Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.07.2016, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 21.07.2016, Blaðsíða 15
15fimmtudagur 21. júlí 2016 VÍKURFRÉTTIR ÍÞRÓTTIR Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is Haldið var frjálsíþróttanámskeið í Sandgerði í júní og naut það mikilla vinsælda, sérstaklega hjá yngstu iðk- endunum. Upphaflega áttu börn 8 ára og yngri að vera saman í hóp en þar sem aðsóknin var það mikil var ákveðið að skipta þeim upp í tvo hópa, 5 til 7 ára og svo 8 ára og eldri. Brynjar Gunnarsson, íþróttafræðingur og frjálsíþróttaþjálf- ari, stóð fyrir námskeiðinu. Hann segir krakkana hafa tekið frjálsum íþróttum fagnandi. „Flest öll vissu þau sitthvað um frjálsar íþróttir sem var gaman að heyra. Þau voru flest mjög áhugasöm sem er alltaf gaman þegar verið er að kynna eitthvað nýtt,“ segir hann. Vegna skorts á sérhæfðri frjálsíþróttaaðstöðu í Sandgerði var mikil áhersla lögð á hlaupaleiki á námskeiðinu sem og á Krakkafrjálsar þar sem að krakkarnir upplifa frjálsar íþrótt- ir í formi leikja. Þau prófuðu líka skutlukast (krakkaspjót), grindahlaup og langstökk á hefðbundinn hátt. Markvörður íslenska karlalands- liðsins í fótbolta, Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson, kom við á gamla heimavellinum í gær og heilsaði upp á unga og áhugasama Njarð- víkinga í 6. og 7. flokki. Ingvar var í hóp Íslands á EM en fékk ekki að spila, enda var Hannes Halldórs- son einn af betri mönnum mótsins. Ingvar fékk margar áhugaverð- ar spurningar frá ungviðinu og margar hverjar snerust um téðan Hannes. Ansi skondið var þegar stillt var upp í liðsmynd og einn guttinn kallar á þjálfarann, „Getur Hannes komið næst?“ en Ingvar átti erfitt með að leyna brosi við þeim ummælum. Allir krakkarnir fengu svo að reyna fyrir sér á vítapunktinum gegn Ingvari og sýndu nokkrir snilli sína með því að skora hjá landsliðsmark- manninum sem leikur sem atvinnu- maður í Noregi. Hann gaf sér svo tíma til þess að árita myndir, mark- mannshanska og íslenska landsliðs- búninginn sem margir klæddust á æfingunni. FÓTBOLTASNILLINGUR VIKUNNAR Aldur/Félag: 11 ára / Keflavík. Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? 7 ár. Hvaða stöðu spilar þú? Miðju. Hvert er markmið þitt í fótbolta? Að bæta mig á hverju ári. Hversu oft æfir þú á viku? Fjórum sinnum á viku. Hver er þinn eftirlætis fótboltamað- ur/kona? Messi. Áttu þér einhverja fyrirmynd í bolt- anum? Gylfi Sigurðsson. Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis? Nei. Hversu oft getur þú haldið á lofti? 41 sinnum. Hvaða erlenda félag heldur þú upp á? Manchester United. Mikael Orri Emilsson er fótboltasnillingur vikunnar BYRJAÐI FJÖGURRA ÁRA AÐ ÆFA FÓTBOLTA Keflvíkingurinn Mikael Orri er knattspyrnusnillingur vikunnar. Hann hefur æft fótbolta alveg frá fjögurra ára aldri og stefnir á að bæta sig á hverju ári. Hans helsta fyrirmynd er landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson. Mikael styður Manchester United í enska boltanum. ATVINNA Vantar starfsmann í vinnu við öll almenn störf hjá okkur í Sólningu Reykjanesbæ. Áhugasamir vinsamlegast sendi á netfang: njardvik@solning.is eða á staðnum Fitjabraut 12. Krakkar í frjálsum íþróttum í Sandgerði NJARÐVÍKINGURINN INGVAR JÓNSSON TÓK VÍTAKEPPNI Á ÆSKUSLÓÐUM Getur Hannes komið næst? Aðstoð í eldhús Kaffi Duus vantar góðan aðstoðarmann eða konu í eldhús. Vaktavinna. Upplýsingar veitir Bói í símum 421 7080 eða 857 7065

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.