Dagsbrún - 01.04.1893, Blaðsíða 9

Dagsbrún - 01.04.1893, Blaðsíða 9
—57— aafn hebreskra bóJcmcnnta ; samansafn bókmennta þeirrar þjóðar, sem svo nafnfræg er orðin í trúbragðalegu tilliti. Orðið biblía virðist benda á þetta, því að það er gríska, og þýðir bækur, en ekki bók. t>að er nefnilega ekki ein bók, beldur margar. Eins og liinar helgu bækur Hindúa eru samansafn binija fyrstu bókmennta Hindúanna, og eins og Zend Avesta, eða bin helga bók Parsanna, er samansafn hinna hoilögu rita þeirra, þannig er gamla Testamentið samansafn hinna fyrstu trúfræðislegu rita Hebreanna, og nýja Testamentið er þú líka samansafn af trúfræðislegum ritum hinna yngri kynslóða Gyðinga, frá tíma Krists allt til 150 árum eptir dauða hans. Vér viljum þá fyrst fara nokkrum orðum um hina hebreshu þjóð. Hebrear hafa aldrei staðið framarlega í flokki þjóðanna, hvorki að hernaði, listum, stjórnfræði, heimspeki eða bókmenntum, öðrum, en þessum trúfræðislegu ritum sínum; en í þeirri grein hafa þeir auðkennt sig öðrum fremur. Og það mun ekki ofsagt, að segja það, að meðal hinna fomu þjóða, í kringum Miðjarðarhafið, haíi þeir staðið svo hátt, hvað trúbrögð snerti, sem Gríkkir að listum, heim- speki og vísindum, en Eómverjar að hernaði og stjórnfræði. Eins eg því er varið með hvern einstakan mann, þannig er það og, er til þjóðanna og mannflokkanna kemur, að hver sú þjóð, sem hoíir sórstaklega hæfilegleika í einaeður aðra stefuu, hún kemst á hæstu tröppu í þessari grein, ef ástæður leifa. Gyðingar virðast hafa haft sérstaka hæfileika í trúfræðislegu tilliti, og er eins og á~ stæðurnar hafi komið þá fram, og því er það, að í ritum þeirra finnum vér fegurri siða&æði og háleitari guðs-trú, heldur en hjá öðrum fornaldar þjóðum. En allt fyrir það megum vér ekki ætla, að Gyðingar frá fyrstu liafi staðið svo hátt í trúfræðislegu tilliti, engu fremur, en vér segð- um, að Grikkir og Rómverjar frá upphafi haii staðið á hæðstu tröppu stjórnfræðis og lista. Petta væri alveg öfugt, því þetta hefir gengið ofur liægt og seint. í fyrstu hafa þeir staðið ofurlágt, en smátt og smátt vaxið og þroskast. Rétt eins og vér getum rakið aptur sögu Grikkja til þoss tíma, er þeir þekktu engar listir,eða vís- indi, eða heimspeki; og sömuleiðis sögu Rómverja til þcss, er þeir voru fámennur flokkur villtra og siðlausra manna; þannig getum vér rakið feril Gyðinga aptur til þess tíma, er trúarhugmyndir þoirra voru mjög svo lágar og óþroskaðar, eða, eins og þeir segja, hinir nafnfrægu rithöfundar, þeir Dr. Kuenen, Oort, Tielo og Kalish, allt til þess tíma, að þeir höfðu ekkert borgaralogt stjórnarfyrirkomulag,

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.