Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2016, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 07.04.2016, Blaðsíða 12
12 fimmtudagur 7. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR Við hús listamannsins Helga Valdi- marssonar í Garði er sannkallaður ævintýragarður því þar er fjöldinn allur af skúlptúrum sem hann hefur skapað á undanförnum árum. Verk eftir Helga má sjá víða um Suður- nesin. Við Garðskagavita er verkið Kona sjómannsins. Helgi segir kon- ur sem mótíf alltaf hafa verið honum hugleiknar enda séu þær betri helm- ingur mannkyns. „Konu sjómannsins gerði ég til heiðurs formæðrum okkar. Þær sáu um börn og bú og breiddu út saltfiskinn þegar eiginmenn þeirra réru á sjó. Í sumum tilfellum sáu þær líka um nokkrar kindur og jafnvel eina belju. Svo kom karlinn í land og þá var stumrað yfir honum, hann mataður og settur ofan í rúm. Svo rann Sjó- mannadagurinn upp og þá var hengd metalía á karlinn og eiginkona hans átti ekki að vera fyrir. Ég gerði Konu sjómannsins til að minna á það hvað stendur á bak við hvern sjómann og gerir enn,“ segir Helgi. Þegar keyrt er inn í Garð frá Reykja- nesbæ stendur stytta af stóru jagúar- dýri á lóð við fyrsta húsið vinstra megin og er það eitt af verkum Helga. Þá er stytta af fjórum konum sem horfa í höfuðáttirnar við matvöru- verslunina í Garði. Við bryggjuna í Garði er svo styttan Mangi sem er af Magnúsi Tóbíassyni frá Melstað á Akranesi. Hann bjó í Garði og réri manna lengst á opnum bát með árum og segli. Helgi segir Manga hafa verið mjög vel liðinn af fólki í Garði og að hann hafi farið á milli húsa og kíkt í kaffi. Þá eru einnig verk eftir Helga í Connecticut í Bandaríkjunum, í Safnasafninu á Svalbarðseyri og fyrir utan Kaffitár við Reykjanes- braut í Reykjanesbæ. Heillaður af nátt- úrunni í Garði Helgi ólst upp í S ogamýrinni í Reykjavík. Hann er nú kominn á sjötugsaldur og hefur búið í Garðinum frá á r i n u 2 0 0 8 . Áður hafði hann búið í Vogum í 20 ár þar sem hann rak bílaréttinga- og málningarverkstæði. „Þegar ég var ungur drengur var Sogamýrin svipuð og Garðurinn er í dag. Þar var ró og næði. Það má því segja að ég sé kom- inn í hring. Nú er mikil bílaumferð í Reykjavík og allt mjög breytt. Mér finnst mjög gott að búa í Garði enda er náttúran afskaplega falleg hér. Ég horfi á norðurljósin úr bakgarðinum. Hér eru góðir nágrannar og maður getur hugsað og gert það sem mann langar til að gera á meðan maður hefur heilsu til.“ Helgi segir fólk flest vera þannig að þurfa að alltaf að vera að skapa eitthvað. „Það gefur manni voða mikið. Ég tala nú ekki um það ef maður getur selt eitthvað af verkunum líka. Það hefur gengið ágætlega hjá mér í gegnum árin,“ segir hann. Bílamálun er list Eins og áður sagði vann Helgi í mörg ár við bílamálun. Hann segir það fag snúast um list. „Vinur minn heitinn var líka bílamálari og við kölluðum okkur alltaf listamenn. Í þá daga var mikið verið að mála skreytingar á bíla.“ Skúlptúrar og bílamálun eru ekki einu listgreinarnar sem Helgi hefur fengist við því hann nam leiklist sem ungur maður. „Siggi Sigurjóns var ári á undan mér í skólanum og Diddú var með mér í bekk. Síðan lá leiðin í Þjóðleikhúsið þar sem ég lék í Sporvagninum Girnd og hafði mjög gaman af því.“ Síðar lék Helgi svo bif- vélavirkjann Hlyn í kvikmyndinni Djöflaeyjunni. Dóttir hans lék einnig í myndinni og léku þau einmitt feðgin. Af verkum Helga er augljóst að sjó- mennska er honum hugleikin enda þekkir hann hana af eigin raun því hann fékk sumarstarf á togara þegar hann var aðeins 13 ára gamall. Bróðir hans heitinn var þá 12 ára en laug til um aldur til að fá líka pláss. „Við höfðum nú gaman af þessu svona í aðra röndina en ég hefði ekki sent son minn 13 ára gamlan á sjó. „Þetta var síðutogari sem ég var á og þegar maður stóð frammi á dekki og var að gera að þá var ágjöfin yfir mann og þetta mjög erfitt líf.“ Á þeim tíma þegar Helgi var fyrst á sjó, árin 1963 til 1964 var erfitt að fá fólk til vinnu á togurum og segir Helgi útgerðir hafa beitt ýmsum vafa- sömum aðferðum til þess. „Þá fór einn frá útgerðinni á rúntinn í leigubíl með brennivínsflösku með sér og náði í karla sem voru á fylleríi. Þá lá togarinn á ytri höfninni og þeir voru teknir í dráttarbátinn og siglt með þá út í skip. Ef þeir voru með læti voru þeir rot- aðir. Ég man eftir einum úr sveit sem hafði brugðið sér í bæinn að skemmta sér. Hann hrökk upp með andfælum í jakkafötunum alveg undrandi yfir því hvar hann væri og heimtaði að fá að fara í land. Það var ekki til umræðu og hann fékk að kaupa sér stakk og varð að klára túrinn. Mönnum var bara rænt og ég held að þetta yrði ekki leyft í dag. Svo voru rónar teknir líka á sjó. Þeir voru margir mjög duglegir þegar rann af þeim. Þetta var allt svo- lítið skrítið,“ segir Helgi um togara- mennskuna á þeim tíma. Vinnur verkin fríhendis Helgi býr við Urðarbraut 4 í Garði og er þar, eins og áður sagði, heill ævin- týragarður af listaverkum. Um síðustu helgi var þar sýning í tilefni af Safna- helgi á Suðurnesjum. Í garðinum eru verk af ljóni í fullri stærð, Mikki mús og Hrafnaflóki svo nokkur séu nefnd. Helgi vinnur verkin úr stein- steypu, gerir allt fríhendis og notar aðeins íslenskt hráefni. Hann gerir verkin á bretti úti í skúr og tekur þau svo út á lyftara. Í hitt eð fyrra fékk garðurinn við heimili Helga verðlaun og í umsögninni kom fram að garðurinn væri mjög ævintýralegur o g e r e k k i annað hægt en að taka undir það. ●● Helgi●Valdimarsson●hefur●gert●fallega●skúlptúra●sem●eru●víðs●vegar●um●Suðurnesin● ●● Segir●Garðinn●svipaðan●og●Sogamýrina●í●gamla●daga ÆVINTÝRALEGIR skúlptúrar í Garði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.