Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2007, Page 12

Víkurfréttir - 18.04.2007, Page 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Fjölmennt var í Íþróttaaka-demíunni í Reykjanesbæ þar sem nokkrir nemendur í Íþróttafræðum við Akademí- una og Háskólann í Reykjavík stóðu fyrir málþingi um sér- kennslu í íþróttum. Var yfir- skrift þingsins: „Úr aukahlut- verki í aðalhlutverk“. Fjölmargir tóku þar til máls um stöðu sérkennslu í íþróttum og mikilvægi þess að allir nem- endur finni eitthvað við sitt hæfi í íþróttum hvort sem þeir eiga við fötlun að etja eða ekki. Þeir sem stóðu að þinginu voru þeir Guðjón Árni Antoníus- son, Jón Norðdal Hafsteinsson, Magni Fannberg Magnússon, Patrekur Jóhannesson Rafn Markús Vilbergsson og Sigurður Guðmundsson. Fundarstjóri var Hjálmar Árnason, alþingis- maður. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Jóhann Rúnar Kristjáns- son, borðtenniskappi úr Kefla- vík, sem fór yfir ferðasögu sína upp í fremstu röð á heimsvísu og það sem íþróttir gáfu honum eftir að hann lamaðist í mótor- hjólaslysi, og Sjöfn Jónsdóttir sem hefur þurft að berjast mikið til að þrjú barna hennar fái við- eigandi sérkennslu í íþróttum. Fram kom í máli þeirra sem komu í pontu að þó vissulega hafi hlutirnir breyst til batnaðar á síðustu árum og áratugum, er enn langt í land með að ástandið sé ásættanlegt fyrir börn og ung- linga með sérþarfir. Góður rómur var gerður að skipu lagi þings ins og þótti öllum þarft að vekja umræðu um málefnið. Íþróttaakademían í Reykjanesbæ: Glæsilegt málþing Líkur eru á að vélhjólafólk fái afnot af Pattersonflug- velli, þar sem ráðgert er að koma upp æfingaaðstöðu fyrir vélhjól af öllum gerðum. Svein- björn Sveinbjörnsson fór fyrir áhugafólki um bætta aðstöðu fyrir vélhjólamenn á Suður- nesjum, en hann fékk um 700 undirskriftir málinu til stuðn- ings. „Eftir það fór ég til bæj- arstjórans og svo til Kjartans Þórs í Þróunarfélaginu á Kefla- víkurflugvelli og þeim leist ágætlega á hugmyndina. Nú þurfum við að skila nánari hug- myndum um notkun á svæð- inu en ég er að vonast til að við getum verið komnir með loka- svar eftir u.þ.b. mánuð.” Framtakið hefur mælst vel fyrir og hafa ýmis fyrirtæki, m.a. VÍS, gefið vilyrði um að koma að uppbyggingu svæðisins sem mun brúa bilið þar til að braut Iceland MotoPark verður tekin í gagnið á næstu misserum. „Það hefur orðið sprenging í mótorhjólasportinu síðustu ár,” segir Sveinbjörn, en aðstöðu til æfinga hefur sárvantað. „Nú virðist stefna í gleðistund og vil ég þakka öllum sem skrifuðu undir áskorunina og þeim sem hafa stutt okkur, en ef einhverjir eru áhugasamir um þetta verk- efni geta þeir haft samband við mig í tölvupóstfangið svein- bjorns@visir.is.” Æfinga- svæði fyrir vélhjól á Patterson? Frá málþinginu í Íþróttaakademíunni: Mynd: gilsi@vf.is Mótorhjólamenn lifa í voninni um að fá inni á Patterson-svæðinu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.