Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2007, Síða 26

Víkurfréttir - 18.04.2007, Síða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Lifandi jörð Á fáum stöðum opnast jarðsögu- bókin betur en á Reykjanesskag- anum í fjölbreyttum jarðmynd- unum. Atlantshafshryggurinn liggur á landi og hægt er að ganga á milli Ameríku og Evr- ópu á „Brúnni milli heims- álfa“. Sjá hvernig hefur landið gliðnað, sprungur opnast, gígar myndast og hraun runnið. Landið stækkar lúshægt mælt í mannsævinni en á ægihraða í samanburði við ævi Jarðar, að meðaltali 2 cm á ári. Reykjanesskaginn er unaðsreitur náttúruskoðara og ljósmyndara, hrein upplifun. Hér eru eldgígar af öllum gerðum og merkileg fjöll mynduð við eldgos undir jökli, t.d. við Kleifarvatn þar sem í kaupbæti býr skrímsli. Litskrúðugt berg í Trölladyngju gefur Landmannalaugum lítið eftir og útsýnið af Keili er stór- brotið. Dyngjur nefnast flatir hraunskildir og móðir þeirra, Skjaldbreiður, rís við endimörk garðsins í norðri en litlar systur skreyta skagann. Á Reykjanesi brýtur úthafsaldan bergið af ógnarkröftum, molar í spað og skolar upp í Sandvíkina og þar eru með bestu brimbrettaöldum í heimi. Krísuvíkurberg og Fest- arfjall eru full af fugli, súlur og lundar sveima um. Hér eru háhitasvæði með lit- ríkum ólgandi leirhverum, öskr- andi gufuaugum og hæglátum vatnshverum. Hér gengur sjór- inn inn í bergið, mætir orku úr iðrum jarðar, hitnar og breytist í sjóðheitan jarðsjó sem nýttur er í Bláa lóninu og geymir lækn- ingamátt. Jafnvel í fúlasta sjóð- andi leirpytti er líf, frumstæðar lífverur sem una sér við öfga. Geymir Reykjanes að lykil að uppruna lífsins eða vísbend- ingar um mögulegt líf á öðrum hnöttum? Áhugaverð atvinnutækifæri Garðurinn býður til gríðarleg tækifæri til heilsubótar, með hreyfingu, jarð- og sjóböðum, en ekki síður heilsufæði úr ís- lenskum eðalhráefnum og lækn- ingasetur sem nýta sér frum- og ferskleika náttúrunnar, um- hverfið eitt er græðandi. Ekki síðri möguleikar eru í sér- hæfðum þekkingarsetrum sem selja erlendum námsmönnum og vísindamönnum um víða veröld aðgengi að einstakri nátt- úru og þekkingu með aðstöðu fyrir líf-, tækni- og jarðvarma- rannsóknir. Orkuverið Jörð leikur lykilhlutverk í fræðslu fyrir unga sem aldna, lyftistöng fyrir jarðvarmarannsóknir í tengslum við Umhverfisháskól- ann á Flugvallarsvæðinu. Þá eru ótalin öll störfin sem skapast við hefðbundna ferðaþjónustu, auk starfa við rekstur og viðhald garðsins. Bestu aðstæður Ísland liggur í alfaraleið, mitt milli Norður Ameríku og Evr- ópu. Í aðeins fárra mínútna fjarlægð frá alþjóðaflugvelli er margt sem náttúruunnendur dreymir að sjá. Hér er gott aðgengi og hægt að upplifa undramargt með því einu að stíga út úr bílnum. Vissulega þarf að ljúka við Suðurstrandar- veg og leggja varanlegt yfirborð á vegi og fjölförnustu göngu- stíga til að hámarka nýtingu. Við ströndina eru bæir sem bjóða þjónustu fyrir ferðamenn en til viðbótar þarf að bjóða háþróaða þekkingarþjónustu. Með því einu af fá 100.000 ferðamenn til að dvelja dag á Reykjanesskag- anum skapast um 1,2 milljarðar tekjur1. Það er mikils virði. Ásta Þorleifsdóttir er jarð- fræðingur og situr í 1. sæti á lista Íslandshreyfingar- innar í Suðurkjördæmi 1 Áætlaðar tekjur á ferðamann eru 12.000 á sólarhring skv. upplýsingum frá Rögnvaldi Guðmundssyni ferðamálafræðingi. - Einstök tækifæri í útivist, fræðslu og atvinnusköpun Að læra, nýta og njóta eru réttmæt einkunnarorð Eldfjalla- og auðlindagarðs á Reykjanesskaga sem getur skapað fjölmörg störf og milljarðatekjur, ef við virðum náttúruna og sýnum varfærni í nýtingu hennar. Reykjanesskaginn býr yfir miklum möguleikum; jarðfræðin er einstök, frábær tækifæri til útivistar, fræðslu og heilsueflingar, að ógleymdum fjórum jarðvarmavirkjunum og þekk- ingu sem af þeim hefur hlotist. Eldfjalla- og auðlinda- garður á Reykjanesskaga HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUFÓLK OKKAR Í SÍMA 421 OOOO prentun? vantar þig VÍKURFRÉTTIR BJÓÐA PRENTÞJÓNUSTU

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.