Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Qupperneq 41
Vikublað 17. nóvember 2017 9
Fólk á það til að vilja víkka
út skilgreiningar. Það sem
flokkaðist sem vinstri póli-
tík fyrir fimmtíu árum er
ekki sama vinstri pólitíkin
í dag.“
Vorkenndi alltaf Elvis Presley
Áður en Bítlarnir gáfu út sína
fyrstu smáskífu var Elvis Presley
átrúnaðargoð Andreu líkt og
margra ungmenna af hennar
kynslóð.
„Þrátt fyrir að elska tónlistina
hans þá vorkenndi ég alltaf
Presley frekar mikið. Fyrir utan
Whitney Houston er hann ein
mesta rokktragedía sögunnar.
Jú, Janis Joplin, Jimi Hendrix og
fleiri tónlistarmenn voru á valdi
fíknarinnar, fóru í gegnum erf-
iðleika og létust fyrir aldur fram,
en þau skemmtu sér að minnsta
kosti á meðan þau lifðu. Ég hafði
það alltaf á tilfinningunni að Elvis
hefði aldrei skemmt sér. Hann var
svo mikill fangi frægðarinnar. Var
talin trú um að hann þyrfti alltaf
að hafa her gæslumanna í kringum
sig, lokaður inni af fólki sem vildi
sjúga úr honum peninga. Elvis fór
úr rosalegri fátækt og upp í þetta
innilokaða frægðarlíf og á end-
anum held ég að hann hafi orðið
geðbilaður af þessu,“ segir hún
og bætir við að til fjölda ára hafi
heimurinn gert sér litla grein fyrir
afleiðingum ofurfrægðar popp-
stjarna á tilfinningalíf þeirra.
„Þessir listamenn lenda oft í
því að vera hafnir upp á stall einn
daginn og alveg barðir niður þann
næsta. Fjölmiðlarnir eru vægðar-
lausir og þetta fólk er endalaust í
sviðsljósinu, hvort sem því líkar
það betur eða verr,“ segir Andrea
og nefnir í þessu samhengi Britney
Spears sem fór næstum því yfir um
á geði á því herrans ári 2007. „Það
eina sem hún hefði umsvifalaust
þurft að fá var vistun á geðdeild
og gríðarlega mikil hjálp. Þess í
stað var hún höfð að háði og spotti
í fjölmiðlum. Það þarf örugglega
sterk bein til að hlusta á enda-
lausan óhróður og lygi um sjálfa
sig – og lifa það af.“
Litið á poppara sem
hoppandi heimskingja
Áhugi og ástríða Andreu fyrir
dægurlagatónlist er óseðjandi enda
hefur hún gert það að ævistarfi
sínu að fylgjast með og spila
dægurtónlist til afþreyingar fyrir
aðra. Hún vill meina að Bítlarnir
hafi breytt afstöðu heimsins til
popptónlistar eins og stefnan er
líka kölluð, en fyrir þann tíma hafi
verið litið niður á þessa tegund
tónlistar. Forskeytið „pop“ í enska
orðinu „pop music“ er dregið af
orðinu popular sem meðal annars
má þýða sem eitthvað við hæfi
almennings. Var þetta kannski bara
tónlist fyrir pöpulinn?
„Jú, vissulega. Opinberlega var
litið niður á þessa tegund tónlistar.
Allt þar til Bítlarnir komu fram á
sjónarsviðið voru popptónlistar-
menn næstum því álitnir einhverjir
hoppandi heimsk-
ingjar. Þetta var ekki
alvöru list heldur
skrítin hugmynd um
einnota afþreyingu.
Með tímanum
breyttist þetta og í
dag eigum við sí-
gilda dægurlagatón-
list sem er jafn
klassísk og Bach
eða Mozart,“ segir
Andrea og nefnir
í þessu samhengi
umhverfið sem Bítl-
arnir spruttu upp
úr á sínum tíma.
„Eftir seinni
heimsstyrjöldina
var Bretland í rúst.
Það þurfti að reisa
allt þjóðfélagið
við, þar á meðal
menntakerfið.
Eitthvað þurfti
að gera við allt
þetta unga fólk
og námsleiðir
voru endurskoðaðar. Ung-
mennum var greidd leið í
listaframhaldsskóla, sem er
frábært því líklegast hefði
John Lennon ekki tollað
í skóla ef hann hefði ekki
getað stundað listnám. Í dag
veit allur heimurinn hversu
mikil tónlistarsköpun átti sér
stað í Bretlandi eftir stríðið.
Bítlarnir voru heldur ekki
eina sveitin sem var stofnuð
af listaskólanemum. Keith
Richards, Pete Townshend,
Ray Davies úr Kinks, Eric
Clapton og Jimmy Page, allt
eru þetta dæmi um menn
af þessari kynslóð sem fóru
í listaskóla og stofnuðu upp
úr því hljómsveitir sem eru
heimsþekktar í dag. Menntun er
mjög mikilvæg og enn mikilvægara
þykir mér að ung fólk geti fundið
sína hillu í námi. Hvort sem er í
iðn-, list- eða bóknámi.“
Hjá útvarpinu í tæplega hálfa öld
Andrea bjó í hálft ár í London.
Þetta var árið 1970. Á daginn
vann hún sem herbergisþerna
á hóteli nálægt Piccadilly en á
kvöldin og um helgar fór hún oft
á rokktónleika. Restin af launun-
um fór í vínyl sem hún rogaðist
með heim. Lífsreyndari en margar
jafnöldrur sínar sneri unga konan
til Íslands og skráði sig í ensku-
nám við Háskóla Íslands. Andrea
á reyndar enn eftir að útskrifast
enda leið ekki á löngu þar til hún
var mætt með plötusafnið og sest
við hljóðnemann í hljóðveri Ríkis-
útvarpsins.
„Sko, þetta er reyndar mjög
hallærisleg saga,“ segir Andrea og
kímir þegar ég spyr hana hvernig
þetta hafi komið til. „Hjónin Dóra
Ingvadóttir og Pétur Steingríms-
son tæknimaður sáu um útvarps-
þætti sem þau kölluðu Á nótum
æskunnar. Þegar þau ákváðu svo
að skilja þurfti Pétur einhvern í
stað eiginkonunnar til að vera
með honum í þættinum. Hann
hafði samband við mig í gegnum
sameiginlegan vin okkar og þannig
æxlaðist nú þetta,“ segir hún og
bætir við að líklegast hafi það verið
óseðjandi tónlistaráhugi og aðdá-
unarvert plötusafn sem greiddi leið
hennar inn í hljóðver. „Þetta eru
að verða fimmtíu ár núna. Þó með
einhverjum hléum, því ég var líka
prófarkalesari og tónlistargagnrýn-
andi á Þjóðviljanum í einhver ár. Ég
þyrfti eiginlega að komast í gamla
launamiða, eða bara skattaskýrslur
til að fá það almennilega á hreint
hvað ég hef unnið lengi í útvarp-
inu,“ segir hún og skellir upp úr.
Óléttan var eitt af þessum góðu slysum
Árið 1974 kom einkadóttir Andreu,
Laufey, í heiminn. Andrea segir
hana eitt af þessum góðu slysum;
að ef ekki væri fyrir frjálslyndi
þjóðarinnar í ástamálum værum
við að öllum líkindum útdauð.
„Ég átti hana Laufeyju mína með
góðum vini mínum á Selfossi sem
kallaður er Labbi í Mánum. Óléttan
var eitt af þessum góðu slysum.
Ég held að Íslendingar væru enn
sirka hundrað og fimmtíu þúsund
ef við værum ekki svona dugleg
að eignast óplönuð börn án þess
að skammast okkar. Ef við værum
ekki svona held ég að það hefði
orðið erfitt fyrir okkur að manna
bátana í gamla daga,“ segir hún og
hlær.
„Ég hef alltaf verið mjög stolt af
því hvað við höfum verið dugleg að
eignast börn utan hjónabands. Við
áttum met í þessu fyrir einhverjum
árum. Líklega má rekja það til þess
að við erum ekki eins og hinar
Norðurlandaþjóðirnar þegar kem-
ur að trúmálum. Komumst ekki í
hálfkvisti við Færeyinga til dæmis.
Þessi trúarbrögð eru auðvitað
alveg ótrúlega úrelt og karllæg
og reyndar merkilegt að þessum
körlum skuli takast að láta fólk trúa
þessu enn þann dag í dag. Þvílík
tímaskekkja. Ef það er til Guð þá
held ég að hann hljóti að þróast
með okkur, annars sigrar andskot-
inn. Nema hann sé þá búinn að
því? Kannski að hann sé eitthvað
nýtískulegri? Eða báðir bara hálf
hallærislegir?“
„Þetta er
reyndar mjög
hallærisleg saga“
„Ég hef alltaf
verið mjög
stolt af því hvað við
höfum verið dugleg
að eignast börn utan
hjónabands.
„Ég þyrfti eiginlega
að komast í gamla
launamiða til að fá það
á hreint hvað ég hef
unnið lengi í útvarpinu
ekkert venjuleg fjölskylda Lára, fyrrverandi
sambýliskona Andreu, Tara, Maya, Laufey og Aran. Á
myndina vantar Áka Jarl, son Láru og fósturson Andreu.
Með elsta barnabarninu
„Dóttir mín er svona líka. Hún á þrjú
börn en hefur aldrei verið í sambúð.“