Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Side 58
34 menning Helgarblað 17. nóvember 2017 Auðkveðjuhátíð Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Guð blessi Ísland Höfundar: Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson Leikarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Arnmundur Ernst Backman, Brynhildur Guðjónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Örn Árnason Leikmynd og búningar: Ilmur Stefáns- dóttir og Sunneva Ása Weisshappel Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Danshöfundur: Aðalheiður Halldórsdóttir Sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins Þ etta fimmtudagskvöld sem ég valdi til þess að sjá Guð blessi Ísland var ein­ hvers konar kauphátíð í Kringlunni. Ég hafði ekki áttað mig á hvílíkur stórviðburður slík miðnæturopnun væri fyrir þjóð­ ina og hringsólaði því um svæðið í leit að stæði í ríflega 20 mínútur. Það olli því að ég kom í fyrsta skipti á ævinni of seint á leiksýningu og missti því af allra fyrstu mínút­ um verksins og bið aðstandend­ ur sýningarinnar afsökunar á því. Mér skilst á leikhúsvini mínum að þessar mínútur hafi að nær öllu leyti farið fram í þögn sem hefur væntanlega verið nokkuð áhrifa­ ríkt á þessu stóra hvíta sviði. Það var líka allt hvítt úti, snjó kyngdi niður þetta kvöld. Hring­ sól ökumanna minnti á einhvers konar landsmót þar sem þorri þjóðarinnar virtist vera mættur til keppni. Ökumenn siluðust hring eftir hring með kaupglampa í aug­ um og lituðust um eftir stæði. Þetta var eins konar vitnisburður um að jafnvel þótt nokkrir einstaklingar kjósi að bera hrunskrossinn út líf­ ið þá virðist þjóðin að mestu hafa tekið þá stefnu að njóta áfram allra þeirra allsnægta og ánægju­ stunda sem lífið bíður upp á. Við erum kraftmiklir lífsunnendur og kærum okkur ekki um að hírast langdvölum í skammarkrókum. Mistæk sýning Guð blessi Ísland kom mér að mörgu leyti á óvart. Höfund­ ar verksins eru nokkuð trúir því efni sem þeir sækja í rannsóknar­ skýrslu Alþingis. Það má þó finna að því að efnistökin virðast oft æði handahófskennd. En þeir Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarson finna í þessari hörm­ ungarsögu þjóðarinnar, fjöl­ marga óborganlega fyndna fleti sem toga sýninguna áfram í bland við glaðlega umgjörð og ofvaxnar lottókúlur. Þetta var því á köflum sprenghlægileg revía um hrunið og þar tókst best til. Þess á milli voru of mörg og of löng atriði þar sem hin list­ ræna túlkun var einfaldlega slöpp í samanburði við raunveruleik­ ann sem enn er flestum í fersku minni. Er þar helst að nefna þætti Björgúlfs Thors, Ólafs Ragnars og Ingibjargar Sólrúnar. Þeirra atriði voru langdregin og hreyfðu ekkert við manni, ekki síst í samanburði við raunverulegar upptökur frá at­ burðum úr hruninu sem listilega var blandað inn í sýninguna. Ég saknaði magnaðra viðtala Ólafs Ragnars við erlenda sjónvarps­ fréttamenn hjá BBC og Bloomberg nokkru eftir hrun, fáir hefðu getað leikið frammistöðu hans þar eftir, en það er ef til vill annað leikrit. Stórbrotinn leikur Brynhildar Brynhildur Guðjónsdóttir er stjarna sýningarinnar og fyrsta innkoma hennar, standandi uppi á þaki á gömlum líkbíl sem ók fram á mitt svið var mjög áhrifarík. Hugmyndin að fá hana til að leika Davíð Oddsson er djörf og stór­ kostlegt að sjá hversu vel henni tekst til. Höfundar verksins nýttu þennan spútnik efnivið sinn sem betur fer til fulls, bæði eftir hand­ riti rannsóknarskýrslunnar og í þeim atriðum þar sem Brynhildur, í hlutverki Davíðs, ræðir við Örn Árnason um áratuga leik hans í hlutverki sínu og svo aftur þegar Brynhildur gefst upp á Davíð og afklæðist hlutverkinu á sviði. Öll útfærsla þessara atriða, sem komu rannsóknarskýrslunni lítið við, var snilldar vel heppnuð, alveg kostu­ leg leikhúsupplifun. Niðurstaðan er því verk sem státar af góðum sprettum með húmor sem kemur verulega á óvart. Þar á milli eru of margir langdregnir og rislausir kaflar, þar sem eins og oft áður í sýning­ um Þorleifs, er öskrað á áhorfend­ ur hátt og lengi. Hér er minna um predikanir en maður átti von á og engir mótmælendur. Saknaði ég hvorugs. Sjálfhverfan sem víða sprettur upp í verkinu gerir það óspennandi, spara hefði til dæmis mátt nafn Borgarleikhússins sem ítrekað kom fyrir og persónulegar skoðanir einstaka leikara, sem alla jafna voru viðvaningslegar og skil­ uðu engu. Óvænt sýn á Davíð Oddsson Upp úr stendur að listamenn Borgarleikhússins hafa sett á svið sýningu þar sem Davíð Oddsson kemur út sem hetja rannsóknar­ skýrslunnar, maðurinn sem stöðvaði snaróða óreiðumenn með handónýt veð upp á vasann, heimtandi meiri pening þegar allt var komið í óefni. Eini mað­ urinn sem var heill heilsu og stóð í lappirnar gegn frekju og offorsi útrásarvíkinga. Ekki beint það sem búast mátti við að íslenskir listamenn hefðu kjark til að máta á sviði og hefði mögulega farið á annan veg, ef hlutverkið hefði lent á öðrum en Brynhildi Guðjóns­ dóttur yfirburðaleikkonu. n „Upp úr stendur að listamenn Borgarleikhússins hafa sett á svið sýningu þar sem Davíð Odds- son kemur út sem hetja rannsóknarskýrslunnar „Þetta var á köflum sprenghlægileg revía um hrunið og þar tókst best til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.