Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Síða 7
Helgarblað 17. nóvember 2017 fréttir 7
„stóð yfir mér og spurði hvert ég væri að fara“
n Mál innan Verkleigunnar rannsökuð n Ásakanir um frelsissviptingu og skipulagða glæpastarfsemi n Lögregluaðgerð í íbúð eftir tilkynningu yfirmanns
vegna Verkleigan hafi ekki leitað
til lögreglunnar segir Tryggvi:
„Til að komast eitthvað áfram hjá
lögreglu verður þú að sortera úr
haugnum. Það er ekkert vit í því að
fara með einhverjar opnar kærur,
þú kemst ekkert áfram með það.
Þú þarft alltaf að forvinna svona
og það erum við að gera.“ Hann vill
þó stíga varlega til jarðar með að
benda á ákveðið starfsfólk. „Ekki
vill maður bera sakir á fólk sem er
kannski nytsamlegir sakleysingjar
í svona umhverfi.“
Illa við að mæta aftur
Daginn eftir þessa atburði vissu
Þóra og Unnur ekkert hvað til
bragðs ætti að taka en fóru loks til
stéttarfélags síns, VR. Unnur seg-
ir: „Ég lýsti þessu fyrir þeim og
sagði þeim að ég teldi starfsum-
hverfið ekki vera öruggt.“ Starfs-
fólk VR reyndi að hafa samband
við einhvern hjá Verkleigunni en
engin svör bárust. „Þeir vildu að
við færum aftur á skrifstofuna en
við vorum ekki mikið til í það. En
svo söfnuðum við kjarki og fór-
um saman. Það var mjög erfitt og
spennuþrungið andrúmsloft. En
við fórum og unnum okkar vinnu-
tíma.“
Þóra segist hafa verið mjög
hrædd þegar hún kom aftur á skrif-
stofuna en hún hafi setið þarna og
reynt að kenna einhverjum mönn-
um á kerfið. „Ég var ekki í neinu
standi til að hugsa eða vinna.
Vöðvatröllið kom svo seinna um
daginn.“
Hún segir að þær hafi þrauk-
að daginn í hálfgerðri þoku. „Svo
gat ég ekki sofið um nóttina því ég
var farin á taugum. Daginn eftir
tilkynnti ég veikindi og fékk vott-
orð frá lækni því til staðfestingar.“
Unnur segir sömu sögu. „Ég var
veik á miðvikudeginum 4. október,
tveimur dögum eftir atburðinn.
Þann 5. október skrifaði ég þeim
bréf og spurði hvað væri í gangi
og hvort búið væri að segja mér
upp. Ég fékk heldur ekki öll launin
mín greidd. Ég fékk ekkert svar og
sendi annað bréf strax daginn eftir.
Hinn 11. október fékk ég bréf frá
lögfræðingnum þar sem stendur
að öll laun mín hafi verið greidd,
en launaseðillinn minn segir ann-
að. Einnig stóð að mér hafi ekki
verið sagt upp en þeir vilji ekki fá
mig í vinnu næstu tíu daga, en að
þeim tíma liðnum myndi ég fá til-
kynningu um hvað yrði um mína
vinnu. Ég fékk hins vegar aldrei
neina tilkynningu.“
Þóra fékk einnig bréf 11.
október, þess efnis að veikindin
væru augljós fyrirsláttur fyrir fjar-
veru hennar í vinnunni. Jafnframt
að vinnuframlags hennar væri
ekki óskað næstu tíu dagana, en
þar á eftir yrði tilkynnt um afstöðu
félagsins. Rétt eins og Unnur segist
Þóra heldur ekki hafa fengið neina
tilkynningu eftir þetta.
Deilt um uppsagnir
Mál Þóru, Unnar og fleiri fyrr-
verandi starfsmanna á skrifstofu
Verkleigunnar er í ferli innan VR.
Guðmundur B. Ólafsson, lög-
fræðingur hjá kjaradeild félagsins,
segir: „Fólkinu var sagt upp störf-
um og því var ekki gert að vinna
uppsagnarfrest og við teljum að þá
eigi fyrirtækið að greiða fólki laun
í uppsagnarfresti. Við höfum því
gert kröfu fyrir þeirra hönd vegna
þess. Þeir greiddu ekki um síðustu
mánaðamót og við erum því með
málið í innheimtu, fyrir sjö eða
átta starfsmenn sem var sagt upp.“
Guðmundur segir að forsvars-
menn Verkleigunnar vilji meina
að fyrirtækinu hafi verið heimilt að
segja fólkinu fyrirvaralaust upp. „Við
getum ekki séð að nein forsenda sé
fyrir því. Samkvæmt okkar kjara-
samningum áttu rétt á þriggja
mánaða uppsagnarfresti ef þú hefur
unnið í sex mánuði. Ég held að þau
flokkist öll undir það enda búin að
vinna þarna í nokkurn tíma.“
Tryggvi segist hafa fundað með
lögmanni VR vegna málsins og
skýrt honum frá þeirra hlið. „Þetta
fólk ákveður að hætta í vinnunni.
Fólk sem fer úr vinnu og setur alla
starfsemina í uppnám ber ábyrgð
á því. Eins og staðan er núna er
enginn áhugi á að fá þetta fólk
aftur til starfa því enn þá er óljóst
hver þáttur þess er í þessari at-
burðarás allri.“
Þóra segir að fram að atburðin-
um hafi Verkleigan verið frábært
fyrirtæki að vinna hjá. Fyrirtækið
hafi vaxið og starfsandinn á skrif-
stofunni verið góður. „Við sömdum
um lág laun gegn því að fá hækk-
un núna í haust fyrir uppsafnaða
aukavinnu. Þá er manni hent eins
og gömlum ruslapoka. Ég hef ekki
enn þá fengið laun sem ég á inni
síðan í október og ekki umsamda
hækkun. Ég er einstæð móðir og hef
engar aðra tekjuöflun og kemst ekki
strax á atvinnuleysisbætur. Mað-
ur situr heima, auralaus og jólin að
koma. Þetta er bara fáránlegt.“
Unnur segist hafa beðið um
uppsagnarbréf en ekki fengið. „Þeir
hjá VR sögðu að ef það kæmu engin
svör varðandi vinnu okkar þá yrð-
um við að áætla að okkur væri sagt
upp. Við vorum um tíu manns sem
störfuðum á skrifstofunni. Ég skil
ekki af hverju það var ekki talað við
okkur á eðlilegum nótum og far-
ið yfir það sem var að gerast. Síð-
an gæti fólk ákveðið hvort það vildi
vinna þarna áfram eða ekki.“
Brotist inn í íbúð
Vygandas Bendaravicius frá Lit-
háen, sem starfaði sem umsjónar-
maður hjá Verkleigunni í eitt og
hálft ár, segir farir sínar ekki slétt-
ar í samskiptum við fyrirtækið. „Ég
bjó í íbúð frá Verkleigunni. Þegar
nýr yfirmaður kom hélt ég áfram
að vinna hjá fyrirtækinu en hann
treysti mér ekki. Af hverju það
var veit ég ekki. Einn daginn kom
hann og bað mig að fara úr íbúð-
inni en ég sagðist ekki geta það
strax, ég yrði að fá tvær eða þrjár
vikur. Ég bauð honum að setjast
niður og við mundum ræða málin
eins og fullorðnir menn.“
Þegar Vygandas kom heim til sín
einn daginn hafði lögreglan brot-
ist inn í íbúðina. „Ég sá smið vera
að skipta um lás í íbúðinni en yfir-
maðurinn var ekki þar. Hann hafði
farið til lögreglunnar og sagt þeim
að ég væri með byssu og eitur lyf í
íbúðinni en þeir fundu ekki neitt.“
Vygandas bað smiðinn um að fá
að fara inn í íbúðina og sækja eigur
sínar sem hann fékk að gera.
Tryggvi segist kannast við mál-
ið. „Mér skilst að félaginu hafi
borist ábending um að verið væri
að stunda fíkniefnasölu þarna.
Það var ekki hægt annað en láta
lögreglu vita um það eins og eðli-
legt er. Mér skilst að lögreglan hafi
komið.“ Hann segist þó ekki vita
hvort málið hafi verið kært eða
ekki. Hann viti þó til þess að fjöldi
fólks hafi nýtt húsnæði í eigu Verk-
leigunnar án heimildar.
Eftir þetta segist Vygandas hafa
talað við lögregluna og spurt hvort
hann hefði gert eitthvað rangt og
af hverju þeir hefðu gert þetta. Þeir
sögðu mér að yfirmaðurinn hjá Verk-
leigunni hefði sagt þeim að ég hefði
verið með byssu og eitur lyf í íbúð-
inni. Þeir fundu ekkert gegn mér en
sögðust ekkert geta gert frekar í mál-
inu.“
Vygandas var algjörlega ráða-
laus til að byrja með. „Ég hafði
engan stað til að fara á. Fyrst fór ég
á gistiheimili en síðan flaug ég til
móður minnar á Spáni. Núna bý
ég í herbergi sem fyrrverandi yfir-
maður minn hjá Verkleigunni á og
er að leita mér að öðru heimili.“ n
„Ég var ekki í neinu
standi til að
hugsa eða vinna. Vöðva-
tröllið kom svo seinna um
daginn.
Þóra Björk Ottesen „Ég tók af skarið
og fór framhjá vöðvatröllinu skjálfandi á
beinunum og hljóp út í bíl.“
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af