Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.12.2015, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 10.12.2015, Blaðsíða 35
35VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 10. desember 2015 Við leitum að samviskusömum og duglegum starfsmanni til að starfa á morgunvöktum í eldhúsi Lækningalindar. Vinnutíminn er frá kl. 6:30 til 15:00 í um 75% starfshlutfalli. Um framtíðarstarf er að ræða. Í Lækningalind eru 35 glæsileg hótelherbergi í einungis 10 mínútna göngufjarlægð frá Bláa Lóninu. Starfið felur í sér undirbúning og framreiðslu morgunverðarhlaðborðs fyrir hótelgesti. Jafnframt tekur starfsmaður þátt í aðstoð við hádegisverð og ber ábyrgð á frágangi í eldhúsi og matsal. Hæfniskröfur • Rík þjónustulund • Snyrtimennska og vandvirkni • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð samskipta- og samstarfshæfni • Góð enskukunnátta • Áreiðanleiki og stundvísi Bláa Lónið hefur um árabil verið í hópi bestu heilsulinda heims og hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir framúrskarandi aðstöðu og einstaka upplifun. Bláa Lónið er eitt af 25 undrum veraldar að mati National Geographic. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kolbrún Magnúsdóttir sérfræðingur á mannauðssviði í síma 420 8800. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn í gegnum heimasíðu Blue Lagoon www.bluelagoon.is/atvinna þar sem fyllt er út almenn umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 16. desember n.k. VILT ÞÚ STARFA Í LÆKNINGALIND BLÁA LÓNSINS? - alltaf eitthvað nýtt í hverri viku! SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA Sjónvp Vík é a fimmtudagskvöld kl. 21:30 og á vf.is Árelía Eydís og nýja bókin Suðues sæs stelpan á bainu - segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow air sem sér mikla möguleika í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum HD á vf.is Á dagskrá í kvöld á ͍ Óborganle viðl við indvíska hljóm€eirbræður Ekki missa af þessu! Tapað - Fundið! WOW!Þóra Jónsdóttir sýnir á Kaffitári XXMyndlistarkonan Þóra Jónsdóttir mun halda sýningu í húsnæði Kaffitárs í Innri-Njarðvík í desembermánuði. Þar mun Þóra sýna níu myndir sem hún hefur unnið að á þessu og síðasta ári. Sýningin er opin á opnartíma Kaffitárs. Þóra byrjaði fyrst að mála í Amager malerier - tegninger skólanum í Danmörku 1985 en eftir að hún flutti heim árið 1989 hefur hún sótt fjölda námskeiða. Hún hefur haldið fjölda sýninga hér um slóðir í gegnum tíðina. Kvenfélagið í Vogum gaf sex saumavélar - Nemendur og starfsfólk Stóru-Vogaskóla þökkuðu fyrir með dynjandi lófataki XXKvenfélagið Fjóla í Vogum færði grunnskóla bæjarins sex sauma- vélar að gjöf. Saumavélarnar eru ætlaðar til textílkennslu. Hanna Helgadóttir, formaður félagsins, afhenti skólanum vélarnar og veitti Svava Bogadóttir, skólastjóri, þeim viðtöku. Nemendur og starfsfólk þökkuðu kvenfélaginu fyrir með dynjandi lófataki. Að sögn Hönnu, formanns Kvenfélagsins Fjólu, voru saumavélarnar keyptar fyrir afrakstur ýmissa fjáraflana. Hjá Kvenfélaginu Fjólu er öflugt starf og fagnaði það 90 ára afmæli sínu síðasta sumar. Við það tækifæri var öllum bæjarbúum boðið til kaffi- samsætis á 17. júní. Hanna Helgadóttir, formaður Kvenfélagsins Fjólu og Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-Vogaskóla

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.