Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Qupperneq 34
2 Vinnuvélar og tæki Helgarblað 17. nóvember 2017KYNNINGARBLAÐ Betur vinnur vit en strit,“ er eitt af slag-orðum fyrirtækisins Léttitækni enda sérhæfir fyrirtækið sig í léttitækj- um og öðrum búnaði sem sparar sporin við dagleg störf. Innan þessa sviðs er starfsemin gífurlega fjölbreytt. Léttitækni smíðar framleiðsluvörur og sérsmíðar auk þess búnað fyrir hina ýmsu að- ila til að mæta sérþörfum þeirra. Enn fremur flytur Léttitækni inn alls konar búnað sem léttir störfin, frá færustu framleiðend- um í hverju fagi. Framleiðsla og lag- er fyrirtækisins eru á Blönduósi en verslun er að Stórhöfða 27 og er opið þar virka daga frá klukkan 9 til 17. Alls eru átta stöðugildi hjá Léttitækni sem er sann- kallað fjölskyldufyrirtæki. Jakob Jóhann Jónsson stofnaði fyrirtækið árið 1995 og er hann enn framkvæmdastjóri þess. Synir hans tveir starfa hjá fyrirtækinu sem og dóttir hans, Péturína Laufey Jakobsdóttir, yfirleitt kölluð Peta, sem er skrifstofu- og starfs- mannastjóri. „Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf, við komum á staðinn, greinum þörfina og gerum föst verð- tilboð,“ segir Peta í stuttu spjalli við DV. Margir þurfa á hjálpartækjum að halda til þess að létta sér dagleg störf, jafnt einstaklingar og fyr- irtæki. Það er þægi- legt að þurfa ekki að finna út hvernig búnað mann vantar heldur einfaldlega leggja sín mál á borðið hjá fagfólki, fá upplýsingar um hárréttan búnað og nákvæmlega hvað hann kostar. „Helstu fram- leiðsluvörur okkar á Blöndu- ósi eru borð- vagnar, trillur og ýmis sérsmíði en einnig flytjum við inn hjól til að setja undir alls konar hluti sem þarf að ýta á und- an sér,“ segir Peta og bætir við að fyrirtækið sé líklega stærsti hjólainnflytjandi landsins, hægt er að fá allt frá pínulitlum húsgagnahjól- um upp í stór burðarhjól sem taka mörg tonn. Viðskiptavinir Léttitækni eru gíf- urlega margir og af öllum stærðum en meðal annars sinnir fyrirtækið alls konar sér- smíði fyrir álverin í landinu, opinberar stofnanir og mörg önnur fyrirtæki. „Það er ansi algengt að maður reki augun í vagna, trillur eða önnur tæki frá Léttitækni þegar maður stígur inn í fyrirtæki,“ segir Peta hlæjandi. Meðal annarra fram- leiðslu- og innflutningsvara Léttitækni eru alls konar hillukerfi, brettakerfi og skápar í öllum stærðum og gerðum sem nýtast vel á lag- erum og geymslum. „Við smíðum líka vinnukörfur fyrir lyftara og krana,“ segir Peta og minnir því næst á mikið úrval af innfluttum hágæða verkstæðisvörum, fram- leiddum í Danmörku, sem Léttitækni selur, allt frá hjólatjökkum fyrir fólksbíla upp í glussatjakka sem taka heilu trukkana. Enn fremur er Létti- tækni með vinnulyftur, brettatjakka, staflara, stiga og tröppur, kranavogir, létt- hjól og ótal margt fleira sem sparar sporin og léttir hin margvíslegustu störf. Það segir sitt um fjölbreytt vöruúrval hjá Léttitækni að lager fyrirtækisins á Blöndu- ósi er um 1.200 fermetrar að flatarmáli. Það er ástæða til að hvetja fólk til að skoða úrvalið á vefsíðunni lettitaekni.is, koma í verslunina að Stór- höfða 27 eða kíkja á starf- semina á Blönduósi. Síma- númerin hjá Léttitækni eru 452-4442 og 567-6955. LéttItæknI Léttir störfin og eykur afköstin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.