Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2007, Side 20

Víkurfréttir - 18.04.2007, Side 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Tölu verð ásókn hef ur ver ið í að fá hús næði á gamla varn ar svæð inu til að hýsa er- lenda verka menn. Þetta stað- fest ir Kjart an Þór Ei ríks son, fram kvæmda stjóri Þró un ar fé- lags Kefla vík ur flug vall ar í sam- tali við Vík ur frétt ir. „Við höf um vilj að sjá til með þetta og sjá hvern ig önn ur verk- efni fara af stað áður en við bind um hús næð ið í þess um til- gangi,“ sagði Kjart an en bætti því við að slíkt væri mögu legt en þá bara sem tíma bund in ráð- stöf un. „Ef þetta yrði gert væri það al- ger lega á þeim for send um að þetta sé tíma bund in ráð stöf un. Það er ekki okk ar mark mið að breyta svæð inu í vinnu búð ir án þess að reyna ann að fyrst. Við sjá um fyr ir okk ur að það væri mögu legt að nýta hús næð ið í þess um til gangi tíma bund ið en það myndi svo fjara út um leið og vænt an legt há skóla sam fé lag stækk aði. En þessu yrði að sjálf- sögðu vel stýrt ef af því verð ur.“ Sala eign anna á svæð inu er að þok ast í rétta átt og er tíð inda af því að vænta á næstu dög um, að sögn Kjart ans. Samgöngur eru sem kunnugt er hluti af grunngerð samfélagsins. Ef grunngerðin er ekki í lagi hamlar það framþróun á ýmsum sviðum. Hér á landi erum við tiltölulega skammt á veg komin í samgöngumálum, en frumstæðar samgöngur eru þó ekki undarlegar ef litið er til þess hve stutt er síðan hér hófst raunveruleg iðnvæðing og borgarmyndun. Reykjanesbær tengist höfuðborginni æ betur vegna alþjóða- flugvallarins, aukins sveigjanleika í búsetu og atvinnusóknar. Og framundan gæti verið háskólasamfélag á Vellinum og hugsanlega heilt álver í Helguvík. Kappakstursbær á Njarð- víkurheiðinni og Eldfjallagarður inni í landi. Reykjanesbrautin er uþb. að verða að bestu hraðbraut landsins, sem ekki hefði orðið nema fyrir frumkvæði og þrýsting af Suðurnesjum. Hins vegar eru almenningssamgöngur ekki eins góðar og æskilegt væri. Milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur eru til dæmis ekki nema fimm ferðir á dag (þrjár um helgar) og sú síðasta kl. 21 að kvöldi frá Reykjavík. Þá vekur það nokkra furðu að almenningssamgöngur, strætóferðir, innan bæjar í Reykjanesbæ falla niður um helgar. Er þó bærinn að ná yfir stærra og stærra svæði og full þörf á góðum samgöngum alla daga. Þá eru ónefndar Hafnir sem er jaðarsvæði Reykjanesbæjar, en þarfnast líka sómasamlegra samgangna eins og aðrir staðir. Ókeypis ferðir með strætó eru bænum til sóma og í raun fyrirmynd annarra sveitarfélaga og getur talist ,,fjölskylduvæn ráðstöfun“. Enginn strætó um helgar og hálfgert sambandsleysi við höfuðborgina er hins vegar ,,fjölskyldufjandsamleg ráðstöfun“ og þarf að ráða bót á því sem fyrst. Þá er mál til komið að endurskoða áætlanir um lestarsamgöngur milli höfuðborgarinnar og Suðurnesja, gagnsemi þeirra hlýtur að fara vaxandi. Samgöngur eru eins og fyrr segir hluti af grunngerðinni, líkt og rafmagn, vatn og sími. Veikleiki í grunngerðinni leiðir af sér takmarkanir og veikleika á öðrum sviðum samfélagsins. Kristján Bjarnason KRISTJÁN ER NÝR PISTLAHÖFUNDUR HJÁ VÍKURFRÉTTUM Sprotar Bættar samgöngur á Suðurnesjum Fyr ir spurn ir um gist ingu fyr ir er lenda verka menn á Kefla vík ur flug velli: „Ekki vinnu búð ir“ HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUFÓLK OKKAR Í SÍMA 421 OOOOprentun?vantar þigVÍKURFRÉTTIR BJÓÐA PRENTÞJÓNUSTU

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.