Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.02.2007, Page 23

Víkurfréttir - 15.02.2007, Page 23
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 15. FEBRÚAR 2007 23STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM HEILSUEFLINGIN FER VEL AF STAÐ Glæsilegt námsskeið í kvöld Átaksverkefni Hjartaheilla, sveitarfélaganna, verka- lýðsfélaga, Íþróttaakademí- unnar, Inpro og fleiri aðila fer vel af stað. Að sögn Hjálmars Árnasonar, formanns Hjartaheilla á Suður- nesjum, virðist almenningur hér suðurfrá taka verkefninu einstaklega vel. Starfsmenn In- pro koma daglega í fyrirtæki á Suðurnesjum til að mæla ástand starfsfólks. Margir gleðjast yfir staðfestingu á góðu formi meðan aðrir fá gula kortið. Markmiðið er líka að ná til allra 40 ára og eldri á Suðurnesjum og koma sem flestum í betra form en þeir eru í dag. Hreyfi- seðillinn er að virka vel en skv. honum getur fólk fengið fína möguleika til að hreyfa sig og breyta um lífsstíl. Við erum mjög ánægð með viðtökurnar, segir Hjálmar og reiknar með að á næstu 18 mán- uðum verði búið að ná til allra sem eru 40 ára og eldri hér suð- urfrá. Inpro er með starfsstöð á Hringbrautinni (uppi þar sem Lyfja er) og getur fólk komið þangað til að fá mælingu. Ég minni á að Suðurnesin koma langverst út hvað varðar líkur á hjartasjúkdómum. Þess vegna er mikilvægar fyrir okkur en önnur landsvæði að grípa til róttækra aðgerða og breyta lífs- stílnum. Það einfaldlega eykur lífslíkurnar. Á fimmtudaginn hefst í Íþrótta- akdemíunni frábært náms- skeið sem mun standa fjögur fimmtudagskvöld. Þar munu mjög færir sérfræðingar koma og hreinlega kenna fólki á auð- veldan hátt og skemmtilegan að breyta um lísstíl. Námsskeiðið er styrkt af Glitni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Ég skora á fólk að rífa sig upp úr sófanum og skella sér á þessi skemmtilegu námsskeið í Aka- demíunni. Enginn mun sjá eftir því og hver veit nema þau verði byrjun á breyttum lífsstíl og betri líðan fyrir þátttakendur, segir Hjálmar að lokum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.