Víkurfréttir - 15.03.2007, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 11. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR
Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða sumarstarfsfólk í dagvinnu sem og vaktavinnu í verslun
fyrirtækisins, bæði hluta- og heilsdagsstörf. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fyrir
1. júní n.k. Í boði eru afleysingastörf, bæði til þriggja og sex mánaða.
Störfin felast í afgreiðslu og áfyllingum í verslun. Við leitum að reyklausum, snyrtilegum
og þjónustuliprum einstaklingum.
Hæfniskröfur:
- Góð þjónustulund - Hæfni í mannlegum samskiptum
- Tungumálakunnátta - Aldurstakmark 20 ár
Nýir umsækjendur fá stutta undirbúningsþjálfun áður en starf hefst.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Fríhafnarinnar á þriðju hæð í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar og á heimasíðu Fríhafnarinnar www.dutyfree.is.
Umsóknum ásamt ljósmynd skal skila fyrir 29. mars n.k.
Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Upplýsingar um starfið veitir starfsþróunarsvið í síma 425 0432 fyrir hádegi.
Tölvupóstfang: thorunn@fle.airport.is.
Spennandi vinnustaður í alþjóðlegu umhverfi.
Nú var því lofað af núver-andi ríkisstjórn þegar
núverandi kjördæmaskipting
var tekin upp að sérstakur
suðurstrandavegur yrði bú-
i n n t i l s e m
tengdi saman
Suðurnesin og
suðurlandsund-
irlendið. Þetta
átti að gerast
árið 1999. Síðan
var því frestað.
Og frestað. Nú hefur verið
ákveðið að þetta verður gert
árið 2018. Ég velti fyrir mér:
má þetta? Er í lagi að segja kjós-
endum ósatt? Það virðist sem
þingmönnum stjórnarflokk-
anna þyki það í stakasta lagi.
Samningur við kjósendur
Það er ekki boðlegt að almenn-
ingi sé ætlað það hlutskipti að
hugsa alltaf með sjálfum sér
þegar stjórnmálamenn nefna
dagsetningar að þeir hljóti að
vera meina eftir 10 ár eða 20 ár.
Þegar menn segjast ætla að gera
veg á árinu 1999 þá eiga þeir
að gera veg árið 1999. Þetta er
svo einfalt. Þegar Guðni Ágústs-
son og Árni Mathiesen lofuðu
þessu og háhraðatengingu um
allt land þá á það að vera loforð
sem ber í sér raunverulega inni-
stæðu. Það er samningur sem
þeir gera, ekki aðeins við kjós-
endur sína, heldur allan almenn-
ing í landinu. Háhraðatengin
átti að vera komin um allt land í
ár. Hún er það ekki.
Lofa ekki meiru en hægt er að
standa við
Stjórnmál snúast að stórum
hluta um traust. Þá staðreynd
hvort almenningur geti treyst
því að stjórnmálamenn séu að
segja þeim sannleikann. Að
þeir séu ekki að lofa meiru en
þeir geta staðið við. Fólk í suður-
kjördæmi sem beðið hefur eftir
suðurstrandarveginum á að vita
að sjálfstæðismönnum og fram-
sóknarflokki er ekki treystandi
í þessum efnum. Vanrækslu-
syndirnar eru margar og víða;
þær má finna í málefnum eldri
borgara og heilbrigðiskerfinu.
En hér hef ég rakið með mjög
einföldum og skýrum hætti tvö
svikin loforð.
Þess vegna Samfylking
Þetta eru tvö mál sem Samfylk-
ingin mun m.a. setja í forgang
komist hún í ríkisstjórn. Sam-
fylkingin hefur það umfram
Sjálfstæðisflokk og Framsóknar-
flokk að hún hefur ekki svikið
eitt einasta kosningaloforð. Sam-
fylkingin er raunverulegt fram-
sækið og umbótasinnað hreyfi-
afl hugmynda. Jafnaðarflokkur
sem vill gera Ísland að besta
landi í heimi. Í öllu tilliti. Við
lofum ekki meiru en við getum
staðið við.
Róbert Marshall
skipar 3. sæti á lista Samfylk-
ingarinnar í suðurkjördæmi.
1999 eða 2018 -hvort er það?
Robert Marshall skrifar:
FRÉTTASÍMINN
SÓLARHRINGSVAKT 898 2222