Víkurfréttir - 07.04.2016, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 7. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is
Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta,
vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-
aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Kaffi hefur verið á milli tanna íbúa Reykjanesbæjar að undanförnu. Ekkert
meira eða minna en vanalega en innlegg Kjartans Más bæjarstjóra Reykja-
nesbæjar á Facebook á dögunum vakti fólk til umhugsunar yfir ástandi
Hafnargötunnar. Þar ræddi Kjartan um merkingar fyrir kaffi- og veitingahús
sem eru hætt rekstri eða flutt. Einhverjir fóru út fyrir umræðuna og bentu
á að kaffi mætti finna hér og þar um bæinn. Það er allt gott og blessað. Mér
varð hins vegar hugsað til þess hve döpur Hafnargatan er orðin.
Ég hef verið tíður gestur kaffihúsa undanfarinn áratug. Var jafnvel lattelepj-
andi á tímabili en er nú búinn að færa mig alfarið yfir í svart eins og Kardas-
hian fjölskyldan. Kaffihús snúast um svo mikið meira en bara góðan sopa eða
einhverjar gómsætar veitingar. Þetta er samkomustaður þar sem fólk kemur
til þess að njóta mannlífs. Hitta vini, halda fundi, sinna hópverkefnum eða
bara til þess að hangsa. Þannig upplifi ég kaffihús.
Stefnumót var þessi staður á Hafnargötunni. Frábær staðsetning og flottar
veitingar. Því miður gekk það ekki upp af ýmsum ástæðum sem ég ætla ekki
að rekja hér. Einhverjir bæjarbúar kvarta sáran yfir því að staðurinn sé ekki
lengur í gangi. Ég ætla ekki að taka of stórt upp í mig (pláss fyrir Kardashian
grín hér) en ég óttast að margir þeirra sem kvarta hafi hreinlega ekki verið
nógu duglegir að nýta sér þessa þjónustu þegar hún var í boði.
Hafnargatan má muna sinn fífil fegurri. Þar er fjöldi tómra húsa í slæmu ásig-
komulagi. Það er ekki boðlegt fyrir svona stórt samfélag og til þess að laða
fólk í miðbæinn. Þessi umræða skýtur upp kollinum reglulega og eru skiptar
skoðanir um ástæður þess að rekstur gengur illa og af hverju ekkert mannlíf
sé á götunni. Ég hef engin svör við því. Ég tel þó að þetta snúist allt um okkar
hugarfar. Ef við viljum að þjónusta sem þessi sé til staðar þá verðum við að
nýta okkur hana. Eins þarf kraftmikið hugsjónafólk til þess að drífa svona
starfsemi áfram. Það er algjört lykilatriði. Það er varla allt flutt í burtu er það?
Bærinn okkar verður meira bara svo miklu meira aðlaðandi og heillandi ef
hann iðar af lífi bæjarbúa og gesta. Það er ótrúlegt að það gangi ekki að reka
kaffihús á einni fjölförnustu götu bæjar sem telur 15.000 íbúa.
Þrátt fyrir að hér séu fín kaffihús og veitingastaðir þá held ég að við getum
verið sammála um að við teljum Hafnargötuna ennþá vera hjarta bæjarins.
Með fullri virðingu fyrir Krossmóa og efri hluta Hafnargötu þá er Hafnar-
gatan niður frá Skólavegi að Duus húsum ennþá flottasta staðsetning bæjar-
ins fyrir mannlífið okkar. Við þurfum bara að vakna til lífsins og þefa af
kaffinu.
MÁ BJÓÐA
YÐUR KAFFI?
RITSTJÓRNARPISTILL
Eyþór Sæmundsson
Keflvíkingurinn Dr. Júlíus Frið-
riksson, prófessor í talmeinafræði
við Suður Karolínu háskóla og sam-
starfsfélagar hans hlutu á dögunum
11,1 milljón dollara styrk, eða 1.3
milljarða króna frá bandarísku heil-
brigðisstofnuninni. Styrkurinn mun
nýtast til þess að stofna vísindamið-
stöð sem vinnur að rannsóknum á
sviði endurhæfinga eftir heilablóðfall.
Júlíus hefur verið í Bandaríkjunum
í rúmlega 20 ár, þar sem hann hefur
unnið að mikilvægum rannsóknum á
þessu sviði.
Júlíus hefur verið búsettur í Banda-
ríkjunum frá því snemma á tíunda
áratugnum. Hann fór til náms árið
1992 en var alfluttur vestra fjórum
árum síðar. „Á þeim tíma var vöntun
á talmeinafræðingum og mér leist vel
á að leggja þetta nám fyrir mig. Þá
var þetta nám bara í boði í Banda-
ríkjunum og því fluttist ég þangað,“
segir Júlíus. Hann stundaði fyrst nám
við University of Central Florida í Or-
lando en þaðan lá leið hans til Tuscon
þar sem hann lærði við Arizona há-
skólann. Eftir að hann lauk námi árið
2001 bauðst honum starf í Suður Kar-
olínufylki þar sem hann er búsettur
ásamt eiginkonu og tveimur dætrum.
Júlíus segist kunna vel við sig í Banda-
ríkjunum en hann kemur reglulega á
heimaslóðir til þess að hlaða rafhlöð-
urnar.
Spennandi og gefandi starf
Talmeinafræðin er að sögn Júlíusar
afar spennandi og gefandi starf. „Eina
ástæðan fyrir því að ég kom aldrei
heim er sú að ég fór út í þessi vísindi
en það er erfitt að gera svona rann-
sóknir eins og ég fæst við á Íslandi.
Þú þarft mikið af peningum og nógu
mikið úrtak sjúklinga til þess að nýtast
í rannsókninar.“
Rannsóknirnar eiga að mestu hug Júlí-
usar en hann er prófessor og kenndi
taugavísindi við háskólann í South
Carolina á sínum tíma. „Ég fór smám
saman að færa mig meira í rannsóknir
sem ég sinni mest í dag og kenni því
mjög lítið. Ég hef ótrúlega gaman af
þessu og finnst þetta gefandi starf.
Það að vera að svara spurningum sem
kannski enginn hefur svarað áður er
alltaf spennandi. Þú hefur möguleika
á að vinna með fjölmörgu fólki og
það er alltaf eitthvað nýtt við að fást.
Rannsóknirnar eru alltaf að breytast
og verða viðameiri og því fær maður
aldrei leið á þessu.“
Í starfi sínu rannsakar Júlíus fyrst
og fremst sjúklinga sem hafa orðið
fyrir heilaskaða. Hann og samstarfs-
fólk hans reynir að bæta bata þessara
sjúklinga. „Við viljum reyna að skilja
heilann betur og þá sérstaklega eftir
heilaskaða.“
Styrkurinn sem Júlíus og samstarfs-
fólk hlaut mun nýtast vel við einmitt
þessar rannsóknir. „Styrkurinn gerir
okkur kleift að gera þessa rannsókn á
miklu stærra sviði. Ef þú vilt fá að vita
um eitthvað meðaltal þá þarf úrtakið
að vera sem stærst til þess að niður-
stöður séu sem áreiðanlegastar.“
Júlíus er mikið á ferðinni í sínu starfi
bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu.
„Það er mikil vöntun á að bæta líf
þessara sjúklinga því það er mjög
mikið af þeim. Þetta er mjög gefandi
og vinnan virðist vera alveg endalaus.
Júlíus hefur staðið fyrir rannsóknum
á Íslandi og gefið út greinar um rann-
sóknir sínar. Þegar hann er á heima-
slóðum þá ræðir hann við talmeina-
fræðinga og er í góðu sambandi við
þá.
Körfubolti og sveitasæla
Heimahagarnir toga reglulega í Júlíus
og fjölskyldu en Júlíus heldur góðu
sambandi við gömlu félagana úr
Keflavík. Stelpurnar hans eru vanar
að heimsækja ættingja hér heima og
gjarnan verja þau jólunum á Íslandi. Á
sínum tíma var Júlíus liðtækur í körfu-
boltanum og spilaði með meistara-
flokki Keflavíkur í nokkurn tíma. „Það
var gífurlega góður tími. Ég get ekki
sagt að ég sé mjög vel inn í körfunni
núna en þetta engu að síður það sem
fjölskyldan heima ræðir um. Hvernig
körfu- og fótboltaliðinum gengur og
þar fram eftir götunum. Maður fylgist
líka vel með á Facebook.“ Körfubol-
taáhuginn er sannarlega enn til staðar.
„Ég fer helst árlega til Arizona í gamla
háskólann minn og horfi á leiki með
gömlu skólafélögunum,“ en skólinn er
þekktur fyrir gott körfuboltalið.
Júlíus hefur gaman af því að losna frá
amstri dagsins og kíkja í sveitasæluna
á Íslandi. „Mér finnst alltaf gott að
koma heim og heimsækja bústað for-
eldra minna í Borgarfirði. Þar er rólegt
og gott, mér finnst alltaf gott að vera á
Íslandi,“ segir Dr. Júlíus að lokum.
Heilinn er heillandi
rannsóknarefni
●● Keflvíkingurinn●Dr.●Júlíus●Friðriksson●hlaut●1.3●milljarða●í●rannsóknarstyrk●
●● Búsettur●í●Bandaríkjunum●í●tvo●áratugi●en●elskar●heimaslóðirnar
Aðalfundur sjóðsins verður
haldinn fimmtudaginn 14. apríl nk. kl. 16.30.
Fundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsal,
Tjarnargötu 12.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf skv. 5. grein
samþykkta sjóðsins.
Breyting á framtíðarrekstrarformi sjóðsins.
Umræður – kynning.
Sjóðfélagar og lífeyrisþegar eru
hvattir til að mæta vel og stundvíslega.
Stjórn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar
EFTIRLAUNASJÓÐUR REYKJANESBÆJAR
AÐALFUNDUR 2016
Dr. Júlíus Friðriksson hefur unnið að rannsóknum á sviði endurhæfinga eftir heilablóðfall.