn Íslands • Leiktæki • Hoppukastalar Brúðubíllinn • Skessulummur og dúndur Ljósanæturtilboð í verslunum Sjá dagskrá á ljosanott.is HS Orka lýsir upp Ljósanótt! Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur Láttu sjá þig! Reykjanesbær 2015

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.