Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.12.2015, Qupperneq 30

Víkurfréttir - 10.12.2015, Qupperneq 30
30 fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR Áhugasamir sæki um starfið á heimasíðu fyrirtækisins, www.airportassociates.com. Nánari upplýsingar veitir Telma Guðlaugsdóttir, telma@airportassociates.com. Umsóknarfrestur er til 17. desember 2015. Laust starf launafulltrúa Airport Associates leitar eftir starfsmanni í fullt starf launafulltrúa á starfsmannasviði fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur opinn hug til að takast á við fjölbreytt verkefni. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið: • Vinnsla launabókhalds • Upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsmanna • Samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila • Ýmis önnur störf í tengslum við kjaramál starfsmanna • Önnur tilfallandi störf á starfsmannasviði Menntunar- og hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Góð reynsla af launabókhaldi er nauðsynleg • Þekking á H-launum og Mytimeplan tímastjórnunarkerfi er kostur • Góð kunnátta og færni í Excel • Metnaður, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Þjónustulund, jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar -jólatónar pósturu vf@vf.is Grindvíkingurinn Agnar Steinarsson er aðdáandi góðrar jólatónlistar. Gunnar Þórðarson, eða Suðurnesja-Mozart eins og Agnar kýs að kalla hann, kemur alltaf með jólaandann á heimili Agnars. Svo kemur sér- stakur jólasveinn í heimsókn árlega sem fáir hafa heyrt af, en sá heitir Stebbastaur. SUÐURNESJA- MOZART VEKUR UPP JÓLAANDANN Af því – Stefán Hilmarsson Stebbastaur er fyrsti jóla- sveinninn á mínu heimili þ v í k o n a n m í n h ú n Mat t h i l du r byrjar alltaf aðventuna á því að hlusta í jóladiskana með idolinu sínu. Þetta er einfaldlega frábært lag og snilldarlega sungið hjá Stef- áni. Don´t save it all for Christmas day – Celine Dion É g v e r ð a ð viðurkenna að ég hækka alltaf í botn þegar ég heyri þetta lag með Celine Dion og þegar maður skoðar Youtube-mynd- bandið með Jóhönnu Guðrúnu og Svölu Björgvins þá fær maður bæði gæsa- og appelsínuhúð. Driving home for christmas – Chris Rea Þegar maður heyrir þetta lag úti í umferðinni þ á h æ k k a r m a ð u r v e l í tækinu og verður allur svo meyr inni í sér. Brosir til hinna bíl- s t j ó r a n n a o g g e f u r e f t i r b e s tu bí l as t æ ðin . Hugsar til ástvinanna og svei mér ef það læðast ekki jólatár út í augn- krókana. Jól – Gunnar Þórðarson Þetta lag með okkar eigin Suðurnesja- Mozart vekur alltaf upp í mér jólaand- ann og allt í einu er ég orðinn 12 ára að baka smákökur með mömmu. Sest síðan við gluggann með nokkrar ylvolgar og tel jólaljósin á blokkunum í Torfufellinu. Ef ég nenni – Helgi Björns Þessi texti eftir R aufarhafnar- hirðskáldið Jónas Friðrik er ein- hve r n ve g i n n algjör snilld og svo syngur Helgi þetta frábærlega. Hægt verður að nálgast jólatóna Víkurfrétta á vefsíðu okkar www.vf.is en þar má meðal annars hlusta á öll lögin á Spotify tónlistarveitunni. Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 „Þetta gat ekki verið yndislegra á leið minni hingað, nýfallinn snjór og jólaljós þegar ég keyrði inn í bæinn. Það var líka skemmtilegt að ég var að lesa í fyrsta skipti út bókinni sem kom út fyrr á árinu,“ sagði Eydís eins og hún er kölluð af flestum. Hún hefur á sínum vettvangi kennslu og fræða hvatt fólk til að fara út úr sínum þægindahring, það geti gefið fólki mikið og nú var hún á þeim tímamótum. „Mér fannst þetta spennandi tækifæri en þó ég hafi gefið út bækur þá hef ég ekki gefið út skáldsögu. Kann það ekki og er því alger byrjandi í þeim flokki. En ég er svolítið að ögra sjálfri mér og var satt að segja alveg skíthrædd þegar bókin kom út. Var hissa á því sjálf hvað ég var stressuð út af útgáfu bókarinnar.“ Bókin fjallar um lögfræðinginn Höllu Bryndísi sem fær í hend- urnar ranga ferðatösku þegar hún lendir í London og mikilvægir fundir framundan. Hún situr uppi með allt annan fataskáp en sinn eigin og samhliða því sem fylgst er með Höllu Bryndísi leita út fyrir þægindaramma sinn með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Eydís segir að bókin hafi verið nokkurn tíma að fæðast en hún sé skorpukona og vinni þannig. „Ég fór í burtu og lokaði mig af því það er erill í kringum mig, stór fjöl- skylda og fjör en þetta gekk. Ég er samt þannig gerð að ég vil láta lesa yfir aftur og aftur auk þes sem ég er ekki mjög nákvæm. Þarf því að- stoð í því og helst sem mesta. Ég var með frábæran ritstjóra og lærði mikið af því.“ Eydís fékk góðar viðtökur við upp- lesturinn í bókasafninu en aðspurð segir hún heimahagana sér mjög kæra. „Ég er í daglegu sambandi við Keflavík enda búa foreldarar mínir þar. Ég fór á 35 ára ferm- ingarafmæli í vor og þá fann ég að þegar maður verður eldri finnst manni vænna um heimabæinn og vera hluti af því samfélagi. En verður þetta fyrsta skáldsagan af fleirum? „Já, líklega. Það er að fæðast hug- mynd að þeirri næstu og ég bíð eftir að komast í það verkefni. Mér finnst þetta gaman. Svolítið frí frá fræðikonunni,“ sagði Árelía Eydís. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Árelíu og það er sýnt í þætti vik- unnar á ÍNN og á vf.is. Keflavíkurmærin Árelía Eydís las úr skáldsögu sinni: Finnst vænna um heimabæinn þegar ég eldist Árelía Eydís Guðmundsdóttir er brottflutt Keflavíkurmær, fræði- kona, fyrirlesari og kennari sem hefur látið til sín taka á þeim vettvangi. Hún mætti til gamla heimabæjarins nýlega og las upp úr fyrstu skáld- sögu sinni, Tapað fundið, á bókakonfekti í Bókasafni Reykjanesbæjar. Kv e n n a k ór Su ð u r n e s j a heldur aðventutónleika í Keflavíkurkirkju miðvikudag- inn 16. desember kl. 20:00. Yfirskrift tónleikanna er „Ave Maria“ sem er lýsandi fyrir efnis- skrá tónleikanna en hún er til- einkuð Maríu mey. Ótal lög hafa verið samin við bænina Ave Maria og mun kór- inn flytja nokkur þeirra. Þar má nefna tvö íslensk lög eftir Eyþór Stefánsson og Sigvalda Kaldalóns, Ave Mariu eftir Franz Schubert og aðra eftir J.S. Bach og Charles Gounod sem eru tvær af þekkt- ustu „Ave Maríum“ heims, auk fleiri laga við þessa bæn. Önnur lög tengd Maríu mey eru einnig á efnisskránni. Það má segja að það sé vel við hæfi í lok þessa árs þar sem haldið hefur verið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, að konur syngi um heil- aga Guðsmóður, tákn kvenleika og móðurímyndar. Þegar líður að jólum er fátt betra en að taka sér hlé frá erli jóla- undirbúningsins og upplifa há- tíðlega og fallega stund. Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir, Geirþrúður Fanney Bogadóttir leikur á píanó og Birna Rúnarsdóttir á þver- flautu. Einsöngvarar eru Birta Rós Arnórsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir. Aðgangseyrir 2.500 kr. Miðasala við innganginn. Ave Maria – aðventutónleikar Kvennakórs Suðurnesja

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.