Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.07.2016, Page 12

Víkurfréttir - 21.07.2016, Page 12
12 fimmtudagur 21. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR Nú standa yfir miklar endurbætur á hinu sögufræga Fishershúsi við Hafnargötu. Húsið mun komast í upprunalega mynd að utan á næstu mánuðum en óvíst er hvert hlutverk þess verður og hvað verður það inn- anhúss. Húsið byggði kaupmaður- inn Waldemar Christopher Hartvig Fischer og var húsið kennt við hann. Grétar Guðlaugsson úr Reykjanesbæ fór af stað með verkefnið sem var lokaverkefni hans í byggingarfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að mörgum hafi þótt tímabært að lappa upp á húsið og það ferli sé nú loks komið af stað. Grétar segir húsið í verra ástandi en hann hafði grunað. Bæði hvað varðar klæðningu utan- húss sem og innviði. Þó megi finna þar áhugaverða hluti eins og upp- runalegu innréttinguna frá þeim tíma er Fisher sjálfur var þar með verslun. Það var í kringum 1881 þegar húsið var byggt. Það þótti glæsilegasta hús- ið á svæðinu og þótt víðar væri leitað. Leitast verður eftir því að hafa klæðn- ingu og lit í upprunalegu formi en grái liturinn fannst undir klæðningu sem var fjarlægð af húsinu í núverandi framkvæmdum. „Ef maður segir bara eins og er þá var þetta hús bara orðið lýti á svæðinu þarna,“ segir Grétar. Hann hafði vonast til þess að fram- hlið hússins væri klár um Ljósanótt en hann býst ekki við því að svo geti orðið. Nú sé lögð áhersla á klæðningu og burðarvirki en ekki verður farið í lagfæringar innanhús að svo stöddu. „Þetta er dýrt og tímafrekt þar sem allt er sérsmíðað,“ segir Grétar um þetta merkilega hús. Búið er að rífa Hf. húsnæðið gamla að hluta og til stendur að rífa niður húsnæði þar sem golfklúbburinn hafði aðstöðu. Þá mun Fishershús standa fremur berskjaldað og fær fyrir vikið að njóta sín mun betur. Vegaframkvæmdir eru víðsvegar í gangi á Suðurnesjum um þessar mundir. Þessi hópur vaskra manna hefur undanfarið unnið langt fram á kvöld við það að lagfæra vegi Suðurnesjamanna. Þeir nutu veðurblíðunnar í vikunni til fulls þegar þeir lögðu nýtt malbik á Þjóðbraut í Reykjanesbæ, milli Lund- úna- og Reykjavíkurtorgs. Vakti það mikla athygli gesta og gangandi. Malbil á Þjóðbraut Þegar húsið var byggt árið 1881 gerði Fisher ráð fyrir því að skrúðgarður risi í kringum það. Sjá má leifar af honum nú en í kringum hann var reistur veggur sem nú er friðaður og fær að halda sér. Fishershús fer í gömlu sparifötin Framhlið hússins er nokkuð illa farin og þar þarf að skipta um eitthvað af burðar- virkinu. VF-myndir: Eyþór Sæmundsson

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.