Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2007, Qupperneq 34

Víkurfréttir - 13.12.2007, Qupperneq 34
34 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR skúlptúra, innsetningar, gjörn- inga, ljósmyndir eða hljóðverk. Hann er sannkallað kamelljón í myndlistinni því hann stekkur leikandi úr einu stílbrigðinu í annað. Hann svarar því játandi þegar hann er inntur eftir því hvort hann líti á sig sem fjöllista- mann. Þá muna margir eflaust eftir því að Guðmundur Rúnar lét fyrir margt löngu síðan nokkuð að sér kveða í tónlist. Þó eitthvað minna hafi farið fyrir henni hjá honum hin síðari ár segist hann alls ekki vera búinn að leggja tónlistina til hliðar. Seg- ist reyndar enn vera að semja þó hann hafi verið mun meira upptekinn af myndlistinni. Guð- mundur á að baki fjölda sýninga hér heima og erlendis og þykir með afkastameiri og hugmynda- ríkari listamönnum. Það segir sig sjálft að hann situr því oft næturlangt í vinnustofunni. Það kemur því ekki á óvart að hann svarar neitandi inntur eftir því hvort sólarhringurinn dugi. FÓR AÐ RÁÐUM PABBA Segja má að upphafið að mynd- listarferli Guðmundar hafi verið þegar hann sem ungur pjakkur sat á meðal kunningja föður síns sem komu reglulega saman til að tefla. Guðmundur teiknaði portrett af mönnunum á meðan þeir sátu að skákinni og seldi þeim síðan myndirnar. Það var því ljóst hvaða stefnu drengur- inn myndi taka. En af hverju ákvað hann að gerast kokkur? „Mjög snemma sem ung ur drengur var ég klárlega bú- inn að ákveða að ég ætlaði að læra myndlist. Pabba fannst það í góðu lagi en hvatti mig eindregið til að taka eitthvað iðnám fyrst. Hann taldi ekki nógu mikið öryggi í því að lifa á myndlist eingöngu. Hann sagði líka að ég ætti alls ekki að naga mig í handarbökin á gamals aldri yfir því að hafa ekki farið í myndlistarnám eins og hugur minn stóð til. Pabbi sagði mér að setja miða í brjóstvasann og á honum átti að standa að ég ætlaði í mynd- list ar nám þeg ar fram liðu stundir. Mér er þetta ákaflega minnisstætt og ég gekk með miðann í vasanum í mörg ár. Við höfðum nú stundum tekið rimmurnar við pabbi af því að ég vildi alltaf fara mínar eigin leiðir og var ekkert mikið að fara eftir tilmælum. En úr því að hann var sáttur við þessi áform mín ákvað ég að hlusta á kallinn og fara að ráðum hans.“ MEÐ MARKMIÐIÐ Í BRJÓSTVASANUM Guðmundur Rúnar fór 13 ára gamall á sjóinn og þar lögðu ör- lögin línurnar varðandi framtíð- arstarfið. Hann var á síldarbát á norðursjónum og kokkurinn um borð reyndist fyllibytta hin mesta og var alls ekki í ástandi til að elda ofan í mannskapinn. „Ég álpaðist þarna inn í eldhúsið til að reyna að bjarga hlutunum þó ég kynni ekki neitt. Mér tókst þó ágætlega upp, áhuginn kviknaði og þegar ég kom heim hafði ég orð á því við mömmu að ég væri alveg til í að læra kokkinn. Fyrir tilstilli mömmu komst ég í læri hjá veitingahúsi á Selfossi og eigendurnir þar hjálpuðu mér síðan að komast inn á Hótel Sögu þar sem ég var á samningi. Ég kláraði kokkinn og var allan tímann með mið- ann góða í brjóstvasanum. Á honum stóð að áður en ég yrði 35 ára færi ég í myndlist. Þegar að því kom var ég í mjög fínu starfi sem yfirkokkur á sjúkra- húsinu í Eyjum. Ég sagði því upp og mörgum fannst ég klikk- aður að henda því fyrir róða til að fara í Myndlistarskólann. En þetta var eitthvað sem ég hafði lofað mér fyrir löngu síðan, við það stóð ég og sé ekkert eftir því.“ ÓVÆGIN GAGNRÝNI Eftir námið í Myndlista- og handíðaskólanum fór Guð- mundur til Rotterdam og Frank- furt í framhaldsnám í myndlist. „Þetta var ákaflega krefjandi nám og maður þurfti að hafa breitt bak til að bera harða og beinskeytta gagnrýni kennar- anna. Með reglulegu millibili lögðu nemendur verk sín fyrir dóm kennaranna á sérstökum fundi og fyrir sumum var þetta eins og að vera leiddur fyrir af- tökusveit því dómararnir voru mjög óvægnir. Ég man að Spessi ljósmyndari, sem þarna var í námi, var einu sinni hjá mér á svona fundi og hann spurði mig hvernig í ósköpunum hægt væri að sitja undir svona árásum. Ég svar- aði því til að þetta væru ekki árásir. Þarna væri bara verið að taka á hlutunum og kenna fólki að standa með verkum sínum. Það er nauðsynlegt fyrir hvern listamann að kunna að vinna úr gagnrýni og hún getur nýst honum á jákvæðan hátt ef hann gerir það.“ RANNSAKANDI LISTAMAÐUR „Myndlistarmaðurinn John Blake skoðaði einu sinni verk sem ég var að gera og sagði við mig að það væri ekki nógu fá- tækt og ekki nógu ríkt. Ég sagði honum að ég væri skítblankur, sem ég var á námsárunum, og gæti ekki fullklárað verkið. „Þá hefðir þú átt að ganga ennþá lengra í því að vera blankur og gera verkið ennþá fátæklegra. Þetta sýn ir ekki að þú sért blankur,“ svaraði hann. Mér fannst þetta afar merkileg speki og mikið til í þessu þegar maður fer að spá í það.“ Guðmundur er rannsakandi listamaður sem lítur svo á að ekkert sé listamanninum óvið- komandi. Hann spáir í allt litróf mannlífsins og hefur skyggnst inn í ýmsa afkima þess og sótt innblástur í verk sín. Hann gefur lítið fyrir fyrirfram mót- aðar skoðanir og hugmyndir og mötun á því hvað passi sem list og hvað ekki. „Ég vil frekar leita að því sjálfur og rann- saka, fara eitthvert þangað sem maður hefur ekki áður komið, að sjá og upplifa eitthvað nýtt, fræðast um það og túlka svo á minn hátt því myndlist getur aldrei verið huglæg fyrirfram mótuð. Hún krefst alltaf rann- sóknar á viðfangsefninu, annars er hún líflaus,“ segir hann. Inn á milli hvílir hann sig þó á rann- sóknum sínum og málar hefð- bundnari verk. Í SLAGTOGI MEÐ RÓNUM Á náms ár un um í Hollandi fékk hann áhuga t.d. á rónum og útigangsfólki og lífsmáta þess. Hann fór þá gjarnan út á göturnar, myndaði fólkið og teiknaði. „Ég veit ekki af hverju ég hef verið svona upptekinn af þessu en þetta viðfangsefni kemur alltaf af og til inn í ferlið hjá mér,“ segir hann. Þó blankheitin væru algjör á námsárunum gætti hann þess Guðmundur fer ótroðnar slóðir þegar hann sækir efnivið í verk sín. Svikabréf frá Nígeríu urðu kveikjan að sýningu sem hann setti upp í Rotterdam. Hann lét svikahrappana halda að hann hefði bitið á agnið og fór eins langt og hann mögulega gat í því. Þessu ferli lauk með því að honum höfðu borist öll helstu gögnin og reyndar morðhótarnir líka þegar svikahrapparnir uppgötvuðu að Guð- mundur hafði verið að spila með þá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.