Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2016, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 07.04.2016, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 7. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR GRILLAÐUR KJÚKLINGUR 899 KR/STK www.samkaupstrax.is | Tilboðin gilda alla virka daga Hringbraut Keflavík | Opið virka daga: 9 til 22 og helgar: 10 til 22 Suðurnesjamennirnir Sigurður Markús Grétarsson og Jóhann Líndal Jóhannsson hófu störf hjá HS Orku í mars mánuði síðastliðnum. Sigurður er menntaður tölvunar- fræðingur frá Háskólanum í Reykja- vík og starfar sem deildarstjóri upp- lýsingatækni HS Orku. Áður starfaði Sigurður sem deildarstjóri reikninga- gerðar hjá Vodafone. Jóhann er löggiltur endurskoðandi með meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík. Jóhann starfar sem sér- fræðingur á fjármálasviði HS Orku með umsjón með íslenska djúpbor- unarverkefninu. Jóhann starfaði áður sem verkefnisstjóri á endurskoðunar- sviði Deloitte. HS Orka fagnar því að fá til starfa tvo öfluga Suðurnesjamenn í stækkandi hóp starfsmanna fyrirtækisins, segir í tilkynningu. Siggi Markús og Jói Líndal ráðnir til HS Orku Vilja leita að gulli á vatnsverndarsvæði ■ Orkustofnun hefur sent bæjaryfirvöldum í Grindavík beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Iceland Resources ehf. í Reykjanesbæ um rannsóknarleyfi á nokkrum svæðum á Íslandi, þ.a.m svæði „EL 01“ á Reykjanesi til leitar að gulli. Umrætt svæði er innan Grindavíkur. Skipulagsnefnd Grindavíkur telur ekki líklegt að bætt verði inn nýjum námum í aðalskipulagi Grindavíkur. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að sækja beri um framkvæmdaleyfi fyrir öllum framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum tengdum verkinu sbr. reglugerð um framkvæmdaleyfi. Innan svæðisins „EL 01“ er mikið af viðkvæmum svæðum m.a. svæði á náttúruminjaskrá, vatnsverndarsvæði, nútímahraun ofl. Skipulagsnefnd Grindavcíkur ítrekar að utanvegaakstur er með öllu óheimill og leggur til við Orkustofnun að erindi Iceland Resources ehf. verði sent Reykjanes Geopark til umsagnar á öllum stigum málsins. Mál- inu var einnig vísað til umhverfisnefndar Grindavíkurbæjar. N1 notar lífdíselolíu frá Íslensku eldsneyti ■ Fyrirtækið Íslenskt eldsneyti í Reykja- nesbæ hefur samið við N1 um viðskipti með vistvæna lífdíselolíu. Íslenskt elds- neyti var stofnað árið 2013 og framleiðir árlega um 1,2 milljón lítra af vistvænu eldsneyti. Á næsta ári er stefnt að því að framleiða 2,5 milljónir lítra. Lífdíselolían verður notuð hjá N1 til íblönd- unar í hefðbundna díselolíu. Hingað til hefur N1 nær eingöngu notast við innflutta lífdíselolíu. Framleiðsla Islensks eldsneytis mun þó ekki duga N1 sem mun áfram not- ast við innflutt íblöndunarefni að hluta. Sigurður Markús Grétarsson Jóhann Líndal Jóhannsson Íbúð verður tekin undir félagsstarf aldraðra í Grindavík ■ Miðgarður, sem er aðstaða fyrir félagsstarf aldraðra í Grindavík, hefur óskað eftir því að ein stór íbúð á neðri hæð við Austurveg nr. 5 í Grindavík verði tekin undir starfsemi dagvistar aldraðra. Félagsmálanefnd styður tillöguna. Á fundi bæjarráðs Grindavíkur á dögunum fylgdu þau Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Stefanía Sigríður Jónsdóttir málinu úr hlaði. Bæjarráð Grindavíkur styður að tillögunni verði komið til framkvæmda þegar íbúð losnar á jarðhæð Víðihlíðar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.