Víkurfréttir - 10.12.2015, Síða 8
8 fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
ATVINNA
Starfsmaður óskast í afgreiðslu
á Fitjabakka 2 - 4.
Vinnutími frá kl. 12:00 til 18:00.
Umsóknareyðublöð eru á staðnum einnig
er hægt að sækja um á steinar@olis.is
Æskilegt að umsækjandi
sé ekki yngri en 20 ára.
Óska leyfis til frekari uppbyggingar
-fréttir pósturu vf@vf.is
„Það gleður okkur mikið að geta
tekið á móti viðskiptavinum á
þetta glæsilega flugvalla-og ráð-
stefnuhótel sem Park Inn by
Radisson og geta boðið upp á
allt það sem þessi heimsþekkta
hótelkeðja hefur upp á að bjóða,“
segir Bergþóra Sigurjónsdóttir
hótelstjóri en Icelandair hótelið
í Keflavík hefur gengið til sam-
starfs við Carlson Rezidor, eina
stærstu hótelkeðju heims.
Hótelið verður rekið undir heitinu
Park Inn by Radisson Reykjavik
Keflavik Airport. Hótelið var áður
hluti af Icelandairhotels keðjunni.
Hótelið er vel búið 77 herbergjum
og svítum og býður upp á frábæra
470m2 fundar-og ráðstefnu-að-
stöðu - og er fullkomlega staðsett
í miðjum bænum aðeins 5 km frá
Leifsstöð. Undanfarin tvö ár hafa
miklar breytingar verið gerðar á
hótelinu með fjölgun herbergja í
77 og jafnframt 5 nýir fundarsalir
í ýmsum stærðum, teknir í notkun
en þeir taka allt að 300 manns í
sæti. Á næstu misserum verða
eldri herbergi og líkamsræktarað-
staða hótelsins endurnýjuð.
Carlson Rezidor hótelkeðjan er ein
af stærstu hótelkeðjum í heimi með
um 1400 hótel með um 220,000
herbergi í 110 löndum. Park Inn by
Radisson er eitt af merkjum keðj-
unnar. „The Rezidor Hotel Group
er eina alþjóðlega hótel-keðjan
með umfangsmikinn rekstur
hótela á Norðurlöndunum og er
leiðandi í rekstri flugvallahótela á
öllum helstu millilandaflugvöllum
í Evrópu. Með opnun þessa hótels
styrkjum við stöðu okkar með því
að bjóða upp á fjölbreytt hótel og
þannig bjóða gestum okkar upp á
þjónustu-upplifun í heimsklassa,“
segir Tom Flanagan, varaforseti
Rezidor Hotel Group Nordics.
Athygli vekur nafngiftin, þá sér-
staklega „Reykjavik“ - en 85% af
gestum eru erlendir ferðamenn og
ástæðan fyrir nafninu er tenging
við flugstöðina en útlendingar eru
að fljúga til Reykjavíkur skv. flug-
miðum. Svipað og Gardemoen í
Osló sem dæmi, þar er alþjóðaflug-
völlurinn í sambærilegri fjarlægð
frá Osló en samt eru ferðamenn að
fljúga til Oslo en ekki Gardemoen,
segir í tilkynningu frá hótelinu.
Icelandair hótelið verður
Park Inn by Radisson
Séð inn í nýja
mótttöku Park
Inn hótelsins í
Keflavík.
Undanfarin tvö ár hafa miklar breytingar
verið gerðar á hótelinu með fjölgun her-
bergja í 77 og jafnframt 5 nýir fundarsalir
í ýmsum stærðum
Hafnargötu 19 • Reykjanesbæ • S: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is
Már Gunnarsson
flytur lögin sín og annara fyrir gesti og gangandi
fimmtudaginn 10. desember kl. 21:00 - 21:40
ATH! - FRÍTT INN
söngvari og lagasmiður
JÓLATÓNLEIKAR Á RÁNNI
Ytri-Njarðvíkurkirkja
Aðventusamkoma
13. desember kl.17:00.
■ VOCES MASCULORUM
SYNGUR.
■ BÖRN FRÁ TÓNLISTAR-
SKÓLA REYKJANESBÆJAR
LEIKA Á HLJÓÐFÆRI
■ KÓR KIRKJUNNAR
LEIÐIR ALMENNAN SÖNG.
■ JÓLATRÉSKEMMTUN
21. DESEMBER KL.11:00.
■ DANSAÐ Í KRINGUM
JÓLATRÉ
■ JÓLASVEINN SEM Á HEIMA
Í FJALLINU KEILI MÆTIR OG
GEFUR BÖRNUNUM
EITTHVAÐ GOTT.
Allir velkomnir. Eigendur i-Stay ehf. hafa óskað heimildar bæjaryfirvalda til
frekari stækkunar og uppbygg-
ingar á tjaldsvæði bæjarins með
heils árs þjónustu í huga. Upp-
byggingin felst í fjölgun úr 4 smá-
hýsum í 8 og byggingu nýs þjón-
ustuhúsnæðis fyrir þau.
Til að gera þessa stækkun mögu-
lega óskar i-Stay eftir heimild til að
stækka svæðið fyrir smáhýsin m.a.
með því að fara inn í svokallaða
Gulllág (til norðausturs). Markmið
i- Stay er að framkvæmdin verði
tilbúin fyrir sumarið 2016 og óskar
fyrirtækið því eftir samþykki og
leyfi frá bæjaryfirvöldum.
Erindi i-Stay ehf. um leyfi til frekari
uppbyggingar var vísað til sviðs-
stjóra umhverfis-, skipulags- og
byggingarmála og jafnframt til um-
sagnar í húsnæðis-, skipulags- og
byggingarráði og atvinnu-, ferða-
og menningarráði. Málið verður
svo lagt að nýju fyrir næsta fund
bæjarráðs Sandgerðis.