Dagsbrún - 01.04.1893, Blaðsíða 12
—60—
Israel I. bls. 22: „Það er öldungis víst, að gamla Testamentis frá-
sögurnar um hið fyrsta ástand Gyðinga, eru á sainastigi, og sögurnar
um hina fyrstu víðburði annara þjóðc. Aðalkjarni þeirra er nefni-
lega þjóðsaga. Hinar yngri kynslóðir geymdu minningu mikilla
manna og marKverða viðburði forfeðra sinna. Sögurnar gengu mann
frá manni, og smátt og smátt urðu þær óvissari og ónákvæmari, auk
þess bættust inn í þær aðrar sagnir.“
Seinna þegar á líður sögu Gyðinga, þá komum vér að hinni
verulegu sögu, og er hún þó um langan tíma þjóðsögum blandin,en
verður einlægt áreiðanlegri og áreiðanlegri eptir því, sem vér Kom-
um lengra niður í tímann. Þar finnum vér og ýmsan skáldskap,
hörpusöngva,kennsluljóð og söguljóð meira eða minna ágæt, æfi-
sögur, lagasafn, orðsKviðasafn, ýmsar trúarskipanir og trúarátriði; þá
kemur ýmist fram prédikarinn oða spámaðurinn og Ioks höfum vér
þar heilan hóp af bréfum um trúarleg málefni.
Örðugleiki að finna hið rétta ár, er einn eður annar atburð-
ur sKeði kemur mjög opt fyrir. Eins og eðlilegt er, er það
mjög áríðandi að vita, hvenær hin eða þessi bÓK var rituð. En
þeirri spurningu þyKÍr lærðum mönnum harla torvelt að svara, og í
sannleika að segja, þá játa þeir, að því sé alls ómögulegt að svara,
um margar bækur ritningarinnar. Stafar þetta nokkuð af því,
að Gyðingar voru fámenn og afskeKKt þjóð, og sáralítið minnst
á hana 'í sögu eða bÓKmenntum annara þjóða, höfum vér því mjög
litla fótfestu hjá öðrum þjóðum til þess, að miða niður við-
burði í sögu Gyðinga, eða tíma þann, er ein eður önnur bÓK
þeirra var rituð á. Svo bætist þar við, að allir rithöfundar þeirra
virðast vera mjög kærulausir með ártöl öll. En mestu varðar þó
það, að rit þeirra eru eklci framkomin á neinum sérstökum tíma,
og eKKÍ heldur samin af neinum sérstÖKum höfundi, heldur eru
þau flest samdráttur úr fornum skjölum.
(Framhald næst.)