Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.07.2016, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 21.07.2016, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 21. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR ÍÞRÓTTIR 14 fimmtudagur 14. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR Suðurnesjaliðin áttu í baráttu við Akureyrarliðin í Inkassódeildinni í knattspyrnu á þriðjudagskvöld. Keflvíkingar fóru norður á Akureyri þar sem þeir mættu Þór. Keflvík- ingar leiddu með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik. Heimamenn náðu að minnka muninn þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Það voru þeir Sigurbergur Elíasson og Hörður Sveinsson sem skoruðu mörk Keflavíkur. Sigur- bergur á 7. mínútu eftir sendingu frá Magnúsi Þóri Matthíassyni og Hörð- ur á 29. mínútu eftir varnarmistök hjá Þórsurum. Í Grindavík voru fjögur mörk skoruð í kvöld. Þar var KA í heimsókn og gestirnir komust yfir strax á 3.mín- útu með hreint ótrúlegu marki. Skot, sannkallaður bananabolti, af vinstri kantinum sem rataði í fjærhornið yfir markvörð Grindvíkinga og alveg óverjandi. Grindvíkingar fengu svo á sig klaufa- legt mark á 43. mínútu leiksins. Hlyn- ur Örn Hlöðversson setti boltann fyrir fætur KA-manna sem þökkuðu pent með marki Hallgríms Mar Stein- grímssonar. Grindvíkingar komu hins vegar dýr- vitlausir til síðari hálfleiks og stað- ráðnir í að bæta fyrir mistökin í fyrri hálfleik. Það tókst þeim þegar á 2. mínútu síðari hálfleiks. Jósef Kristinn Jósefsson tók hornspyrnu sem Frans- isco Cruz skotaði úr með því að pota boltanum yfir marklínuna. Jósef Kristinn var svo aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann skallaði bolt- ann úr þröngu færi af endalínu og inn fór boltinn eins og sjá má í myndinni sem fylgir þessari frétt. Skömmu áður höfðu Grindvíkingar átt fast skot í þverslá KA-manna. Grindvíkingar voru mun nærri því að bæta við þriðja markinu en KA-menn en jafntefli varð niðurstaðan í Grindavík í kvöld. Eftir leiki þriðjudagskvöldsins er Keflavík í 4. sæti með 17 stig, stigi á eftir Grindavík, sem er í 3. sæti deildarinnar með 18 stig. Mótherjar Keflavíkur og Grindavíkur eru hins vegar á toppi deildarinnar, KA með 23 stig og Þór með 19. ÍÞRÓTTIR Páll Ketilsson // pket@vf.is Suðurnesjaliðin við toppinn n Guðmundur Rún- ar Hallgrímsson og Karen Guðnadóttir urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja en vel heppnuðu meist- aramóti lauk síðasta laugardag. Guðmund- ur vann í áttunda sinn og Karen í sjöunda sinn. Guðmundur vann nokkuð öruggan sigur í karlaflokki og hefur oftast þurft að hafa meira fyrir sigrinum en núna. Hann lék á 292 höggum og fyrsta hringinn á 3 undir pari, 69 höggum, sem var besta 18 holu skor mótsins. Björgvin Sigmundsson veitti honum keppni fram að lokadeginum en hann endaði á 305 höggum. Örn Ævar Hjartarson varð þriðji á 310 höggum. Karen lék mjög vel fyrstu tvo hringina og sérstaklega í öðrum hring þegar hún kom inn á fjórum höggum undir pari sem er nýtt vallarmet á Hólmsvelli í Leiru. Hún endaði á 302 höggum. Hin unga Kinga Korpak varð önnur á 334 höggum og þriðja Laufey Jóna Jónsdóttir á 343. Sigurvegarar í öðrum flokkum: 1. fl. karla: Haukur Ingi Júlíusson 323 högg 2. fl. karla: Þorlákur Helgi Ásbjörnsson 339 högg (eftir bráðbana við Þorgeir Ver Halldórsson) 3. fl. karla: Sighvatur Ingi Gunnarsson 364 högg 4. fl. karla: Sigurður Sigurbjörnsson 394 högg Opinn fl. karla: Árni Ó. Þórhallsson 420 högg Karlar 65+: Þorsteinn Geirharðsson 132 pt. 1. fl. kvenna: Magdalena S. Þórisdóttir 349 högg 2. fl. kvenna: Sesselja E. Árnadóttir 397 högg Opinn fl. kv: Íris Jónsdóttir 145 punktar Stúkur 14 ára og yngri: Erna Rós Agnarsdóttir 112 högg Krakkar 12 ára og yngri: Sören Cole Heiðarsson 53 pt. n Kristinn Sörensen og Svanhvít Helga Hammer urðu klúbbmeistarar Golf- klúbbs Grindavíkur um síðustu helgi. Kristinn vann eftir þriggja holna umspil við Jón Valgarð Gústafsson. Kristinn lék á 303 höggum en Svanhvít á 264 högg- um 54 holur. Í öðrum flokkum voru eftirfarandi sigurvegarar: 1. flokkur: Helgi Jónas Guðfinnsson 314 högg. 2. flokkur: Atli Kolbeinn Atlason 332 högg. 3. flokkur: Jón Þórisson 360 högg. 4. flokkur: Jón Gauti Dagbjartsson 404 högg. Heldri konur: Margrét Brynjólfsdóttir 299 högg (3 dagar). Öldungaflokkur karla: Sveinn Þór Ísaksson 223 högg (3 dagar). Efri mynd: Verðlaunahafar í meistaramóti 2016. Mynd að neðan: Klúbbmeistarar GS 2016, Guðmundur Rúnar og Karen Guðnadóttir en saman hafa þau unnið 15 sinnum. Guðmundur með áttunda og Karen sjöunda Kristinn og Svanhvít meistarar í Grindavík Svanhvít og Kristinn með bikarana á efri myndinni og á þeirri neðri eru verðlaunahafar á meistaramóti GG. Skóvinnustofa Sigga er á Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001 Mundi Þau eru ekki í felulitunum hótelin hjá Wow!S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Fishershús, Bíósalurinn, Bryggjuhúsið og Gamla búð hafa verið friðlýst af forsætisráð- herra samkvæmt tillögu Minjastofnunar Ís- lands. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar. Friðlýsingin nær í öllum tilvikum til ytra byrð- is húsanna en einnig þeirra innviða sem eru upprunalegir. „Þetta er mikið fagnaðarefni og viðurkenning til bæjaryfirvalda fyrir að hafa látið sig varða þessi gömlu hús. Það er mikil bæj- arprýði af þessum húsum og virði þeirra á bara eftir að aukast eftir því sem tímarnir líða,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. Reykjanesbær hefur unnið jafnt og þétt að viðgerð Duushúsanna og lauk þeirri vinnu árið 2014. Fis- hershús var byggt árið 1881, sama ár og Alþingis- húsið og nær friðlýsingin til ytra borðs hússins, upprunalegra innviða, búðarinnréttinga og leifa hlaðinna steinveggja á lóðinni. Fishershús var fyrsta tvílyfta timburhúsið í Keflavík og kom allt timbrið í það tilsniðið og merkt frá Danmörku. Í umsögn Minjastofnunar segir að varðveislugildi hússins sé mjög mikið, meðal annars vegna þess hve byggingin er heilstæð, vel útfærð og heildar- form hennar hefur haldist óbreytt. Nú er unnið að endurbótum hússins í samstarfi við Minjastofnun sem styrkt hefur framkvæmdirnar. Bryggjuhúsið lét Hans Peter Duus kaupmaður byggja árið 1877 sem pakkhús. Friðlýsing þess nær til ytra borðs hússins, upprunalegra innviða þess, lyftuhjóls og tengds búnaðar sem og stein- hleðslna á lóð sjávarmegin við húsið. Húsið er tvílyft bindingshús með risþaki og lá gangur þvert í gegnum húsið í framhaldi af bryggjunni neðan hússins. Er það eitt örfárra húsa þeirra gerðar hér á landi sem hefur varðveist. Bíósalurinn var einnig byggður fyrir Hans Peter Duus árið 1890 og var það lengst af notað við fiskverkun. Húsið var innréttað til kvikmynda- sýninga árið 1927 og var það notað sem slíkt í 2 til 3 ár, fyrst sinnar tegundar á Íslandi. Húsið er einlyft bindingshús með mænisþaki og sambyggt Bryggjuhúsi. Húsið var endurbyggt árið 2006 í samstarfi við húsfriðunarnefnd og nefnt Bíósalur. Gamla búð, sem stendur gengt Bryggjuhúsi, var einnig hluti af eignum Hans Peter Duus, sem lét byggja það árið 1870. Það er stakstætt bindings- hús, kjallari, hæð og portbyggt ris. Húsið hefur haldist að mestu óbreytt frá fyrstu tíð, en það skemmdist í eldsvoða á 7. áratug 20. aldar. Unnið er að endurbótum og viðbyggingu í samstarfi við Minjastofnun, sem styrkt hefur framkvæmdirnar. Fjögur hús í Reykjanesbæ friðlýst Fishershús, Gamlabúð, Bryggjuhúsið og Bíósalurinn hafa öll verið friðlýst. Ljósmynd: Aldís Ósk Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 10 fimmtudagur 30. júní 2016VÍKURFRÉTTIR Hvernig verður sumarfríið hjá þér í ár? Sumarfríið í ár verður fyrsta heila sumarfríið okkar hjóna saman og erum við bara að verða nokkuð spennt að getað slakað á með börnunum. Við fengum lánað tengdamömmubox og getum því komið hundi, börnum, tjaldi og öðrum farangri í bílinn. Við ætlum að fara norður á Akureyri en þar á ég nokkrar góðar vinkonur sem gaman verður að hitta. Það er líka alltaf svo gaman að fara á Akureyri en ég bjó þar á háskólaárunum og þykir voðalega vænt um bæinn. Við ætlum líka að fara í sumarbústað og heim- sækja fjölskylduna mína eitthvað en flestir eru á Selfossi og í Hveragerði. Einnig gefum við okkur tíma í fjall- göngur, jóga og mögulega eitthvað golf ef meirihluti fjölskyldunnar fær að ráða! Eftirminnilegasta fríið? Minnið mætti nú mögulega vera betra en ég nefni sumarfríið í fyrra. Þá fórum við fjölskyldan með tjald norður í land og gistum meðal annars í Ásbyrgi. Það þótti mér vera magnað, alveg heiðskýr himinn, náttúrufeg- urðin engu lík og svo var svo gaman að ferðast aðeins um svæðið. Ég bara elska Ísland! Hvert væri draumasumarfríið? Draumasumarfríið er sennilega að hafa nægan tíma og fara umhverfis landið, helst á húsbíl. Ég hugsa að það sé heppilegt. Svo hefur mig alltaf langað til Ítalíu og væri mjög til í að fara með fjölskyldunni minni þangað að borða góðan mat og njóta menn- ingar beint í æð. Mesti draumurinn við sumarfrí, sem sérhver manneskja skapar sér sjálf, er að njóta! Teygja makindalega úr sér á hverjum morgni, fá sér kaffi í rúmið, lesa góðar bækur, hreyfa sig, fara í sund og njóta alls þess góða sem hver staður hefur upp á að bjóða. Magn ð að gista í Ásbyrgi ●● Búin●að●fá●tengdamömmubox●lánað●fyrir●sumarfríið Anna Margrét Ólafsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Bókasafni Reykjanesbæj r og jógakennari, ætlar að ferðast um landið með fjölskyldunni í sumar. Drauma- sumarfríið væri að keyra í rólegheitum í kringum landið, á húsbíl. Anna Margrét ásamt eiginmanni sínum Inga Þór Ingibergssyni og börnum þeirra, þeim Bergrúnu Írisi og Skarphéðni Óla. Á myndinni má líka sjá tíkina Mýru. Myndin var tekin í Lystigarðinum á Akureyri síðasta sumar. SUMARFRÍIÐ ERTU MEÐ MEIRAPRÓF? Óska eftir bifreiðastjóra með meiraprófsréttindi. Upplýsingar í síma 820-2211, 899-2864. LÝSING Á STARFI: - Afhenting og móttaka bifreiða - Þrif bifreiða - Önnur tilfallandi verkefni HÆFNISKRÖFUR: - Framúrskarandi þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum - Góð enskukunnátta - Bílpróf - Jákvæðni og stundvísi TVINNA Áhugasamir geta haft samband við Alexander í gegnum netfangið alexander@lotuscarrental.is eða í síma 848-1250 Lotus Car Rental óskar eftir þjónustufulltrúa í fullt starf á starfstöð sína í Keflavík. LAUS STÖRF Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi /laus-storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um störfin. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ LEIKSKÓLINN TJARNARSEL LEIKSKÓLINN TJARNARSEL FJÁRMÁLASVIÐ VELFERÐARSVIÐ Verkamaður Sérkennslustjóri Leikskólakennari Deildarstjóri launadeildar Starf á heimili fatlaðs fólks VIÐBURÐIR HEIMSKONUR HITTAST/WOMEN OF THE WORLD MEET Heimskonur, a group of international women in Reykja- nesbær, will meet at Ráðhúskaffi from 13:00 - 15:00 o´clock on Saturday the 2nd of July. New members welcome. Landnámsdýragarðurin við Víkingaheim er opinn alla daga kl. 10:00 - 17:00. LANDNÁMSDÝRAGARÐURINN OPINN Nánari upplýsingar um viðburði á vegum Reykjanes- bæjar er að finna á vefnum www.reykjanesbaer.is. Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Handunnin leðurbelti Skóvinnustofa Sigga Kandídatar í tæknifræðinámi Há- skóla Íslands og Keilis voru útskrif- aðir síðasta föstudag. Námið heyrir undir Rafmagns- og tölvuverkfræði- deild HÍ. Var þetta í fimmta sinn sem útskrifaðir voru nemendur í tækni- fræði frá Keili til BSc-gráðu við Há- skóla Íslands. Ellefu nemendur voru brautskráðir, sjö úr mekatróník há- tæknifræði og fjórir úr orku- og um- hverfistæknifræði. Brautskráningin fór fram við hátíðlega athöfn í aðal- byggingu Keilis á Ásbrú og hafa nú í allt 63 nemendur útskrifast úr náminu frá upphafi. Sverrir Guðmundsson forstöðumaður tæknifræðinámsins flutti ávarp og afhenti prófskírteini ásamt Helga Þorbergssyni, dósent við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Ís- lands. Jóhannes Benediktsson, for- maður tæknifræðingafélagsins, flutti ávarp og veitti gjafir fyrir vel unnin og áhugaverð verkefni. Viðurkenn- ingar hlutu Helgi Valur Gunnarsson fyrir verkefnið „Pökkunarbúnaður fyrir bláskel“ og Jón Þór Guðbjörns- son fyrir verkefnið „Miðlægur orku- stýribúnaður með gagnaflutning um raflagnir“. Þá hlaut Skarphéðinn Þór Gunnarsson viðurkenningu fyrir góðan námsárangur, með 8,3 í meðal- einkunn. Ellert Arason flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ræðu og stjórnaði athöfninni. Gjafir veittu Tæknifræðingafélag Íslands og HS- Orka. Í tilkynningu frá Keili segir að næst verði tekið við nemendum í tækni- fræðinám Háskóla Íslands og Keilis í janúar 2017. Um er að ræða hagnýtt nám sem hentar sérstaklega vel fyrir frumkvöðla og þá sem hafa áhuga á verklegri nálgun í námi og starfi. Tæknifræðinemendur útskrifaðir við hátíðlega athöfn Vilt þú leggja okkur lið við að þjónusta ferðalanga? Arion banki er líflegur og spennandi vinnustaður Við vinnum með viðskiptavinum okkar að því að búa í haginn fyrir framtíðina. Við ræktum jákvæðan starfsanda, og leggjum áherslu á að starfsfólk okkar þroskist og þróist í starfi með markvissri fræðslu og þjálfun. Straumlínustjórnun er hluti af daglegri menningu með stöðugum umbótum og samvinnu allra starfsmanna. Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál og nýverið hlutum við Jafnlaunavottun VR. Saman látum við góða hluti gerast. Arion banki leitar að fólki til starfa á Keflavíkurflugvelli Ef þú hefur brennandi áhuga á því að veita góða þjónustu í lifandi umhverfi átt þú mögulega samleið með okkur. Um er að ræða hlutastörf sem unnin eru í vaktavinnu. Við óskum eftir jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum til að sinna gestgjafahlutverki, almennri gjaldkeraþjónustu og til að annast endurgreiðslu virðisaukaskatts. Hæfni og eiginleikar • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulund • Góð enskukunnátta • Reynsla af þjónustustörfum er æskileg Nánari upplýsingar veitir Maríanna Finnbogadóttir mannauðsráðgjafi, sími 444 6268, netfang marianna.finnbogadottir@arionbanki.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí 2016 og sótt er um störfin á arionbanki.is. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Húsnæði óskast Er reglusöm fullorðin kona á besta aldri og sárvantar 2-3 herb. í búð frá 1. ágúst nk eða fyrr á Suðurnesjunum. Skilvísar greiðslur í gegnum banka. Verið svo væn að hugsa til mín. Uppl. í síma 474-1503 eða 861-8311. Smáauglýsingar Víkurfrétta ●● Grindavík●í●3.●sæti●og●Keflavík●í●því●4.●● ●Akureyrarliðin●verma●toppsætin Meira sport á vf.is Vefsíðan Fótbolti.net hefur valið úr- valslið fyrri umferðar í 1. deild karla í fótb lta. Eftir fyrstu 11 umferð- irnar telja sérfræðingar síðunnar að Keflvíkingurinn Sigurbergur Elís- son sé besti leikmaður deildarinn- ar. Sigurbergur hefur verið einkar drjúgur fyrir Bítlabæjarliðið en hann hefur skorað sjö mörg í deild og bikar það sem af er tímabili. Fleiri Suðurnesjamenn komast á blað en Grindvíkingurinn Jósef Kristinn Jósefsson kemst í 11 manna úrvalslið, líkt og liðsfélagi hans Alexander Veigar Þórarinsson. Sigurbergur segist hafa heyrt af áhuga liða í efstu deild en ekkert frekar en það. „Mig langar að klára þetta ver- kefni með Keflavík áður en ég spái í einhverju öðru. Mér finnst ég alveg geta spilað í Pepsi deildinni. Við féll- um niður og það er bara okkar verk- efni að koma okkur aftur upp,“ segir Sigurbergur sem er markahæstur í 1. deildinni en hann er að leika framar á vellinum en vanalega. Hann segist vera að nýta færin sín vel og skrokk- urinn er betri en oft áður. Hann seg- ist vera að hugsa um það að hjálpa Keflvíkingum á sigurbraut og upp um deild að svo stöddu. Honum lýst vel á Skotana sem komu til liðsins á dögun- um og væntir þess að þeir komi til með að styrkja liðið. Keflvíkingar munu líklega ekki styrkja sig frekar í félagsskiptagluggan- um en Jón Benediktsson formaður knattspyrnudeildar segir að það þyrfti að koma ansi feitur biti á markaðinn til þess að svo yrði. Helst yrði það þá sóknin sem þyrfti að styrkja að sögn Jóns. Smáauglýsingar Víkurfrétta Til leigu Til leigu björt 86 m2, 3ja herbergja íbúð með garði í Sandgerði. Gervihnattamóttarar með enskum, þýskum og pólskum sjónvarps- stöðvum eru í íbúðinni. Leiga á mánuði 135 þúsund, innifalið er r fmagn og hiti. Áhug samir vinsamlega hafið samband ludvikjul@simnet.is / GSM: 863-8450 Óskast til leigu Reglusamt par með 2 börn óskar ftir íbúð, helst í Heiðarhve i eða nágre ni. Upplýsingar í síma 690-3942. Óska eftir herbergi eða íbúð til leigu. Er á fertugsaldri og er a fara að kenna í FS. Fyrir meiri upplýs- ingar: hermann@synodins.com. Hefur heyrt af áhuga úr Pepsi deildinni Sigurbergur bestur í fyrri umferð Sara Björk Gunnarsdóttir, ein fremsta knattspyrnukona Evrópu, mætti í heimsókn á lokadegi knattspyrnuskóla Þróttar í Vogum í vikunni. Heimsóknin vakti mikla lukku enda gaf Sara sér góðan tíma til að spjalla við börnin á námskeiðinu. Öll fengu þau svo áritað plakat af kvenna- landsliðinu og af Söru Björk. Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson úr Keflavík er hugsan- lega með slitið krossband í hné og verður því líklega frá keppni út árið. Samúel sem leikið hefur með Reading á Englandi undanfarin ár,samdi nýlega við norska félagið Vålerenga .Samúel var við æfingar hjá félaginu þegar óhappið varð sl. föstudag. Samúel er tvítugur miðjumaður sem hefur verið fastamaður í u21 liði Ís- lands að undanförnu. „Bara eitt sem stendur til boða, verða sterkari, fljótari og betri fótboltamaður og ávallt stefna á toppinn, engar afsakanir!“ sagði Samúel sjálfur í kjölfarið á Facebooksíðu sinni. Samúel Kári með slitið kro band Vefsíðan Fótbolti.net hefu valið úrval lið fyrri umferðar í 1. deild karla í fótbolta. Eftir fyrstu 11 umferð rnar telja sérfræðingar síðunnar að Keflvíkingurin Sigurbergur Elísson sé bes i leik- maður deild rinnar. Sigurbergur hefu verið einkar drjúgur fyrir Bítlabæjarliðið n hann hefur skorað sjö mörg í deild og bikar það sem af er tímabili. Sara Björk heimsótti knattspyrnuskóla Þróttar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.