Víkurfréttir - 12.11.2015, Side 19
19VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 12. nóvember 2015
Þér og vinkonum þínum er boðið í
létt dekur á huggulegu konukvöldi
fimmtudaginn 19. nóvember klukkan
19:30, í verslun okkar í Bláa Lóninu.
KÆRU VINKONUR
KONUKVÖLD Í BLÁA LÓNINU
• 30% afsláttur af Blue Lagoon húðvörum
• 20% afsláttur af öðrum vörum
• Glaðningur með öllum vörukaupum
• Allar konur sem versla fara í pott og þrjár
heppnar geta unnið veglegan húðvörupakka
• Veitingar frá matreiðslumeisturum LAVA
• Tónaflæði í höndum DJ Yamaho
Laugardaginn 14. nóvem-ber frá kl.12:00-16:00 munu
Lionsklúbbur Keflavíkur, Lions-
klúbbur Njarðvíkur, Lions-
k lúbburinn Æ s a Njarðv í k,
Lionsklúbburinn Garður, Lions-
klúbbur Sandgerðis og Lionessu-
klúbbur Keflavíkur í samstarfi
við Lyfju í Krossmóa, vera í Nettó
Krossmóa að bjóða fólki upp á
fría blóðsykursmælingu.
Þetta er gert í tilefni af Alþjóðadegi
sykursjúkra en nóvember er mán-
uður sykursýkisvarna hjá Lions.
Lionsklúbbur Grindavíkur verður
með fría blóðsykursmælingu í
Nettó í Grindavík föstudaginn
13. nóvember kl. 13-16. Þá verður
Lionsklúbburinn Keilir í Vogum
með blóðsykursmælingu í Iðndal 2
í Vogum laugardaginn 14. nóvem-
ber kl. 13-15.
Markmiðið með átakinu er að
vekja almenning til umhugsunar
um hættuna sem getur stafað af því
að ganga með dulda sykursýki.
Leikskólafólk aflaði
fjár með miðilsfundi
-fréttir pósturu vf@vf.is
Starfsfólk leikskólans í Vogum stóð fyrir opnum skyggni-
lýsingarfundi í síðustu viku, þar
sem Þórhallur Guðmundsson
miðill var með skyggnilýsingar.
Skyggnilýsingar og miðilsfundir
eru þessa dagana talsvert í sam-
félagsumræðunni og sýnist sitt
hverjum, segir í vikulegu frétta-
bréfi sem Ásgeir Eiríksson, bæjar-
stjóri í Sveitarfélaginu Vogum,
sendir frá sér. Skyggnilýsinga-
fundurinn var haldinn sem fjár-
öflunarsamkoma vegna fyrir-
hugaðrar námsferðar starfsfólks
leikskólans árið 2017.
Íbúar sveitarfélagsins virðast hins
vegar margir hafa áhuga á mál-
efninu, því aðsóknin var góð, segir
bæjarstjórinn. „Góður rómur var
gerður að lýsingum Þórhalls, sem
var sagður hafa farið á kostum og
komið fram með margvíslegar
vísbendingar um ýmis tengsl við
gesti fundarins sem erfitt var að
véfengja,“ segir Ásgeir Eiríksson í
fréttabréfinu og bætir við:
„Bæjarstjóri hefur leitt hugann að
því að fá Þórhall til að aðstoða við
fjárhagsáætlunargerðina, ekki síst
væri nú gott að fá aðstoð við að spá
um tekjujöfnunarframlag næsta árs
úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga,“ og
setur svo broskall í lok færslunnar.
Fríar blóðsykursmælingar Lions
– á Suðurnesjum
Auglýsingasími
Víkurfrétta er 421 0001