Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2016, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 29.12.2016, Qupperneq 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • fimmtudagurinn 29. desember 2016 • 51. tölublað • 37. árgangur Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Vilja mæla mengun frá flugi ■ Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vilja að hafist verði handa sem fyrst við mælingar á loft- og hljóðmengun frá Keflavíkurflugvelli. Frá þessu greindi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, á íbúa- fundi í Stapa á dögunum. Bæjaryfir- völd munu funda með fulltrúum Isavia vegna mælinganna. Alþingi samþykkti rétt fyrir jól breyt- ingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs þannig að 200 milljónum verður varið í gerð tveggja hringtorga við Reykja- nesbraut á næsta ári. Silja Dögg Gunn- arsdóttir, þingmaður og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir alla nefndarmenn og þá fulltrúa Vega- gerðarinnar sem funduðu með nefnd- inni hafa verið sammála um mikilvægi þess að setja hringtorgin upp á árinu. Hringtorg verða sett upp við gatnamót Þjóðbrautar að Reykjanesbraut annars vegar og Aðalgötu og Reykjanesbrautar hins vegar. Framkvæmdir við gatna- mót Hafnavegar og Reykjanesbrautar munu hefjast árið 2018. Nú rétt fyrir jól samþykkti Alþingi tveggja og hálfs milljarða auka framlag til viðhalds vega sem Vegagerðin út- hlutar eftir þörfum. Silja Dögg kveðst vongóð um að hluti af þeim fjármunum renni til viðhalds á Reykjanesbraut. „Ég held að þetta sé ekki spurning um hvort heldur hvenær,“ segir Kjartan Már Kjartans- son, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ, aðspurður um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Sérstak- lega hvað varðar sameiningu Reykja- nesbæjar, Garðs og Sandgerðis. Við- ræður um sameiningu Garðs og Sand- gerðis eru hafnar en forsvarsmenn sveitarfélaganna ekki hafa sýnt áhuga á að hefja viðræður við Reykjanesbæ.“ Kjartan Már telur fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar líklegustu ástæðuna fyrir því að Reykjanesbær er ekki með í þeim viðræðum en að þær geti ef- laust verið fleiri. „Fólk hefur tilfinn- ingar til síns uppruna. Við þekkjum það á milli hverfa í Reykjanesbæ. Þó að sameining hafi átt sér stað fyrir 22 árum síðan þá eru ennþá til heitir Keflvíkingar og sömuleiðis heitir Njarðvíkingar og örugglega heitir Hafnabúar líka. Á sínum tíma voru einhverjir sem töldu sameiningu í Reykjanesbæ rangt skref.“ Þá bendir Kjartan á að það geti tekið þrjár til fjórar kynslóðir fyrir sameiningu sveitarfélaga að ganga í gegn. Á Norðurlöndunum hefur komið upp að ríkisvaldið hafi þvingað sveitar- félög til sameiningar með lagasetn- ingu. Kjartan segir að ekki hafi verið áhugi, vilji né þor til slíkra aðgerða hér á landi. „Ég tel það ekki góða leið heldur á að leyfa sveitarfélögum að ná eigin sátt um þessi mál og það tekur tíma.“ Þá segir hann umræðuna sem nú sé í gangi gott skref. Lengri útgáfu af viðtalinu við Kjartan Má, sem er jafnframt sjónvarpsviðtal, má nálgast á vef Víkurfrétta, vf.is ■ Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék jólalög víða um bæinn nokkra daga fyrir jólin eins og undanfarin ár. Hér er sveitin í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessukvöld. Veðurguðirnir létu aðeins finna fyrir sér þegar leið á kvöldið eftir að hafa verið stilltir allan daginn. VF-mynd/pket. Jólablástur í bænum Jólabarnið flýtti sér í heiminn ■ Jólabarn fæddist á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja á jóladag. Þá kom stúlkubarn í heiminn klukkan 18:15. Foreldrar eru Kristín Mjöll Kristins- dóttir og Helgi Pétursson. Stúlkan var 3.470 gr og 48 cm. Henni og móður heilsast vel en þau fóru heim af fæð- ingardeildinni samdægurs. Móðirin fór til skoðunar á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja á jóladag en hafði hugsað sér að eignast barnið strax á nýju ári. Stúlkan var hins vegar ekki á því og ákvað að drífa sig í heim- inn snögglega. Jólabarnið á Suðurnesjum fæddist á HSS á jóladag klukkan 18:15.200 milljónir í tvö hring- torg á Reykjanesbraut Telur sameiningu við Garð og Sandgerði tímaspursmál Uppgjör ársinsSUÐURNESJAMAGASÍNá Hringbraut fimmtudagskvöld kl. 21:30

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.