Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.07.2016, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 21.07.2016, Qupperneq 11
ÖRYGGISVÖRÐUR Í GAGNAVERI VERNE Á ÁSBRÚ Framtíðarstarf. Gagnaver Verne Global leggur áherslu á hreint og gott umhverfi og hátt þjónustustig. Starfsaðstaða er mjög góð. Securitas og Verne stefna að því að gagnaverið verði leiðandi í öryggismálum á Íslandi. Flott framtíðarstarf, en til greina kemur að hefja störf eftir sumarleyfi. ÖRYGGISVÖRÐUR – STAÐBUNDIN GÆSLA Um er að ræða 100% störf og eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um umsækjendur þurfa að vera búnir að ná tuttugu og þriggja ára aldri. Securitas fer fram á að allir starfsmenn leggi fram hreint sakavottorð og að þeir séu reiðubúnir að leggja fram upplýsingar úr málaskrá lögreglu. TÆKNIMAÐUR Uppsetning og viðhald öryggiskerfa. Alhliða lagnavinna. Menntun sem að nýtist í starfi t.d. sveinspróf í rafvirkjun. Til greina kemur að hefja störf eftir sumarleyfi. STARFSMAÐUR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐA OG HREYFIHAMLAÐA (PRM) Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Helstu verkefni: Að aðstoða fólk sem oftast er í hjólastól, við að komast um borð í flugfar eða frá flugfari og í gegnum innritun, vopnaleit, vegabréfaskoðun, töskusal og tollskoðun. Þjónustuna þarf að veita á stuttum tíma og byggingin er stór svo að starfinu fylgir talsvert andlegt og líkamlegt álag. Vinnan þykir hinsvegar skemmtileg og gefandi. Hæfniskröfur · Vera agaður, vandvirkur, tillitssamur, áreiðanlegur ·  Góður í mannlegum samskiptum og í góðu, líkamlegu ástandi. ·  Búa yfir skipulagshæfni og geta starfað sjálfstætt. ·  Geta komið upplýsingum skýrt á framfæri, munnlega og skriflega, á íslensku og/eða ensku. Vaktavinna.  Leitum bæði að fólki í föst störf og sumarafleysingar.  70% starfshlutfall. Viljum einnig ráða fólk sem vill vera á útkallslista og taka álagstoppa og forföll með litlum fyrirvara.  Eða vilja vera í föstu, litlu hlutastarfi með öðru starfi.  Lágmarksaldur umsækjenda er 18 ár. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á ráðningarvef okkar: www.securitas.rada.is en einnig er sótt um störfin þar. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst nk. Allir umsækjendur þurfa að geta framvísað hreinu sakavottorði. Umsækjendur þurfa að geta unnið sjálfstætt og skipulega og vera tilbúnir til þess að læra nýja og spennandi hluti. Um Securitas: Securitas er stærsta öryggisfyrirtæki landsins með tæplega 500 starfsmenn þar af ríflega 50 á Reykjanesi. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu . Útibúið okkar er á Hafnargötu 60 en munum síðsumars flytja starfsemina á Iðavelli 13. VEGNA AUKINNA VERKEFNA VILJUM VIÐ FÁ ÞIG TIL LIÐS VIÐ OKKUR SECURITAS REYKJANESI HAFNARGÖTU 60, 230 REYKJANESBÆ, S. 580 7000

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.