Dagsbrún - 01.11.1894, Page 10
178
listfeugt. Og enn eru þær kirkjur til, eða trúfélög, cr ætla að orgelin
géu uppgötvun djöfulsins, sem ekki mega hoyra fagran söng til dýrðar
guði. En eftir því, sem hugmyndin um guð hefir verið skýrð í undam
gengnum ræðum, þí. er lianu uppspretta fegurðariimar, sannleikans og
kærleikans, þessara þriggja meginkrafta mannlegs lífs. Og þegar
heimrinn fer að skilja hreidd og dýþt jguðdómsins, þá, verða þessar
þrjár meginhvatir mannlífsins skoðaðar sem sannsrleg guðsdýrkun.
Iiétt nýlega, að heita má á tímum menningarinnar, et heimrinu
farinn að hirða um fegurð náttúrunuar. Eeyndar geta menn sagt, að
liinir fornu Grikkir og Gyðingar og nokkrar aðrar fornþjóðir hafi tekið
eftir ýmislegri fegurð himinsins, er sífolt var fyrir augum þeirra; en
það er fyrst á nýrri tímum, að skúldin hafa kvoðið um fegurð náttúr-
unnar, að landslaginu hefir verið lýst í háfieygum orðum og málað upp
á léreft með mikilli list; það er fyrst á nýrri tímum, að menn hafa
hugsað sór, að þetta mikla ríki jarðar undir fótum vorum og alt í kring
um oss opinberi eðr auglýsi þann anda fegurðarinnar og lífsins, sem sé
verðr þess, að hinir vitrustu menn veiti honum nákvæma eftirtekt. Ég
hlýt því að álíta, að sá maðr, sem hrifinn verðr af fegurð náttúrunnar,
sem fyrir augun ber, að sá maðr, sem verðr lirifinn af yndisleika upp-
göngu sólar og niðrgöngu, að sá maðr, sem verðr hrifinn af hinum ó-
takmarkaða geimi yfir höfði hans, af tign fjallanna og hamrahnjúk-
anna, að sá maðr, Bem verðr snortinn af þeseari fegurð heimsins, liann
sé ekki einungis náttúrudýrkandi, heldr guðsdýrkandi. Hann dýrkar
guð þann, som hefir opinberað sig, sem heflr talað í fegurð þessa heims.
Og hann er trúraaðr og guðsdýrkandi að þessu levti, þótt hanu hirði
eigi neitt um það, sem vanalega er kallaðr sunnleiki, jafnvel þó að
breytni hans sé okki siðferðislögmálinu samboðin, þótt hann sé sið-
leysingi. Yér getum hér telcið til dæmis annan eins mann og Byron.
Þegar Byrou lýsir þrumuveðrinu í Mundíufjöllum —- sem er eitthvað
hjð fvrsta, er ég hefi séð af því tagi — og lieldr svo áfram og segir :
„And this is in the night. Most glorious night!
Thou vrert not sent for slumber ! let me be
A sharer in thy fierce and far delight,
A portion of the tempest and of thee !“
Eða þegar hann í tunglsljósinu dýfir árinni í vatnið og segir :
Clear placid Leman ! thy contrasted lake
With tlie wild world I dwelt in, is a thing
Which warns me with its stillness to forsake
Harths troubled waters for a_purer spring.