Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2007, Síða 14

Víkurfréttir - 18.04.2007, Síða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Suðurnesjamenn eiga greini-lega fallega hunda því þeir sópuðu að sér verðlaunum á sýningu Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var á dög- unum í reiðhöllinni í Víðidal. Sýndir voru 760 hundar af 75 tegundum og er það mesta þátt- taka sem verið hefur til þessa á sýningum félagsins. Á meðal verðlaunahafa var m.a. Bulldog hundurinn Jaminic Ólöf Elíasdóttir og Arnar Sigurjónsson með Bulldog hundana Jaminic Jack Mystyle og Crazy Little Thing sem báðir búa í Garði. Jarðar Fífa hlaut meistarastig og Cacib og varð besta tík í sinni tegund, eigandi hennar er Hildur Vilhelmsdóttir í Garðinum. Sýning Hundaræktarfélags Íslands: Suðurnesjahundar gerðu það gott Jack Mystyle sem hlaut stig til ís- lensks meistara og og svokallað Cacib og var valinn besti rakki sinnar tegundar. Eigandi hans er Ólöf Elíasdóttir í Garðinum. Cacib er stig til alþjóðlegs meist- ara. Bulldog tíkin Lovísa hlaut einnig stig til íslensks meistara ásamt því að fá Cacib og vera valin besti hundur í tegundinni. Lovísa er ræktuð úr Garðinum af Ólöfu Elísdóttur. Bulldog hvolpurinn Salka sem á ættir sínar að rekja til hunda Ólafar varð besti hvolpurinn í sinni teg- und í ákveðnum aldursflokki. Ólöf er því greinilega með góð tök á ræktuninni. Hunda rækt un í Garði er greini lega stunduð af stakri fagmennsku því fleiri hundar þaðan voru sigursælir á sýning- unni, s.s. Labradortíkin Mistý sem er í eigu Þuríðar Sifjar Æv- arsdóttur. Önnur Labradortík í eigu Mikkalínu Finnbjörns- dóttur hlaut verðlaun einnig Ungversk Vizsla tík í eigu Hildar Vilhelmsdóttur, tveir Basset hundar í eigu Súsönnu Poulsen, Schefer hvolpur í eigu Auðar Eyberg Helgadóttur og Cavalier hvolpur í eigu Kolbrúnar Þór- lindardóttur. Keflavíkurhundar voru líka að gera það gott en á meðal verð- launahafa voru Golden Retri- ever tík í eigu Sigríðar Bílddal, Cavalier King Charles Spaniel hvolur í eigu Bryndísar Arnþórs- dóttur og Chiuhuahua hvolpur í eigu Önnu Ránar Árnadóttur. Suðurnesjamenn áttu þriðja besta hund sýningar og þriðja besta hvolp sýningar.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.