Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2007, Page 39

Víkurfréttir - 13.12.2007, Page 39
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 13. DESEMBER 2007 39STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Stofnfjárútboð SpKef Sparisjóðurinn í Keflavík býður nú út nýtt stofnfé að nafnverði kr. 1.586.813.319. Farið er með útboðið skv. reglum um almennt útboð verðbréfa, en stofnfjáreigendur sem skráðir eru við upphaf útboðsins eiga forgangsrétt til áskriftar í samræmi við hlufallslega eign sína, sbr. lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og samþykktir sjóðsins. Útboðstímabilið er 10.-17. desember 2007 og fellur áskrift í eindaga 31. desember 2007. Verð hverrar krónu nafnverðs í útboðinu er kr. 2,17419 og er heildarverðmæti útboðsins því kr. 3.450.033.650. Heildarnafnverð stofnfjár fyrir hækkunina er kr. 2.800.000.000 og verður eftir hækkunina kr. 4.386.813.319, að því gefnu að allt seljist. Umsjónaraðili útboðsins er Sparisjóðurinn í Keflavík og má nálgast lýsingu og önnur gögn sem tengjast útboðinu á heimasíðu Spari- sjóðsins, www.spkef.is, og í afgreiðslum hans frá og með 10. desember 2007. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík Sparisjóðurinn í Keflavík | Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 6600 | spkef.is Heildarkostnaður vegna verknámsstofa í Gerða- skóla varð um 46 milljónir króna en áætl að ar höfðu verið 17 milljónir til verksins. Verkið fór því um 170% fram úr áætlun. Minnihluti F-lista gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og spyr hvað sé að. Mál ið kom til umfjöllunar á síðasta bæjarstjórnarfundi í Garði þegar endurskoðuð fjár- festingaáætlun 2007 kom til umræðu. Vísað er í greinargerð byggingafulltrúa þar sem fram kemur að alltaf sé erfitt að áætla kostnað þegar eldri hús eru end- urgerð. Margt óvænt geti komið í ljós sem erfitt sé að sjá fyrir. Sú hafi verið raunin í þessari framkvæmd. Þá segir í greinar- gerðinni að vanda hefði mátt mun betur til verka í áætlunar- gerðinni. Einnig kemur fram að viðbótarkostnaður við nýjar bæjarskrifstofur nemi 10 millj- ón um króna sem mun vera 30% umfram áætlun. Í báðum tilvikum hafi kostnaðaráætlun verið keypt af fagaðilum. „Við framúrkeyrslu upp á 170% þá er að sjálfsögðu eitthvað mikið að,“ segir í bókun sem minnihlutinn lagði fram. „Að ofangreindu má sjá að nauðsyn- legt er að taka til endurskoðunar vinnubrögð þau sem viðhöfð eru þegar áætlanir eru unnar og farið verði fram á vandaðri vinnubrögð við gerð þeirra í framtíðinni,“ segir í bókuninni. Á fund in um var sam þykkt samhljóða til laga þess efnis að sett verði á stofn þriggja manna nefnd sem hafi eftirlit með framkvæmdum á vegum bæjarins. Verktökum verði gert að skýra stöðu framkvæmda á reglulegum fundum með nefnd- inni og kostnaður fyrir hvern áfanga verði borinn saman við áætlanir. Garður: Verknámsstofur 170% fram úr fjárhagsáætlun

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.