Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2007, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 24.05.2007, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR www.vf.is/ithrottir Íþróttapósturinn er jbo@vf.is 868 1061 & 555 1766 VERÐUM AÐ KLÁRA FÆRIN OKKAR Keflavík og Breiðablik mæt-ast í þriðju umferð Lands- bankadeildarinnar í knatt- spyrnu í kvöld en leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst hann kl. 19:15. Færeyski landsliðsmaðurinn Símun Samuelsen hefur gert tvö mörk í tveimur leikjum fyrir Kefla- vík það sem af er leiktíðinni og það virðist skipta litlu máli hvar á vellinum Símun spilar, hann skilar alltaf sínu. Kefla- vík burstaði Breiðablik 5-0 á Keflavíkurvelli í fyrra en máttu sætta sig við 2-1 tap í Kópavogi í síðari deildarleik liðanna. Símun á von á erfiðum leik í kvöld og segir dómara gera mistök rétt eins og leikmenn. „Ef ég hefði verið dómarinn þá hefði ég dæmt rautt spjald,“ sagði Símun en brotið var á Símun á fyrstu mínútu leiksins gegn FH á sunnudag þar sem Íslandsmeistararnir fóru með 2-1 sigur af hólmi. „Dómarinn sagði að ég hefði ekki verið kom- inn í gegn og því hefur honum fundist þetta vera gult spjald, það var samt togað vel í mig og ég missti jafnvægið. Dómar- arnir gera mistök rétt eins og við leikmennirnir,“ sagði Símun og bætti því við að nú væru menn einungis að hugsa um leik kvöldsins. „Við verðum bara að klára færin okkar, ef maður klárar þau ekki þá gerast svona hlutir eins og gegn FH, við sjáum þetta oft gerast. Útileikur- inn gegn Breiðablik var erfiður í fyrra og ég fæ ekki betur séð en að þeir hafi bara styrkt sig fyrir þetta sumar,“ sagði Símun sem er með samning út næstu leiktíð við Keflvíkinga. Nokkuð stöðuflakk hefur verið á Símun í Keflavíkurliðinu en sjálfur segist hann geta leyst flestar stöður nema þær í vörn- inni. „Við erum með góða miðju- menn og ég er ekki að fara að taka stöðurnar þeirra,“ sagði Símun sem oftast leikur annað hvort á hægri eða vinstri kanti og stundum er honum telft í fremstu víglínu en Símun er færeyskur landsliðsmaður sem á sterkar rætur að rekja til Ís- lands. „Mamma er flutt hingað til Keflavíkur og eiginlega öll fjölskyldan hennar mömmu. Afi minn, Pétur Sæmundsson, er héðan svo ég kann mjög vel við mig hérna,“ sagði Símun sem er á sínu þriðja leikári með Keflvík- ingum. Óskabyrjun Keflavíkurkvenna Kef lav íkurkonur hófu leiktíðina í Landsbanka- deild kvenna í knattspyrnu með glæsibrag er þær rótbur- stuðu Þór/KA 7-0 síðastliðinn mánudag. Þrátt fyrir að hafa misst sterka leikmenn fyrir þessa leiktíð er engan bilbug að finna á Keflavíkurliðinu sem nú teflir Guðnýju Petrínu Þórðardóttur fram í fremstu víglínu og hún skilaði sínu strax í fyrsta leik. Þær Guðný og Danka Podovac gerðu tvö mörk hver í leiknum en þær Vesna Smiljokovic, Bryn- dís Bjarnadóttir og Björg Ólafs- dóttir gerðu eitt mark hver. Guðný Petrína sagði í samtali við Víkurfréttir að mikilvægt hefði verið fyrir Keflavíkurliðið að byrja leiktíðina jafn vel og raun bar vitni. „Næsti leikur er gegn Stjörnunni á morgun og það er alltaf gaman að spila á móti þeim. Við mættum þeim tvívegis í Tyrklandi í æfingaferð- inni okkar og báðir leikirnir voru hörkuleikir. Við munum mæta einbeittar til leiks og ætlum okkur sigur,“ sagði Guðný sem hefur jafnan leikið á miðjunni með Keflavík en er nú komin í fremstu víglínu. „Ég er gamall senter og var í þessari stöðu þegar Porcha var að þjálfa mig í 3. flokki og ég kann vel við mig í framlínunni því það er alltaf gaman að skora mörk,“ sagði Guðný sem verður í eld- línunni með Keflavíkurkonum annað kvöld. Þóra og Younes Massameistarar í bekkpressu Reykjanesmótið í bekk-pressu var haldið laugar- daginn 28. apríl síðastliðinn í sal Massa í Njarðvík. Alls mættu 11 Massafélagar til leiks, tvær konur og níu karlar. Stöllurnar Þóra og Helena háðu mikla baráttu um stigabikar kvenna en að lokum hafði Þóra betur með nýju Reykjanesmeti 70,5kg. sem var 8kg. meira en Helena. Karlarnir tóku hressi- lega á lóðunum en baráttan var mest í 90 og 110 kg. flokki. Í 90 kg. flokki voru tveir kepp- endur, þeir Herbert Eyjólfsson og Einar Friðriksson og hafði Herbert betur í þetta skipti og lyfti 135 kg. sem var 5 kg meira en Einar. Í 110 kg. flokki voru þrír keppendur þeir Wojciech, Sturla og Younes og var You- nes sterkastur af þeim þremur og lyfti 162,5 kg. sem var 7,5 kg. meira en Sturla og 52.5 kg. meira en Wojciech. Stigabikar karla hlaut Younes Bounihdi. Sérstaka viðurkenningu fékk tímavörður mótsins Einar Árna- son. Mikið mun mæða á Guðnýju í sumar í fremstu víglínu Keflavíkur. Keppendur í bekkpressumótinu. Þóra er í fremstu röð lengst til hægri en Younes er efstur í öftustu röð Símun er á skotskónum þessa dagana og freistar þess að senda knöttinn í netið gegn Blikum í kvöld.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.