Víkurfréttir - 20.12.2007, Blaðsíða 16
16 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR
Fiskmarkaður Suðurnesja á 20 ára starfs-afmæli á þessu ári en hann var stofnaður um
mitt árið 1987. Fyrsta uppboðið fór fram þann
14. september það sama ár.
Af þessu tilefni ákváðu forsvarsmenn Fiskmarkaðs
ins að styðja við góð málefni og voru styrkir upp
á samtals 1400 þúsund krónur veittir til þeirra
björgunarsveita sem starfa á starfssvæði FMS. Þá
var forvarnarverkefninu Lundi veittur 50 þúsund
króna styrkur en FMS hefur haft þann háttinn á
að í stað þess að senda út jólakort er fjárhæðin
notuð til að styrkja gott málefni. Erlingur Jónsson
forsvarsmaður Lundar, tók við styrknum.
Hver björgunarsveit fékk 200 þúsund króna styrk
en þær eru: Sigurvon í Sandgerði, Þorbjörn í
Grindavík, Suðurnes í Reykjanesbæ, Ægir í Garði,
Björgunarsveit Hornafjarðar, Björgunarsveit Hafn
arfjarðar og Björgunarfélag Ísafjarðar.
Jólalukkan lék við Rúnar Ey-berg Árnason og fjölskyldu
því hún hreppti einn af stóru
vinningunum í Jólalukku Vík-
urfrétta, Acer Aspire fartölvu
frá Tölvulistanum í Reykja-
nesbæ.
Rúnar sótti vinninginn á föstu
daginn í verslun Tölvulistans
sem á dögunum flutti í nýtt og
stærra húsnæði við hlið KB
banka. Vinningurinn kom á
miða sem eiginkona Rúnars
hafði fengið í Gallery. Fartölvan
kemur sér ágætlega því slíkur
gripur var ekki til á heimilinu og
voru þau hjónin búin að íhuga
um tíma að kaupa fartölvu.
Það má því segja að Leyndar
málið svokallaða hafi virkað vel
þarna en það ku einmitt ganga
út á að laða að sér hlutina með
því að hugsa stíft um þá.
Rúnar Eyberg tekur við fartölvunni af Stefáni verslunarstjóra í Tölvulistanum. VF-mynd: elg.
Vann fartölvu frá
Tölvulistanum
Jólalukka Víkurfrétta:
FMS veitti sjö björgunarsveitum styrki
Björgunarsveitarfólk hefur átt annríkt undanfarið en átti stund milli stríða til að taka á móti
rausnarlegum fjárstyrkjum frá FMS. VF-mynd: elg.
Fiskmarkaður Suðurnesja:Sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um gleðileg jól
og farsælt komandi ár.
GleðileG jól, farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.