Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.2007, Side 18

Víkurfréttir - 07.06.2007, Side 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 23. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Þann 17. maí síðastliðinn voru liðin 21 ár frá því að þeir feðgar, Steinþór Jónsson og Jón William Magnússon opnuðu Hótel Keflavík og gerð- ust brautryðjendur í ferðaþjón- ustu á Reykjanesi. Þegar hót- elið opnaði hafði hvorki Flug- stöð Leifs Eiríkssonar eða Bláa Lónið tekið til starfa og eng- inn ferðaþjónusta sem heitið gat í boði á Reykjanesi. Nú, 21 ári síðar, hefur landslagið heldur betur breyst auk þess sem hótelið er í dag með eina elstu kennitölu hótela á Íslandi en flest hver hafa skipt um nöfn, kennitölur og eigendur í tímans rás. Nýlega var ráðist í að kaupa vönduð sjónvörp og hljómflutn- ingstæki frá Bang & Olufsen inn á öll 70 herbergi hótelsins og er Hótel Keflavík eina hótel landsins og eitt af fáum slíkum í Evrópu sem bjóða uppá þetta þekkta vörumerki, að sögn Stein- þórs Jónssonar, hótelstjóra og eiganda. Þá var í síðasta mán- uði tekið í notkun VIP- funda- herbergi fyrir allt að 12 manns með fullkomnasta búnaði sem völ er á. Velgengni þrátt fyrir ágjöf Ýmislegt hefur á dagana drifið í gegnum tíðina og þrátt fyrir ýmsar breytingar í rekstrarum- hverfi hótelsins hefur rekstur þess dafnað vel og önnur sókn- arfæri nýtt í stað þeirra sem hafa horfið, t.d. við brotthvarf bandaríkjahers af Miðnesheiði, sem fært hafði hótelinu talsverð viðskipti. „Þrátt fyrir miklar breytingar sem t.d. brotthvarf hersins hafði í för með sér, hefur gengið frá- bærlega að halda góðri nýtingu. Við höfum kannski þurft að hafa örlítið meira fyrir hlutnum í kjölfarið til að nýta önnur sókn- arfæri en það hefur einfaldlega gengið upp. Það er óhætt að segja að kjölfestan í rekstrinum sé mikil vinna, frábært starfs- fólk, reynsla og útsjónarsemi sem rekstur í 21 ár hefur kennt okkur,” segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík í samtali við VF. Fóru ekki heim í nokkra mánuði Steinþór segir hótelrekstur skemmtilegan en að sama skapi erfiðan vegna mikils stofnkostn- aðar. Alltof margir hafi farið í slíkan rekstur með of mikla skuldsetningu, sem skýrir m.a. tíð nafna- og eigendaskipti í þessum geira. „Ég veit ekki um neitt hótel hér á landi sem hefur lifað af mikla skuldsetn- ingu í upphafi rekstrar. Það ein- faldlega virkar ekki á tímum aukinnar samkeppni og hárra vaxta. Í svona rekstur þarf gott stofnfé í upphafi og gríðarlega vinnusemi. Ég minnist þess að í upphafi fórum við fjölskyldan nánast ekkert heim til okkar í nokkra mánuði eftir opnun hót- elsins þrátt fyrir að búa í sama bæjarfélagi. Við vorum í þessu allan sólarhringinn. Það var líka gaman að sjá þegar uppskeran af því sem sáð var fór að skila sér,” segir Steinþór. Smáatriðin skipta máli Hótel Keflavík hefur ætíð lagt áherslu að aðlaðandi umhverfi og þægindi fyrir viðskiptavini sína en í því sambandi segir Steinþór að smáatriðin skipti verulegu máli. Ný sérofin teppi voru sett á herbergin í vetur í stað eldri gólfefna og parkets sem var tískubóla síðasta ára- tugar á hótelum landsins. Þá er á hótelinu mjög gott sjónvarps- kerfi í tengslum við Kapalvæð- ingu og því skiptir máli að end- urnýja eldri sjónvörp gestum til ánægu og yndisauka. Þá hefur einstaklega glæsilegur morgun- verður á Hótel Keflavík vakið verðskuldaða athygli, bæði hótelgesta og annara, og segir Steinþór hann gott dæmi um óeigingjarnt framlag síns starfs- fólks sem leggi oft meiri metnað í vinnu sína en til væri ætlast af eigendum. Ný og fullkomin fundaaðstaða Nýlegt og vel útbúið VIP-fund- arherbergi hefur strax skilað sér að sögn Steinþórs og hafa fjölmargir aðilar, jafnt hótel- gestir sem og aðrir, sóst eftir salnum til fundahalda. „Þetta er að skila sér þannig að fólk sem hefur nýtt þessa aðstöðu vill í framhaldinu koma aftur með sína gesti til að nýta aðstöð- una frekar og þá jafnvel gista,” segir Steinþór. Hótelið leggur áherslu á að geta boðið gestum sínum upp á heildarlausnir í þjónustu og segir Steinþór að stefnan sé að segja aldrei „nei” við viðskiptavininn, hvort sem viðkomandi þurfi að þvo skyrtu eða vanti bílaleigubíl „Það fylgir því nokkur ábyrgð að vera stærsta hótel svæðisins og leiðandi í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Við höfum þegar látið teikna fyrir okkur stækkun á hótelinu og erum því tilbúin til framkvæmda þegar réttur tími kemur en áherslan verður áfram sú að veita bestu þjónustu sem völ er á,” sagði Steinþór að lokum. Með eina elstu kenni- tölu hótela á Íslandi - Bang & Olufsen hágæðasjónvörp í hvert herbergi og ný vönduð fundaaðstaða tekin í notkun. Steinþór Jónsson Séð inn í hluta nýja VIP-fundaherbergisins sem er útbúið fullkomnasta fundabúnaði sem völ er á. VF-myndir: elg Hótel Keflavík: ������������������������������� ���������� ���������������������������������������� � � � �

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.