Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Page 56
32 lífsstíll Helgarblað 17. nóvember 2017
V
issir þú að áður fyrr var
fyrirburum vafið inn í
plastfilmu til að halda
á þeim hita? Þó svo að
nýjar aðferðir hafi nú tekið við
af plastfilmunni á barnaspít-
ölunum þá er hún til margs
gagnleg á heimilinu. Hér má
finna nokkur sniðug ráð um
það hvernig má nota plast-
filmu.
Fjarlægðu límmiða
af föstum fleti
Flestir kannast við að hafa
skrúbbað og skrúbbað lím-
miða af nýju heimilistæki, úr
glugga eða barnahúsgögnum,
árangurslaust. Ekki örvænta.
Það eina sem þú þarft til verks-
ins til að ná restinni af líminu af
fletinum er blaut pappírsþurrka
og plastfilma. Eftir að hafa bleytt
þurrkuna þá leggurðu hana yfir
flötinn og lokar honum með því
að leggja plastfilmu yfir. Eftir
um það bil 30 mínútur verður
rakinn búinn að mýkja límið svo
mikið að það verður leikur einn að
þurrka það af.
Bananarnir endast lengur
Ef þú vefur endann á banana-
búntinu inn í plastfilmu þá endast
bananarnir töluvert leng-
ur en ella. Ástæðan er sú
að plastfilman kemur í veg
fyrir að þeir þroskist jafn
hratt og þeir myndu gera plast-
filmulausir.
Haltu hitanum innandyra
Á köldum vetrardögum getur ver-
ið mjög kalt innandyra í gömlum
og eða illa einangruðum húsum.
Ef þú kannast við vandamálið þá
hjálpar það að setja plastfilmu
yfir þau svæði þar sem kuldinn
smýgur inn. Hvort sem er við
glugga eða hurðir.
Haltu penslinum rökum
Það er gríðarlega sniðugt fyrir
þá sem eru í miðju kafi í máln-
ingarvinnu, en þurfa að bregða sér
frá eða taka sér pásu í lengri eða
skemmri tíma, að vefja penslun-
um inn í plastfilmu. Þannig hald-
ast þeir rakir og maður getur grip-
ið í þá þegar hentar.
Hreinn ísskápur
Haltu hillunum í ísskápnum
hreinum með því að leggja plast-
filmur yfir þær. Með því móti er
leikur einn að þrífa þær. Það eina
sem þarf að gera, við þrifin, er að
skipta þeim út.
Taktu plastfilmu með í
ferðalagið
Það er fátt meira pirrandi en þegar
þú opnar töskuna eftir flugið og
sérð að sjampóið þitt, kremið eða
einhver annar vökvi hefur lekið
yfir allt í töskunni. Það er mjög
einfalt að komast hjá því með því
að vefja öllum vökva, og öðrum
viðkvæmum farangri, inn í plast-
filmu áður en þú heldur í ferðalag-
ið. Mundu að vefja plastfilmunni
sérstaklega vel í kring um lokið. n
Sjö snjallar leiðir
til að nota plastfilmu
Sérkennilegar
Staðreyndir
Vissir þú að tónlistarsmekkur er ekki meðfæddur?
Þ
að getur verið fróðlegt
að lesa sér til um áhuga-
verðar staðreyndir en að
baki mörgum þeirra liggur
gríðarlega mikil rannsóknarvinna.
Það skaltu hafa í huga þegar þú lest
staðreyndirnar sem birtast hér. Til
dæmis hefur það verið rannsakað
að gáfað fólk lítur ekki jafn stórt á
sig og fáfróðir einstaklingar.
Þá getur manneskja ekki lifað
nema í 11 sólarhringa án svefns,
sem er gríðarlega skammur tími
miðað við að fólk getur lifað í um
það bil þrjár vikur án matar. Hér
má sjá nokkrar sérkennilegar stað-
reyndir um eitt og annað.
n Þegar blint fólki dreymir þá sér
það. Draumarnir eru þó aðeins
svarthvítir.
n Þunglynt fólk fær oftar kvef en
fólk sem er drífandi, hamingju-
samt og duglegt.
n Óhamingjusamt fólk er líklegra
til að legga sig fram með það fyrir
augum að gleðja aðra.
n Fávíst fólk lítur yfirleitt stórt á
sig á meðan gáfað fólk vanmetur
sig. Það er kannski af því að það
gerir sér betur grein fyrir hvað það
á margt eftir ólært.
n Fólk sem er kaldhæðið og notar
mikið kaldhæðni í samskiptum er
yfirleitt gáfaðara en annað fólk.
n Twitter, Face-
book Youtube
og Snapchat eru
meðal þeirra sam-
félagsmiðla sem
eru ólöglegir í Kína.
n 75 prósent fólks reyna
að sofna aftur á morgnana
þegar vekjaraklukkan hringir því
það vill vera áfram í draumalandi.
n Niðurstöður rannsókna hafa
sýnt að þegar fólk kynnist við
hættulegar aðstæður þá eru meiri
líkur á að það verði ástfangið.
n Þú getur
lif-
að án
matar
í um það
bil þrjár vik-
ur. Þú getur
hins vegar aðeins lifað í 11
daga án svefns og í þrjá daga
án þess að fá vatn.
n Tónlistarsmekkur þinn er ekki
meðfæddur. Hann mótast í gegn-
um lífsreynslu og upplifun.
n Gíraffar eru einu dýr-
in í heiminum sem
geispa ekki.
n Fólk sem
hlær mikið á
auðveldar með
að losa sig við
aukakíló en
aðrir.
Með því að nota plastfilmu verður það leikur einn að þrífa ísskápinn