Víkurfréttir - 15.02.2007, Page 21
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 15. FEBRÚAR 2007 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Í tilefni að Degi Stærðfræð-innar sem haldinn er hátíð-
legur ár hvert stóð starfsfólkið
í Holtaskóla fyrir skutlukeppni
meðal nemenda. Flugbraut var
merkt á sal skólans og komu
nemendur hver á eftir öðrum
og reyndu með sér hver gæti
látið skutluna sína svífa sem
lengst í þremur tilraunum og
lenda á flugbrautinni. Einnig
kepptu þeir um titlana ,,frum-
legasta´´ og ,,litskrúðugasta´´
skutlan. Augljóst var að nem-
endur kunnu vel meta keppni
sem þessa miðað við þá spennu
sem ríkti í salnum meðan á
skutlinu stóð og þeirri vinnu
sem bæði eldri sem yngri nem-
endur lögðu í skutlugerðina.
Lengsta kastið var rúmir 17
metrar. Til að gera keppnina
eftirminnilegri fékk fjöldi nem-
enda viðurkenningu frá Glitni,
Langbest og Sparisjóðnum í
Keflavík og kunnu við þeim
bestu þakkir fyrir.
Þegar nemendur fréttu af því að
starfsmenn ætluðu að vera með
skutlukeppni sín á milli voru
margir þeirra boðnir og búnir
til að aðstoða þá við skutlugerð-
ina, slíkur var áhuginn.
Skólamál: Dagur stærðfræðinnar:
Skutlan 2007
Auglýsingasíminn er 421 000
0