Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.02.2007, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 15.02.2007, Blaðsíða 31
31ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR 1 Man.Utd-Reading 1 1 2 Plymouth-Derby 2 1 3 Watford-Ipswich 1 1 4 Cardiff-Leeds 1 2 1 5 Crystal Palace-Birmingham 2 1 2 6 Leicester-Coventry 1 2 1 7 Southampton-Barnsley 1 1 8 Stoke-Luton 1 1 X 2 9 Sunderland-Southend 1 1 10 Wolves-Burnley 1 X 1 11 Blackpool-Bristol City 1 2 1 2 12 Brighton-Nott.Forest 2 X 2 13 Yeovil-Tranmere 1 X 2 1 X Fyrirtækjaleikur barna- og unglingaráðs Keflavíkur Sighvatur Gunnarsson og Jón Óli sjá um seðilinn fyrir Glitni hér í 7. leikviku en Hjalti Gústavsson og Einar Berg Olsen tippa fyrir SBK. Í síðasta tölublaði Víkurfrétta mættust Brunavarnir Suðurnesja og Hjalti Guðmundsson. Brunavarnamenn höfðu sjö rétta en Hjalti Guðmundsson hafði sex rétta svo BS-liðar fóru með sigur af hólmi en þeir hafa tekið forystu í leiknum og eru á toppi deildarinnar um þessar mundir. SBK GLITNIR Samkaupsmótið á næstu grösum Skráning er hafin fyrir Samkaupsmótið í Reykja- nesbæ helgina 10.-11. mars næstkomandi. Það eru ung- lingaráð körfuknattleiksdeilda Njarðvíkur og Keflavíkur sem standa að Samkaupsmótinu í samvinnu við Samkaup og verður mótið stærra og veg- legra með hverju árinu sem líður. Mótið er fyrir stráka og stelpur í minnibolta fædd árið 1995 og síðar. Leikið verður á 12 völlum í 2x12 mínútur hver leikur. Innifalið í mótsgjaldi er m.a. bíóferð, gist- ing, morgunmatur, verðlauna- peningur, kvöldvaka, sundferð, máltíðir, flatbökuveisla og margt fleira. Falur J. Harðarson tekur við skráningum og veitir nán- ari upplýsingar á netfanginu fal- ur@mitt.is og í símum 421 4468 og 896 4468. Athugið að lokað verður fyrir skráningu þann 1. mars. Farið að kitla í fingurna Íslandsmeistarar Hauka og Kefla- vík mætast í úrslita- leik Lýsingarbikar- keppninnar í kvenna- körfu k natt l ei k á laugardag. Leikurinn hefst kl. 14:00 í Laug- ardalshöll og má gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik eins og rimmur þess- ara liða hafa verið síðustu misseri. Leikin er fjórföld um- ferð í Iceland Express deild kvenna og hafa Keflavík og Haukar mæst þrívegis í vetur. Haukar unnu fyrsta leik liðanna 90-81 að Ásvöllum en Kefla- víkurstúlkur jöfnuðu metin með 92-85 sigri í Sláturhúsinu. Haukar tóku 2-1 for- ystu í rimmum lið- anna með sigri að Ásvöllum 95- 84 þann 4. febrúar síðastliðinn. Óhætt er að segja að Keflavík sé mun meira bikarlið en Haukar því alls hafa Keflavíkurkonur hampað bikarmeistaratitlinum 11 sinnum en Haukar hafa þrí- vegis orðið bikarmeistarar. Kefla- víkurkonur urðu síðast bikar- meistarar leiktíðina 2003-2004 en Haukar unnu bikarinn árið eftir. Ríkjandi bikarmeistarar ÍS duttu út úr bikarnum í 8-liða úr- slitum gegn Haukum og svo slóu Haukar út Grindavík. Keflavík- urkonur fóru nokkuð auðveld- ari leið, lögðu fyrst Blika og svo Hamar í undanúrslitum. Fyrir- liði Keflavíkurliðsins, Birna Val- garðsdóttir, hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en hún stefnir samt ótrauð að því að vera með á laugardag. Birna reif liðþófa í hné í upphafi leiktíðar og svo tóku meiðslin sig upp fyrir skemmstu og hefur Birna ekki leikið í síðustu leikjum með Keflavík. „Ég vona að allt verði í góðu hjá mér en ég hef verið að jafna mig eftir aðgerð sem ég fór í þann 19. janúar,“ sagði Birna. „Vörnin þarf að smella saman hjá okkur á laugardag og þá kemur sóknin með því. Við þurfum einnig að vera yfirveg- aðar í okkar leik,“ sagði Birna en Keflavíkurkonum hefur ekki gengið sem best á móti pressu- vörn Hauka og í síðasta leik lið- anna töpuðu Keflavíkurkonur alls 27 boltum í leiknum. „Við munum fara vel yfir okkar mál og sjá hvað við þurfum að gera og vonandi smellur þetta allt saman þegar í leikinn kemur. Ég er farin að þrá að lyfta upp ein- hverjum bikar því það er langt síðan við unnum eitthvað og mig farið að kitla í fingurna,“ sagði Birna. Styrktarleikur til handa Magnúsi Gunnarssyni og fjölskyldu hans fór fram síðasta föstudag og söfnuðust alls 130 þúsund kr. Teitur Örlygsson var leynivopn fótboltaliðsins en karfan tefldi fram Guðjóni Skúlasyni og Vilhjálmi Jónssyni sem í gegnum árin hefur verið sérlegur aðstoðarmaður Keflvíkinga á tréverkinu. 114-114 jafntefli varð niðurstaðan og var leikurinn fín skemmtun. VARIÐ SKOT! Birna með góð varnartilþrif í leik gegn Grindavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.