Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.12.2015, Side 16

Víkurfréttir - 10.12.2015, Side 16
16 fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR -mannlíf pósturu vf@vf.is Góð þátttaka og mikil gleði var á jólaballi fólks með fötlun sem Björn Vífill Þorleifs- son veitingamaður á Ránni og Kjartan Már Kjartansson bæjar- stjóri Reykjanesbæjar buðu til á Ránni í síðustu viku. Guðbrandur Einarsson for- seti bæjarstjórnar og tónlistar- maður hélt uppi stuðinu í fé- lagi við Kjartan Má sem greip í fiðluna á milli dansa. Sungið var og dansað kringum jólatréð og þegar veitingar voru bornar fram komu góðir gestir til að skemmta, Rauðhetta og úlfurinn frá Leik- félagi Keflavíkur en sýningum á Rauðhettu lauk nýverið og Sissa, Sesselja Ósk Stefánsdóttir 9 ára stúlka úr Reykjanesbæ sem mun syngja á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar nk. laugardag. Heimsókn jólasveina vekur alltaf lukku og sú var einnig raunin í gær. Þeir voru reyndar svolítið blautir á bak við eyrun blessaðir og það þurfti að kenna þeim ýmislegt áður en þeir gátu tekið þátt í dansinum kringum jóla- tréð, en þeim var fyrirgefið, sér- staklegar þegar gestir sáu hvað leyndist í pokanum þeirra. Mikil gleði á jólaballi fólks með fötlun á Ránni XuForeldrum bar boðið í piparkökur og kaffi á leikskólann Gimli í vikunni. Krakkarnir eru alltaf ánægð að fá mömmu og pabba í heimsókn og það er líka gagnkvæmt hjá foreldrunum. Þessar myndir voru teknar í jólastemmningu á Gimli. Piparkökur fyrir mömmu og pabba á Gimli www.vf.is 83% LESTUR + JÓLABINGÓ Á NESVÖLLUM Félag eldri borgara mun halda jólabingó sunnudaginn 13. desember kl. 13:30. Húsið opnar kl. 12:30. Veglegir vinningar í boði Spjaldið er á kr. 300 Heitt verður á könnunni og auðvitað eitthvað gott með því. Hittumst hress og kát.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.